Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 48
48
eru skornar; en. sumstaðar hugsa menn aptur minna um það. Einkum á það sjer
stað á liaustin í kaupstöðum í sláturtíðinni. Kemur })að þá fyrir, að kindin, sem
yfir stendur, þefar af þeirra, sem skorin er. þó sauðkindurnar sjeu ekki gæddar
miklum gáfum, þá er þó mjög sennilegt, að þær liafi allljósa skýmu um það, seni
fram fer; kindin veröur ákaflega hrædd og má sjá það afblóðinu. En skepnurnar
vantar málið og geta ekki til sagt. Verið getur, að opt sje örðugt viðfangs í
kaupstöðum á haustin, að geyma fje svo, að það sjái ekki hitt fjeð deyja, en þó
mætti eflaust finna mörg ráð til þess að koma af þessum ósið.
Sjálfsagt er heppilegast aö skjóta hesta og skjóta eða svæfa nautgripi,
eins og alsiða er á íslandi. Hunda rná skjóta í ennið, en stundum verður því
ekki vel við komið, því þeir eru opt mjög varir um sig. [>á er bezt að slá snöggt
á ennið á þeim með hamri eða öxi. Að hengja hunda og ketti er ljótur siöur.
Hvolpnm og ketlingum er stundum lógað nokkuð óþriflega; það má annaðhvort
slá á ennið á þeim með hamri, eða láta þá í gisinn poka, binda neðan við hann
þungan stein og drekkja þeim svo í á eða vatni, sem ekki er sótt í neyzluvatn.
þegar mýs eru veiddar í gildru, ættu menn ekki að vanrækja að vitja hennar einu
sinni á dag, svo skepnurnar kveljist ekki meira en þörf er á; þá má sökkva
gildrunni í vatnsker og þyngja hana svo að hún geti lialdizt niðri.
Alifugla er bezt að hálshöggva með beittri öxi, eða hníf.
Eiska ætti að aflífa sem fyrst eptir að þeir eru veiddir; bezt er að skera
þá á háls; deyja þeir þá fljótt, verða bragöbetri fæða og útgengilegri vara.
Efnisyíirlit.
bls.
Hestai' og hundar . ............... 5.
Sagan aí Alamansor................ 13.
0rvæntingin....................... 25.
Úttroðnar Gæsir................... 28.
Farðu vel með dvrin............... 30.
Viviselction.................... 39.
Hundurinn og barnið............... 45.
Umhyggjusemi...................... 46.
Fáein orð um slátrun á skepnum... 47.