Dýravinurinn - 01.01.1889, Side 11

Dýravinurinn - 01.01.1889, Side 11
11 utn hann, bauð rassinn og lagði kollhófurnar, og sýndi sig í að slá þann, sem að kom. Enn þegar honum þótti karl vera búinn að sofa nógu lengi, fór hann aö vekja hann. Geröi hann þaö þannig, aö hann tók með kjaptinum í hálsklút hans eða trefil, og hristi hann þangað til hann vaknaöi. Komst svo karl á bak með nokkurri hjálp hestsins og hjelt svo leiðar sinnar. I þessu dæmi er bæði fólgið svo mikil tryggð og svo mikið vit, að það er óhugsandi, og slíkt væri skynlaus skepna. J>að er fært í frásögur um kolahest einn í Englandi, að hann kjagaði með stóran og þungan kolavagn eptir stræti einu — jcg man ekki hvort það var í Lundúnum eða annarsstaðar. Enn hvað sem því líður, þá vildi svo til, að barn eitt, um tveggja ára gamalt, trítlaði yfir strætið rjett framan við hestinn, og datt beint framundan honum. Iíesturinn stanzaði allra snöggvast, eins og hann væri að hugsa um, að hann gæti reyndar stiklað yfir barniö án þess að gjöra því mein, enn það væri þó aldrci víst að það slyppi fyrir það klaklaust hjá kerru- hjúlunum. Eptir ofboðlitla bið var svo að sjá sem hann væri kominn á niöur- stöðu með það sem hann ætlaði sjer, tók með kjaptinum í fötin á barninu, lypti því varlega upp, og. lagði það til hliðar svo langt, að því var óhætt fyrir kerr- unni, og hjelt svo áfram eins og ekkert heföi í skorizt. Jeg læt mjer þetta nægja að sinni uin hezta, .enn vil að eins taka það enn fram, að það er sú skepna, sem vjer cigum mesta ánægju vora að þakka hjér á landi, og sem vjer látum þó ekki fyrir brjósti brenna að fara að tiltölu langverst með af öllum.

x

Dýravinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.