Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 21
2Í
ánganarínnar af blómunum. f>að var dögg á blöðunum. [>að var nóg af' öllu.
Hún suðaði i sólargeislunum og þótti ákaflega gaman aðlífinn. En núþegarhún
átti allra sízt von á því, þá festist hún í flugnagildru, og um leið fjekk Almansor
aptur fulla meðvitund.
„f>ú ert skolli falleg“, sagði drengurinn, sem hafði veitt hana, en þú
stingur víst. En jeg skal passa mig.“ Svo tók liann í einn fótinn á flugunni
og skoðaði nákvæmlega vængina liennar, gullgljáandi, og smátætti þá í sundur,
án þess að hugsa út í hvað mikið skepnan tók út við þetta. Svo var hann kominn
á fremsta hlunn með að reka nál gegnum búkinn á lienni, en í sama augna
bliki fór maður framhjá og teymdi liest á eptir sjer. „I hestinn! í hestinn!‘,
liugsaði llugan í andaslitrunum.
Y.
Vagnstjórinn gamli og Juglu hans.
f>að kom nýtt fjör í klárinn.
„f>að var rjett gjört, gamli fjelagi“, sagði vagnstjórinn og klappaði
klárnum sínum. „En hvað þú horfir mikiö á mig Juglu. Já, f>að er satt, vagninn
er þungur. En gjörðu það sem þú getur, þá er jeg viss um að við náum til Amra-
kuta og þar skaltu fá að jeta og hvíla þig“.
Amrakuta! f>að var eins og hesturinn yrði kornungur í annað sinn.
Hann hamaðist af öllum kröptum. En vagninn var ákaflega þungur. Sólin kom
liærra og liærra upp á liimininn. Engan vatnsdropa var að fá til að svala sjer á
og nú leit hann bænaraugum til húsbónda síns.
„Jeg vildi gjarnan losa þig við að draga þessa byrði, gamli vinur, sagði
vagnstjórinn, sem þótti undur vænt um hestinn sinn. En það er nú einusinni
minn atvinnuvegur að flytja varning til kaupmannanna i Amrakuta, og við megum
þó ekki verða til lijer á miðri götunni“. Svo klappaði liann Juglu á allar lundir
og lofaði honum öllu fögru, ef hann gæti haldið út stritið. Og Juglu gjörði sitt
bezta til. Hann langaði til að'komast tilAmrakuta. En allt í einnvar vagninum
velt um koll.
„Kondu strax með varning þinn bölvaður þrællinn“, hljómaði í eyrunum
á vagnstjóranum.
Pyrir framan liann stóðu ræningjar, gripu þeir hann þegar og bundu,
tóku varninginn upp úr vagninum, fleygðu honum á götuna og skoðuðu liann sem
bezt þeir gátu.
„Hvar hefur þú stolið liestinum þeirn arna“? spurði einn af ræningj-
unum.
„Jeg hef eliki stolið Juglu“, sagði veslings vagnstjórinn. Hann hefur