Dýravinurinn - 01.01.1887, Blaðsíða 41
41
Með [iví er |)á fyrir byggt, að livert flónið geti breitt kápu vísindanna yhr kák
sitt og um leið reistar skorður við, að meiri harka sje höfð í frammi við skepn-
urnar, en eliki verður hjá komizt með góðu móti.
Lagafrumvörp, er fara í þessa stefnu, hafa þegar fengið allgóðan byr í
sumum löndum, enda er ekki vanþörf á því, því vonin um að finna einhvern
dulinn og þýðingarmikinn sannleika hefur leitt rnarga rnenn í gönur, svo menn
liafa gjörtýmsar tilraunir, án þess að hafa fast mark og mið að stefna að. þessi
von hefur opt verið einna sterkust hjá þeim mönnum, sem sízt var að vænta
nýrra uppgötvana af, enda hefur þá uppskeran orðið að sama skapi. Tala vivi-
sektionanna hefur einnig vaxið um skör fram við það, að sömu tilraunirnar liafa
verið endurteknar margsinnis í ýmsum löndum og borgum.
Nú viljum vjer skýra frá nokkrum af þessum vivisektionum, en um leið
viljum vjer geta þess að nokkrir af þeim mönnum, er þær hafa gjört, eru taldir
með mestu skörungum 1 æknisfræðinnar og náttúruvísindanna. Professor M a g e n d i e
negldi gegnum alla fjóra fæturna á liundi einum og auk þess gegnum bæði eyrun,
sagaði svo inn i lirygginn á hundinum, til þess að sýna taugarnar og tók
ennfremur burt noklmð af hauskúpunni. Að þessu loknu var ennþá nokkurt
líf í skepnunni, og ljet hann þá geima hundinn, til þess að gjöra tilraunir með
hann næsta dag. Sami maður skar magann út úr hundi og setti þar inn blöðru
í staðinn, til þess að rannsaks livernig og live fljótt skepnan ljeti lífiö. Professor
Bernhard í Parísarborg fann upp ofn, til þess að steikja skepnur í lifandi og í
fullu fjöri. Segir hann frá því í einu riti sínu hvernig gekk að steikja 17 liunda
og 22 kanínur. Bernhard sannaði með þessu, að hundar deyja eptir að jieir liafa
verið 18 mínutur niðri í sjóðandi vatni. En ef skepnui’nar gátu stungið liöfðinu
út úr ofninum, þá var opt lífsmark með þeim daginn eptir. Dr. Tyfe í Eding-
burgh batt saman alla fæturna á hundi einum, dró svo sterkan þátt gegnum
trýnið og batt hann þannig við borð, síðan skar hann hann á liol til þess að sýna
lærisveinum sínum hvernig innýfiin lægju. Honum kom ekki til hugar að gefa
skepnunni svefnmeðal; að sögn hafði það verið nrjög átakanlegt að sjá hve
mikið skepnan tók út.
Professor Brachet vildi rannsaka tryggð og undirgefni hundanna.
Tók hann hund sinn og stakk út úr lionum augun, síðan svipii hann hundinn
heyrnarfærunum og misjiyrmdi honum á allar lundir. Hundurinn sleikti |ió á
honum hendurnar. Einusinni skar hann líka hvolpafulla tík á kviðinn og hleypti
út hvolpunum. til þess að rannsaka live sterk móðurástin væri hjá tíkinni. Tíkin
sleikti hvolpa sína. Dr. Elliotson segir í bók sinni, Human Pliilosophy, um þetta
athæfi: „þegar jeg segi frá þessu, þá roðna jeg yfir mannlegri náttúru.
Dr. Bennet reyndi < ýms eitruð efni á 619 dýrum, einkum liundum,
köttum og kanínum. Menn sáu af þessum tilraunum, aö eitrið verkaði mjög mis-
jafnt á dýrin, svo ekki var hægt að gjöra neina ályktun um hvernig þessar ýmsu