Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 5

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 5
Baðstofan og bœhurnar. hugmynd um hvar þetta er en við fylgjum forskriftinni og eftir langan akstur kom- um við loks í áfangastað, sem reyndist eins góður og lofað var. La Guardia stend- ur við orð sín. Laugardagurinn 17. júní rennur upp skýaður en hlýr. Klukkan tvö á at- höfnin að hefjast í íslenska skálanum, en við förum strax yfir á sýningarsvæðið því við erum boðin í miðdegisverð, sem Grover Whalen, forseti Heimssýningar- innar heldur til heiðurs Vilhjálmi Þór framkvæmdarstjóra íslensku sýningarinnar og Thor Thors formanni sýningarráðsins ásamt frúm þeirra og öðru stórmenni. En fyrir miðdegisverðinn eru þeir Vilhjálmur Þór og Thor Thors meðteknir á staðar ins torg af formönnum Heimssýningarinnar með hersýningu og hornablæstri við kurt og pí. Eftir hádegið er veislugestunum ekið til íslenska skálans, þar sem Leifur heppni heldur vörð við innganginn en Þorfinnur karlsefni við bakdyr. Þarna eru nú samankomnir um 200 Islendingar, ungir og gamlir, flestir úr New-York og ná- grenninu. Þetta fólk situr nú um skálann þveran, en fundarstjóri Vilhjálmur Þór, ræðumenn og virðingamenn sitja undir veggnum á móti þeim, undir hinu geysi- mikla korti, sem sýnir Island sem áfanga í leið mannkynsins milli hins gamla og nýja heims. Dagskráin hefst með því að hljómsveit leikur þjóðsöng Bandaríkjanna og

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.