Dýravinurinn - 01.01.1889, Side 20
•20
Karó og Goti.
tjúpi minn átti stóran gulan hund, er Karó hjet og var
Iiann af útlendu kyni. Hann var tnjög viljugur að sækja
bæði á sjó og landi. Um það leyti jeg var 3.—4. ára
gamall, gjörði stjúpi minn það opt að gamni sínu, að
leggja mig á magan á stofugólfið og skipa svo Karó
að sækja mig. Hann gjörði það ætíð á þann hátt, að
hann tók með tönnunum aptan í buxnastreng minn og
lagði mig svo fyrir fætur húsbónda síns. Karó var
mjög elskur að mjer, líklega af því að lionum hefur þótt gaman að þessum leik
við mig, óg þegar jeg var einn titi, var Karó optast nær meö mjer. Einusinni
hafði jeg fariö fram á bryggju, og aflciðingin var sú, að jeg datt á kolsvarta kaf
í sjóinn. Karó var ekki hjá mjer í það skipti, en sat uppi á landi skammt l'rá
bryggjunni. Hann sá mig detta, tók þegar viðbragð og stökk út í sjóinn, náöi
í buxnastrenginn og svnti með mig í land. Hefði hundurinn ekki verið, þá hcfði
jeg sjálfsagt druknað. fegar Karó dó, var liann dysjaður í kálgarðinuin, og sjezt
leiði lians þar ennþá f Hafnarfirði.
* *
Gráan hest átti jeg, ættaðan frá Flugumýri, sctn var kallaður Goti.
Ilesturinn var gæða gripur, fallegur vel og skynsamur í mörgu ; reiö jeg honum
ætíð sjálfur. Einusinni ætlaði jeg til Reykjavíkur og var Goti þá rekinn heim
ineð mörgum öðrum hestum; það reyndist þá aö hann var lialtur, af því hann
haföi stigiö sig. Var hann því skilinn eptir heima, og batnaði honum eptir
nokkurn tfma. 1 næsta skipti, þegar jeg ætlaði til Reykjavíkur, var hann aptur
rekinn heiin á hlað með mörgum hestum; þá var hann Iíka draghaltur, en ómögulegt
var að sjá hvað að honum gekk. Jeg þorði samt ekki annað enn láta hann vera
eptir. Hálftíma eptir að jeg var farinn af stað, var öll heltin farin úr honum.
í þriðja sinn, er jeg ætlaði suður, var hann enn rekinn heim ineð hinuin hestunum,
en allt fór á söinu leið; Goti var enn haltur til muna, en hvergi sá á honum.
Mig fór þá að gruna að þetta munda vera skrópar, og tók hann með engu að
síður. þegar við svo höfðum riöiö hálfan tfina var allt batnað. þessi helti kom
aldrei fyrir neina þegar hann var sóttur með mörgum hestuin, og hefur það lík-
lega verið af því, að þá þóttist hann vita að hann ætti aö fara í langferð.
Gf. Thorgrimsson.