Heimilisblaðið - 01.01.1938, Side 33
HEIMILISBLAÐIÐ
31
innj við kveðju sína, á naorgnana. Og svo
kom að því, að hann fór að segja, um leið
og hann kvaddi: »Nú kem ég ekki fyr en
hinn daginn«.
Og loks varð Kajsa svo hress, að hún
gat farið að ganga um húsið. Það var mik-
ill gleðidagur, — og þau leiddust um stof-
urnar, hjónin.
En alt í einu nam hún staðar og lagoi
við hlustirnar, þegai’ þau komu að vinnu-
stofu-dyrunum.
»Samúel«, varð henni að oiði. »Hvað er
þetta? Hversvegna heyri ég ekkert í klukk
unum;?«
Hann brosti. »Eg stöðvaði þær allar, þeg-
ar þú varst sem vejkust, til þess að þær
trufluðu þig ekki«, sagði hann. »Og síðan
hefir legið svo vel á mér,'að ég hefi gleymt
að draga þær upp«.
Hún þagði, andartak. Síðan sagði hún
lágt og hikandi. »En — hvað er um —
hitt? Undraklukkuna?«
»Eg skal sýna þér, — kom þú með mér«,
sag'ði Samúel.
Hann opnar dyrnar og leiddi hana að
borðinu, þar sem brotin lágu enn, á við
og dreif, eins og hann hafði gengið frá
þeim, jiegar hann mölvaði gersemarnar.
»Samúel!« kallaði hún, cig var hvoru-
tveggja í senn, skelfd og glöð. »Samúel,
hvað hefir þú gert?«
»Eg hjó af mér hægri hendina, af. því
að hún hneykslaði mig«, sagði hann. »Og
af því að ég varö að hlýða þeim, sem krafð-
ist þess af mér. Hinujn sama, sem þú varðst
að hlýða, þegar hann sagði þér að setj,ast
upp í rúminu«.
Hún tylti sér á tá og vafði handleggjun-
um utan um háls honum. »Samúel«, hvísl-
aði hún, »ég er þá búin að heimta þig aft-
ur, — handa sjálfri mér?«
Hann kinkaði kolli.
»Já«, sagði hann, »og það um aldur og
æfi«.
Nýórs-hvöt.
Nú skal hér numið staðar,
nýtt þegar byrjar ár.
Tíminn œ hratt sér hraðar,
hrynji þó engin tár.
Ferð ný er fyrir hendi,
falin liún bíður vor,
hvernig og hvar liiin endi,
hvort í sól eða skor.
Framundan flóðið stríða,
framundan gœfa manns,
framundan boðar bíða,
brotsjór og Ránardans.
Ognir í stormi œgja,
ugg vekur liulda köld,
hafrót og boðar bœgja,
blindsker og myrkravöld.
Kallað er á oss alLa
allshugar sækja mót,
tröllum í faðm ei falla,
feikn nein ei hrœðast hót.
Öveður fullhug ögra,
ógni þó nokkra stund;
fyrn, sem í myrkri flögra,
fœla ei hetjulund.
Drottinn er öllu ofar,
í öllu sinn vottar mátt,
heilagri liðsemd lofar,
lýsir um dimma nátt.
Ut því í storma stríða!
Stefnum í Drottins átt!
Öveður eins og blíða
auðkenna Drottins hátt.
Áfram, þótt kyngið kalda
kreppi og nauðir manns!
Áfram og upp að halda!
Áfram í nafni Hans!
N. S. Th
Theodór Árnason þýddi lausl.