Dýravinurinn - 01.01.1889, Síða 41

Dýravinurinn - 01.01.1889, Síða 41
41 Hreppur og Stjóri. hjetu hestar tveir, sem aíi minn, síra Vigfús Ormsson, átti. Nöfnin eru þannig til komin, aö þegar afi minn var préstur á Valþjófsstað, gjörði eitt- hvert sinn mjög mikið áfelli að vori til. það vantaði hryssu fylfulla, og töldu menn liana af, en hreppstjórinn þar í sveitinni fann hana með tveim folöldum. sem hón hafði kastað í bylnum. Afa mínum þótti mjög vænt um þetta. því merin var uppálialds hross, og meö því hann var, eins og jafnan, vel heybyrgur, tók hann hana á hús og töðueldi, svo hún gæti mjólkað folöldunuin, og ljet hann þau, til minningar um hreppstjórann og þennan atburð, heita þessum nöfnum í höfuðið á honum. Folöldin voru ávallt alin upp saman, og urðu hestarnir síðan svo samelskir, að hvorki bönd eöa hús hjeldu þeiin, ef átti að skilja þá. þegar móðir mín var á 15. eða 16. ári, fjekk hún að fara á grasafjall með vinnukon- unum og fór fjósakarlinn ineð þeim, til þess að binda upp á og fara tneð hest- ana. þau láu við tjald, langt frá byggð. Einhvern inorgun, skömmu eptir að þau voru komin í tjald og sofnuð, kom Mreppur heim að tjaldi og hneggjaði ákaft. Karlinn vaknaði og reyndi livað eptir ánnað aö reka hann burt, en þaö tjáöi ekki. Móðir mín, sem sofnað hafði fast. eins og unglingum er gjarnt, þegar þeir eru þreyttir. vaknaði loksins, og þegar hún hafði heyrt hvað um var að vera, hugsaði hún undir eins að þetta væri ekki einleikið og skipaði karli að fara eptir hestinum. en hann var tregur til þess, því hann var syfjaður og nöldraði mikið; samt fór hann að lokum. þegar hesturinn sá, að karl var búinn til vegs, tók hann á rás og leit stöku sinnum við og hneggjaði til karls, eins og hann væri að herða á honum að flýta sjer. Loksins tók Mreppur sprett og nam staðar á sljettri grund og hneggjaði vingjarnlega ofan í jörðina. þegar karl kom þar að, sá hann Stjóra niðri í holu; hafði jörðin sprungið undan honum, af því vatn haföi grafið undir jarðveginn. Karlinn sótti því næst kvennfólkið og bönd. og drógu þau hestinn upj> úr. og sagði móðir mín sáluga, að þau vinalæti, sem hestarnir sýndu hvor öðrum, eptir að Stjóri var kominn upp úr gryfjunni, hefðu verið líkust því, þegar maður heimtir vin sinn, eins og úr helju. Jón Guttormsson.

x

Dýravinurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dýravinurinn
https://timarit.is/publication/430

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.