Heimilisblaðið - 01.01.1938, Síða 5
KONUNGUR
FIÐLARANNA
EFTIR THEODÓR ÁRHASON
Flestdr, sem einhver kynni haf.a, af fi lu
tónsmíðum, kannast við Tataralb'g Sara-
sates (Zigeuner-weisen) og miargur ungur
fiðlarinn spreytir sig á þeim. Pau eru á
viðfangsefnaskrá ílestra fiölusnilling.a og
vekja jafnan aðdáun og hrifningu áheyr-
enda, því að þau eru ,svo ákaflega »auð-
melt« þó að þau séu ekki aualeikin, því ao
ekki er það annara með
færi en snillinga, að fara
með þau, svo að
vel sé, enda eru
þau einhver glæsileg-
asta tónsmíðin, sem, til
er fyrir fiðlu.
Almenningur á Is-
landi hefir nú um
nokkurt skeið átt kost
á, að kynnast góðri
hljómlist, eða síðan út-
varpið tók til starfa,
og marga fýsir nú, að
vita nánari deili á
ýmsu, sem þeir heyra
í útvarpinu. En um
Pahlo Sarasato, honungur fiðlaranna.
tónlist og tónlistamenn er fátt skrifað á
íslensku. Skal ég nú segja lítið eitt frá ein-
um hinum merkasta og vinsælasta tónlista-
manni, sem uppi hefir verið á hinum síð-
ari árum, spánska fiðlaranum Páli eða
Pablo Sarasate, — höfundi Tataralaganna.
Hann var fæddur í fagurri og einkenni-
legri borg á Spáni, Pamplona, 10. marz
1844, — og lést fyrir réttum 30 árum sáð-
an, eða 1908.
Faðir hans hafði verið hljómsveitarstjóri
í hinni konunglegu lífvarðarhljómsveit, en
í uppreisn einni hafði hann verið í liði and-
stæðinga drotningarinnar, og misti fyrir
það stöðu sina og frelsi. Hann var mörg
ár í fangelsi, en kona hans lifði við þröng-
an kost Hún tók að sár allskonar handa-
vinnu, og vann baki brotnu. En það er
talið líklegt, að hún rnunidi hafa látið bug-
Sarasate á hljómleihapalli.