Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1938, Blaðsíða 8
6 HEIMILISBLAÐIÐ Prófessorinn horfði fast í augu drengs ins, en hann roðnaði við og- svaraði hálf hikandi: — Eg get ekki borgað núna. En þegar ég er orðinn frægur listamaður, skal ég standa í skilum. — Já, — en hvaða tryggingu hefi ég fyrir því, a.ð þú verðir nokkurntíma fræg- ur listamiaður? hélt Alard áfram, þó að hann væri að vísu þegar búinn að taka sína, ákvörðun um þetta. — Eg ábyrgist það sjálfur, — því að ég cetla mér að verða frægur. Alard hætti nú að þybbast við. Hann var vel efnaður maður og gjöfull, — og hann langaði sjálfan tjl þess, að verða kennari þessa drengs. Og hann gerði meira,, en að kenna Pablo ókeypis. Hann greiddi. líka fyrir hann fæði og húsnæði, þann tíma. sem hann var undir hans hendi. Og hann iðraðist þess aldrei, að hann hjálpaði Pablo. Því að auk þsss, sem pilt- urinn var frábærilega vel gefinn, var hann með afbrygðum ötull cg kappgjarn. Hann sigraðist á öllum torfærum og varð brátt snjallasti nemandi Alards. Átta mánuðum eftir að hann kom til Parísar hlaut hann fyrstu verðlaun í fiðlarakepni, sem þar var haldin, o,g upp frá því mátti heita, að hann gæti séð fyrir sér sjálfur. Þetta varð sí.ðasta gleðin, sem hann gerði móður sinni, því að hún lést skömmiu síðar. Pablo Sarasate var hjá Alard í þrjú ár. Að þeim tíma liðnum, fór hann aftur heim tíl Pamplona og dvaldi þar í nokkur ár í ró og næði og æfði sig af fádæma kappi. En svo fór hann að láta á sér bera, og það má segja, að hann hafi gjörsigrað hinn mientaða heim á örfáum árum. Fyrst fór hann til Suður-Ameríku, ferðaðist þar borg úr borg í f jögur ár og hélt hljómleika. Síðan var hann tvö ár í Ncrður-Ameríku, en þaðan fór hann til Austurlanda, og kom loks sem alskapaður og stórfrægur lista- maður tii Parísar í annað sinn, og vann þar strax hinn glæsilegasta sigur. Hann settist þar að og dvaldi all lengi. Þaðan fór hann í ýmsa hljómleikaleiðangra, til Eng- lands, Þýzkalands og Norðurlanda og hvarvetna tekið með fádæma fögnuði og heiðraður sem konungur væri. Þeir, sem svo lánsamir eru, að hafa heyrt til Sara- sate, segjast aldrei gleyma því, meðan þeir lifa. Það er ekki ólíklegt, að einhverjir Is- lendingar hafi heyrt til hans, því að i Kaupmannahöfn hélt hann hljómleika að minsta kosti ee'nu s’nni. Einn mann hefi ég hitt, sem hlýddi á hann. Var það Þor- grímiur heitinn Johnsen fyrrum 1 eknir á Akureyri. Hann var orðirn gamiall maou>-, þegar ég kyntist honum, en hann vissi að ég var að fúska við fiðlu og sagði mér oft frá kvöldinu, þegar hann hlustaði á Sara- sate. Og ég fann það, að það var minning, sem honum var ákaflega dýrmæt. Enda sagðist hann aldrei hafa lifað jafn dýr- lega stund. Sarasate var oft nefnöur konungur fiðl aranna og hefir eflaust átt þann titil skil- ið. Til dæmis um það, hve Englendingar voru hrifnir af honum er það, að nokkrir aðdáendur hans þar, gáfu honum fiðfu, sem kostaði 250 þusund krónur. Báðar þessar dýrmætu fiðlur hans eru geymdar í glerskáp í Sarasate safn:nu í Pamplona. Því að Pamplona-búar eru hreyknir af þessum borgara sínum. Hann hélt altaf trygð við fteðingarborg sína. og kom þang- að altaf öðru hvoru. Var þá jafnan mikio u,m. dýrðir. Þegar borgarbúar vissu að hans var von, fór múgur manns á móti honum. Þegar mannfjöldinn mxtti honum, v'oru hestarndr leystir frá vagninum, en fólkið skiftist síðan á um að draga hann til borgarinnar og um borgina. Og þegar komið var að gistihúsinu, þar sem; Sara- sate var vanur að búa, var hann borinn á gullstól úr vagninum. Sarasate var oiðinn auðugur maður, þegar hann lézt. Hann arfleiddi fátæka

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.