Dýravinurinn - 01.01.1889, Síða 16

Dýravinurinn - 01.01.1889, Síða 16
1G Grátitl ingurinn. f; kom heim af dýraveiöum og gekk eptir trjáganginum í aldingarði mínum. llundurinn minn liljóp íí undan mjer. Allt í einu hægöi hann á sjer og læddist gætilega áfrarn, einsog liann yrði var við veiði fram undan sjer. Jeg horfði fram cptir trjáganginum og kom auga á grátitlings-unga, með gult nefið og úfið fiður á kollinum. Ilann hafði dottið ót úr hreiðrinu (storm- urinn hristi og skðk birkitrjen í ganginum) og sat nú og baðaði ráöalaus ót litlu vængjunum sínum. Trésor*) færði sig nær honum í vfgahug, — þá stcyptist allt í cinu gamall grátitlingur, svartur á bringunni, niður úr næsta trje og datt cins og steinn rjett fyrir framan hundskjaptinn; og með ýfðar fjaðrir, frá sjer numinn, titrandi og tístandi, hoppaði hann tvisvar fram á móti þessu opna gini, er var sctt svo hvössum tönnum, með hugrekki því er örvæntingin gefur.............. Ilann hafði steypt, sjer niður til að frelsa ungann sinn, og ætlaði að vcra honum hlífarskjöldur. En allur litli kroppurinn titraði af hræðslu, hann tísti auinlega, — í. dauðans angist fórnaði haii'n sjálfum sjer.......... Ilvílík voðaleg ófreskja hlaut hundurinn að liafa verið fyrir honum! Og þó hafði hann ekki getað setið kyr þar sein hann var, óhultur á grein sinni. Vald, sem var viljanum voldugra. hafði knúð hann til aö iljúga ofan. Trésor stóð kyr, hopaði lítiö eitt aptur á bak............. þaö sýndist einsog jafnvel hann lyti því saina valdi. Jeg varð hrifinn og ílýtti injer að kalla á hundinn . . . . og fór leiðar minnar með helgri lotningu í huga mínuin. Já, hlæiö ckki! Jeg bar sannarlega lotningu fyrir þessum litla hetju- fugli og fyrir kærleiksverki hans. Jeg fann að kærleikurinn sigrar bæði dauðann og dauðans ángist. Kærleikurinn ei.nn er viðhald alls lífs. þýtt ár Ivan Turgenjeve »Scnilia, Smaadigte i Prosa«. J. S. *) veiðihundur Turgenjevs.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.