Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1938, Side 31

Heimilisblaðið - 01.01.1938, Side 31
HEIMILISBLAÐIÐ 29 Samúel .sat við rúm hennar og' starði á hana, undrandi og óttasleginn. Upphaf- lega var hann fremur undrandi en eigin- lega kvíðinn. Undrandi yfir því, að svona óvænt atvik skyldi geta komið fyrir, sem yrði til þess að tefja starf hans við hina mikilvægu upp'fyndingu. Kajsa! Fríska og hrausta konan hans, sem aldrei hafði orð ið misdægurt, aldrei hafði kvartað, aldrei gert. honum neitt til ama.... En þegar fyrsti dagurinn var liðinn, varð undrunin að ótta, sem ágerðist er hann sat þarna og var að hlusta á hina einkenni- legu og ókunnuglegu og drafandi rödd, sem hann kannaðist ekki við, — það var eins og Kajsa talaði eitthvert annarlegt tungu- mál. »Kajsa«, kallaði hann örvita af angist, Kajsa, elsku Kajsa mín, þekkir þú mig ekki?« Hún hristi höfuðið, án þess að opna aug- un. »Nei«, sagði hún, »ég þekki þig ekki. En — við megum ekki tala hátt — við megum ekki trufla — hann Samúel. Sam úel — er maðurinn minn. Það má ekki trufla hann. Hann. er að vjnna. Hann er altaf að vinna. AltafJ Altaf! Þú mátt ekki trufla hann. Því að þá verður liann svo lengi, — þá verður svo langt þangað til hann er búinn og kemur til mín aftur. Hann er svo langt í burtu, — svo ákaf- lega langt í burtu, en hann heyrir samt til okkar. Það er svo langt, langt síðan hann fór frá mér, — hann kemur ef til vill aldrei aftur — aldrei — aldrei ...« Fyrst voru setningarnar stuttar og aund- urlausar, og það var eins og að hún ætti erfitt með að ná and&num. En svo fór hú>-- að tala hratt, eins og. hún væri að þylja utan að lærða þulu. Þá stóð Samúel upp og gekk út úr hei- berginu. Hann þoldi ekki að heyra meira. Og nú kom langt og erfitt tímabil, — hver klukkustumd yar sen: eilífð. Lækn- irinn kom, á hverjum morgni. Og þegar Samúel spurði hann, hvernig honum litist á líðan sjúklingsins, ypti hann öxlum og jafnan var sama vonleysis viðkvæðið: »Ég kem aftur í fyrramálið. Gerist, einhver breyting, þá látið mig vita um það strax«. Það var svo sárt, að hann skyldi altaf bæta vdð þessum orðum. Þessi óvissa var svo .skelfileg. Það var dauðaþögn í húsinu. Klukkurn- ar í vinnustofunni voru stanzaðar. Samúel gleymdi að draga þær upjx Hann þorði það ekki vegna Kajsu. Og á vinnuborðinu, und- ir glugganum, lá gamla, ryðgaða úrverkið, og umhverfis það stóðu allar litlu, útskornu líkneskjurnar, — allir litlu verkamenn irnir, aðgerðalausir, — fiskimaðurinn með netið sitt, sáðmaðurjnn með sáðpokann um öxl sér og útrétta hendina. Þeir biðu allir, tólf að tölu, þolinmóðir, að maðurinn blési í þá lífi og léti þá fara a.ð staría. En á hillunni, uppi yfir borðinu stóð kristsmynd- in. Lausnarinn horfði yfir lærisveinahóp- inn, hryggur í bragði og þjáður1. En inni í stofunni sat Sarnúel. Hann laut ofan að konunni og lagði eyrað að hjarta hennar, öðru hvoru. Og honum fanst hjartaslögin yerða æ þróttminni. Ef hjartað yrði nú hætt að slá, næst þeg- ar hann hlustaði? Ef það yrði hætt að slá . .. Guð minn góður, hvað átíti hann að gera. Með einu handtaki, gat hann kom- ið af stað aftur hjarta hverrar einustu klukku í vdnnustofunni, þó að það hætti að starfa um stund^ En hinu lifandi hjarta konunnar, hinu heita og ástríka hjarta, sem hmm átti þó einn, — því mynidi hann aldrei geta komið af stað aftur, ef það hætti að starfa. Þá bar svo við eina nóttina, að Samúel sofnaði út af, í stólnum þar sem hann sat, hjá rúmi konunnar. Hann var orðinn yfir- kominn af vökum og harmi. Hann dreymai þá einkennilegan draum. Hann dreymdd, að dyrnar voru opnaðar. Og þegar hann leit' við, sá hann fyrst eng- an. En þegar hann fór að gæta betur að, sá hann, að litla Kristsmyndin, sem stað-

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.