Dýravinurinn - 01.01.1889, Page 7

Dýravinurinn - 01.01.1889, Page 7
7 hann taumunum og fimm gyllina seðli í vagnmanninn og sagði þurlega: „þú mátt eiga hestana og vagninn, Jóhann; vertu sæll“. Síðan kallaöi hann á hund sinn og gekk inn í herbergi sitt. Vagnmanninn fór að gruna margt, fjekk hestinn í liendur liestasveini cinum og fór í humóttina á eptir hússbónda sínuin. I>egar hann var í herberginu fyrir framan herbergi hans, dundi skot fyrir innan. J>jónninn stökk þegar inn, og leizt þá ekki á; W. sat fölur sem nár við skrifborð sitt, og starði á ljósmynd eina, sem lá fyrir fratnan hann; var það inynd af stúlku. Skotinu hafði hann ætlað í höi'uð sjer. Enn rjett í því að hann ætlaöi að hleypa skotinu af, og setti skammbyssukjaptinn að enninu á sjer, ilaug hundurinn á hann, og tók utan um hægri handlegg hans. Ilann hafði áður horft á hann vandlega, og tekiö vel eptir öllu, sem gerzt hafði. Við þetta tilræði hundsins hljóp skotið úr byssunni í aðra átt, enn ætlaö var, og hljóp út um gluggann. þegar þjónninn koin inn, stóð hundurinn, og hjelt meö kjaptinum fast í handlegg honum, og sleppti ekki þeim tökum fyrri, enn þjónninn var búinn að ná byssunni af húsbónda sínum; þá hoppaði hann innan um alla stofuna og rjeð sjer ekki fyrir kæti. W. lagðist. veikur enn batnaði aptur og tók aptur gleöi sína þegar frá leið, gaf Jóhanni vel verð hestanna og vagnsins, en hundinn Ijet hann aldrei falan; hann sagðist aldrei inundu selja lífgjafa sinn hvað sein í boði væri. Sem dæmi upp á dæmafáa hugsun og skarpleik má telja sögu þá, er frakkneskur maður einn hefur sagt frá. J>að var á dögum Eoðvíks 14. í París hundur einn spænskur að ætt, sem Kaprióle hjet; hann var í þjónustu greifans al' Brevonne, „kammerherra“ konungs. Martin, yfirinatgjörðarmaður greifans, hafði alið seppa upp, og vanið hann við að sækja og færa sjer hvað sem vera skyldi, síðan hann var hvolpur, enn einkum hafði hann hann til þess að snúa steikara- teini í eldhúsi greifans. J>aö er ervitt verk, og ákaflega heitfengt, enda var annar hundur til haföur til þess líka, og hafði Martin þá reglu, að hafa þá til þess sinn daginn hvorn. Einhvern dag vildi svo til, að Martin gleymdist röðin, og tók Kaprióle, og setti hann viö steikarateininn, þegar hinn átti að verða fyrir því. Seppi fór þá að urra og ygla sig, aldrei þessu vanur, og sýndi hina mestu óþægð. Martin sleppti honum þá, og ætlaði að ná í staf sinn og kenna honum að hlýða. Enn hann beið ekki boðanna, enn þaut út úr eldhúsinu, og út á stræti; þar var hinn hundurinn í stórum hundahóp; Kapríóle gekk umsvifalaust að honuin, tók kjaptfylli sína í lmakkadrambiö á honum, og teymdi hann á eyrunutn inn í eldhús til matgjörðarmannsins, og sleppti honum þar; svo leit hann , á Martin, eins og hann vildi segja: „þessi er það, taktu hann!“ og rölti síöan burt. Var þetta ekki einskonar rjettinda tilfinning hjá hundinura, sem sýndi það í verkinu: „þetta er mín skylda — liitt er hans, jeg fer ekki eitt hænufet út fyrir minn verkahring“. J>etta getur enginn kallað skynlausa skepnu. J>essi Kapríóle var annars mesti fyrirtakshundur að gáfum og hyggni. I>egar eitthvað þurfti að sækja í búð eða á torg, þurfti aldrei annað enn rita á miða það sem vantaði og láta f körfu eina; svo var nefnt nafn þess, sem átti að taka hjá, og honum bent á körfuna. Hann tók hana þegar ofan af snaganum, 1

x

Dýravinurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.