Dýravinurinn - 01.01.1889, Qupperneq 28
28
Plokksson — Fætter — Hringur.
augun.
^aðir minn átti, hin síðari ár æfi sinnar, liund af hinu alkunna hundakyni,
sem kennt er við hund Skaptasens læknis í Hnausuín, l’lokk, og hjct
hundurinn Plokksson. Hundar af því kyni eru auðþekktir að lit og
háralagi, vanalega brúnir á belginn, golsóttir og gulbröndóttir kringuin
Flestir sýna þeir vitmerki, sumir af því kyni eru góðir skothundar, en
einkum er þeim 'viðbrugðið fyrir tryggð. Plokksson þessi var frámunalega tryggur.
Engum fylgdi liann nema föður mínum, eða þá þeim, sem annaðhvort bar beizli
hans, eða sat á reiðhesti hans. Hann fylgdi smalanum langt fram í hagann,
þegar hann fór með beizlið að sækja líauð. Alltaf þurfti liann að heilsa Rauð,
þegar hann var teymdur eða rekinn í ldað, stundum þá með því að sleikja um
snoppuna á honum. Sumarið 1880 var jeg heima, og var þaö skrítið að Plokksson
fylgdi mjer á bæi, sem hann annars gjörði ekki neinum manni, en það mun hafa
byrjað svo, að jeg heilsaði upp á kunningjana í sveitinni á Rauð fööur míns,
sem aðrir riðu annars ekki. Einusinni var Plokksson lokaður inni í stofu í Laufási,
af því faðir minn vildi, einhverra orsaka vegna, ekki hafa hann ineð, en þá stökk
hann á rúðu í glugganum, og náði föður mínum allur blóðugur og var óskiljanlegt
hvernig hann, fremur stór hundur, gat komizt út um þá rúöu. í Iivert sinn sem
Plokkssyni var sýnd þessi rúða, skammaöist hann sín rnikið, og fleygði sjer niður,
eins og hann væri að biðja fyrirgefningar. J>etta sumar, sem jeg var heima, fór
faðir minn sjóveg í kaupstað, en vildi ekki Iiafa Plokksson með, vegna þrengsla
í bátnum, en Plokksson mátti heldur ekki vita af því að liann færi af stað, eða
fylgja honum til skips, þvf liann hafði sýnt sig í því áður að synda eptir skipinu,
svo að annaðhvort varð að láta hann drcpast, eða taka liann upp í, og eins liaföi
hann ldaupið á landi, sainferða bátnum, og synt yfir Eyjafjarðará. Jeg var svo
ineð Plokksson frammi í stofu, en rjett í því að faðir minn er koininn af stað,
verður hundurinn órólegur, ýlfrar og rífur í hurðina; jeg var nærri því hræddur
við að hann mundi bíta mig. Hvað hann gat orðiö var við vcit jeg ekki, nema
hann hafi heyrt riðið úr hlaðinu; það var átakanlegt að sjá hvað skepnunni leið illa;
hann leit ekki við rnjólk, sein jeg sctti fyrir liann. Eptir aö faðir minn var dáinn
fjekkst rakkinn aldrei til að koma upp á baðstofulopt, þar scin liann koin þó
daglega áður að sníkja, hann sinnti eiginlega engu úr því, lá jafnast í einhverju
framhýsi, og stundum líka út í kirkjugarði, sein ekki var venja Iians áður, og
kom aðeins á sínum vissa tíma í búr til móður minnar að sækja sinn inat.