Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1938, Qupperneq 15

Heimilisblaðið - 01.01.1938, Qupperneq 15
HEIMI Lil S BLAÐIÐ 13 voldug- grein sig úit í loftið eins og ógnandi handleg'gur. Það var enginn efi á því, hvað þeir ætl uðu að gera. Þeir ætluðu að hengja hann á þessa grein. Hann sá, að þejr voru nú þegar húnir að sveifla. nokkrum snörum utan um1 greinina, og hundrað hendur voru reiðubúnar að kippa. í reipið, sem átti að hengja Skuggann í. A þessu augnabliki flugu hugsanir hans til Sylviu, sem hann vissi, að var að berjast áfram ásamt Captain til að sækja sannan- ir fyrir sakle.vsi hans. Ef hún vissi hvað hér var að gerast? I hjnni vonlausu örvæntingu var hann forlögunum þakiklátur fyrir, að hún var ekki viðstödd. Hann vissi líka, að ein á- stæðan fyrir því, að þeir vildu flýta sér að hengja hann, var s,ú, að þeir vildu vera búnir að því áður en Sylvia kæmi til baka. Og hún myndi koma með sannanir fyrir því, að þeir höfðu hengt saklausan mann! Þegar hann leit yfir þessi járnhörðu and- lit, kom hann auga á Skugganm. Hann stxið eiinn sér og strauk hökuna og — brosti. Tom leit til jarðar. Hvílíkur djöfull var þessi maður, sem stóð þarna og lagði hendina á öxlina á Chuck Parker, úr fleiri hundruð mianna hafði hann valið Chuck Parker, og sýnt honum alúð, og verið vingjarnleg.ur við hann í viðmóti. Þetta var gleggsta sönnun- in fyrir því að æfi Chucks Parkerg myndi brátt vera lokjð, og þá myndi Skugginn hafa fulinægt þeirri hefnd, sem hann hafði svarið þeim þremur. Garnli sheriffinn tók til máls: »FéIagar«, sagði hann. »Ef ykkur finst ég hafa leyst þetta verk sæmilega, af hendi, þá vil ég spyrja, ykkur alla, hvort þið viljið veita mér þá ésk, að bíða með að hengja þenna unga mann, þangað til að þeim tveini dögum liðnum, sem við höfum lofað ungfrú Rann«. Heiftug mótmæli frá öllum var svarið. »Er það ekki kvenmanni, sem við höfum gefið þetta, loforð?« spurði sheriffinn byrst ur. »Og hvað haldið þið að fólk mundi yf- irleitt segja, þegar það frétiti að við frá námubænum Carlton og Curtain höfum svikið það loforð, er við gáfum- ungri stúlku?« Þetta var syo öflug röksemd, að hún hlaut jaínvel að hafa- áhrif á þá, sem á- kafastir yoru að ljúka þessu af. Jafnvel Joe Shriner sheriff kærðj sig ekki um að verða minst, sem Ixess manns, sem gerðist málsvari þeirra svika, gagnvart konu. Það var aðeins einn maður í öllum hópnun:, sem var nægilega samviskulaus til að æsa og skerpa, hefndarandann. Þessi maður gekk nú fram, og allra augu beind- ust að hinu gulgráa andliti Jim Cochranes. Hann hafði. mist konuna, sem hann elskaði. Hann hafði mist vopnin, semi höfðu verið hans öruggu áhöld, hann hafði mist, sinn ómetanlega hest — hann hafði mist alt í viðureign sinni við Tcm: Converce. Það eina, sem hann átti eftir fyrir þessar fórn- ir var það, að hann gæti ráðið niðurlögúm þess manns, er hafði. verið hon.um, svo dýr óv.inur. Og Skugginn hafði tekið þá á- kvörðun að hvað svo sem, það kostaði hann, þá sk.vldi Tom Comverse gjalda það með lífi sínu. »Félagar, ég hef enga löngun til að koma með mótmiæli í þessu máli. Eg vil aðeins s,pyrja um eitt: Hvar eigum við að hafa hann þessa tvo daga? Ég á við, hvaða stað- ur er nægilega öruggur, nema gálginn þarna?« Hann benti á tréð, þar sem kað allinn dinglaði í, »Látið mig taka hann«, sagði Joe Shrin ' er, »ég hef klefa, sem hann skal ekki sleppa út úr«. »Hefur þú? Hve vel dugði klefinn síðast? Gekk hann ekki inn í ha,nn og út aftur eins og það væri vindlabúð?« Við þessari athugasemd ga,t Jce Shríner ekkert sagt. Nú létu nokkrir eldri menn í hópnum álit sitt í ljósi. »Algie«, .sögðu þeir við gamla sheriffann,

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.