Heimilisblaðið - 01.01.1938, Síða 20
18
HEIMILISBLAÐIÐ
allskonar bull er prentað á þessum síðustu
og verstu tímum, þá finst mér, að þér muni
vera óhætt að láta prenta þit-tt Iíka«.
Þetta var nú í raun og veru sáralítil
uppörf.un fyrir mig- — ungan rithöfund-
inn -— og satt að segja var ég jafnnær.
Ég ásetti mér því að skjöta, máli mínu til
hæstaréttar, þ. e. a. s. að spyrja Gamla
um álit hans. Gamli var mifdu mannúðlegri
í sínum dómi. Hann sagði, að margt goti
væri í hanidritinu, jafnvel þótt auðséð væri,
að höfundurinn væri nokkuð galgopalegur;
það væri þó hægt að réttlæta það með því,
að ég skyldi láita prenta á titilblaðið, hve
gamall ég væri. Það væri þá líka ekki
hægt að búast, við eins miklu eins og ef ég
væri eldri; og ef rrenn svo keyptu bókina
þrátt fyrir þetta, þá mættu ménn sjálfum
sér um kenna. Garnli heimtaði það einung-
is, að fá að skrifa nokkurskonar forspjall.
vegna þess, að hans sjálfs væri svo víða
getið í ritinu. En þegar ég heyrði þetta
varð ég ákaflega hræddur — ég gat ,svo
sem giskað á, hvernig forspjallið myndi
verða. En ég- varð að hlýða Gamla, Nú er
forspjallið komið á sinn stað; og þegar
menn eru búnir að lesa það, cg lesa svo
bókina mína á eftir, veit ég fyri'r víst, að
menn undrast jafnmikdð eins og ef þeir
á eftir formálanum fyrir »Há,kon jarl«, sæi
prentað og læsi »Salómon og Jörundur
hattari«. Gamli hreyfir sína hörpustrengi,
eins og hann sé að leika sálmalag, en ég
ætla að grípa í mína strengi með glaðværð
og kátínu, eins og ég væri á dansleik.
Ef einhver býst við að finna djúp,sæjar
mannlýsmgar, heimssöguundur eða, máske
djöfulleg-ar hugsanir, þá grípa þeir í tómt.
hvað það snertir. Nei, þar er alt ofur eðli-
legt — eins og missýningamennirnir segja.
— Það var alt lakara, þegar Korpus, Júris
sagði, að bókin væri alveg efnislaus; en þá
sagöi gamli að það væri ekki að ’búast við
mjög viðburðaríku lífi á fátæku prestsetri
uppi í sveit og þetta fundust, mér gullvæg
orð. Og svo bætti hainn því viö, að á prest-
líka dagsatt, því að í bókinni minni er held
setrurn væri meira skrafað saman en hitt.
að menn léti til skarar skríða. Þetta var
ur ekki látið til skarar s'kríða — nei — en
það er masað mikið. Já, ég ætla mér að
seg-ja þannig frá, að orðin hoppi og skoppi,
eins, og bunandi lækur úr hárri hlíð — IæV;-
u,r, sem lendir síðan undir jarðbrúm, svo
menn heyra aðeins til hans e’nstaka sinn
um og enginn veit hvaðan hann kemur eða
hvert hann fer — heyra hann aðeins niða
og bulla. — Einmitt, þannig ætla ég að
segja frá. Og þótt einhver fari þá að draga
ýsur undir lestrinum — nú jæja —- lofum
honum þá að sofa — og dreyma.
En hver er þá þe,s,si, Gamli og þessi Kor-
pus Júris? Já — það er satt — ég hefi al-
veg gleymt að segja frá, því — en þeir eru
eldri bræður mínir. En auðvitað eru Jjeir
ekki skírðir Gaimli og Korpus Júris; en óg
nefni þá þannig vegna þess, að mér virðist
þessi nöfn hæfa þeim best. Við erum nefni-
lega þrír bræður; Gamli, Korpus Júris og
ég. — Ég, Nikolaj, er átján ára gamall,
eins og hver maður getur séð á tijtilblaðinvi,
o>g svo er ég guðfræðisstúdent, þ. e. a. s.
ég ætla mér að verða það; en í ár er ég að
eins byrjandi í guðfræðisnáminu. Eg er
mjög lundigóður og glaðlyndur — nú, ég sé
heldur enga ástæðu til þess, að ég fari að
kalla blessaðan heiminn táradal. Þar á móti
segir Korpus Júris, að ég haf,i næga ástæðu
til þess að nefna heiminn eymdaakur; og
það myndi ég líka sannarlega gera, eif ég
væri dálítið alvörugefnari en ég er; því að
þrátt fyrir þessi átján ár, sem ég ber á
baki, er ég enn þá reglulegt barn, og það
liggur við, að ég skammist mín fyrir það.
En Gamli segir, að ég hafi enga. ástæðu
til að kalla heiminn verri nöfnum en hann
á skilið, og að það sé í mörgu tilliti best að
vera barn sem lengst. Yfirleitt á Gamli
það hrós skilið, að hann er miklu mannúö
legri en Korpus Júris, og það sýndi hann
strax, þegar hann var að seg.ja álit sitt um
bókina mína.