Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 12
 144 HEIMILISBLAÐIÐ efni. Án hennar hefðu Norðmenn heldur ekki settfupp styttu sína af Ólafi Tryggva- syni með áletrun um, að hann hafi »sent Leif Eiríksson til Vínlands«, sem nú raunar*'er ekki samkvæmt orðum bókarinnar nema aðfnokkru leyti. Með öðrum orðum: Flateyjarbók er ekki aðeins hornsteinn íslensku sýningarinnar heldur einnig a. n. 1. hinnar norsku, og ef vér Islendingar (og frændur'vorir Norðmenn) höfum nokkuð upp úr þessari sýningu okkar, þá eigum^ vér það 'ekki að litlu leyti að þakka þessari æruvcrðu og fallegu bók, sem samanskrifuð var af tveim klerkum fyrir íslenskan höfðingja á síðari hluta 14. aldar. Eiginlega hefði átt að láta hana liggja opna í kassa undir kortvegnum með siglingaleið Leifs og gefa í skyn að án hennar værijekkert kort á veggnum! Þetta mun líka hafa verið gert, þótt kassinn hafi 'verið fluttur burt meðan á íslendingadeginum stóð. En auk þess var henni valið heiðurssæti í baðstofunni og opnuð þar á upphafi Grænlendingaþáttar, Flateyjarbók er eitt af stærstu og fallegustu íslenskum handritum. Sœmund- ar-edda er ein af þeim minni, og er handritið ekki mikið^fyrir sér á neinn veg hvorki að litskrúði né leturgerð, þótt það sé hreinlega og læsilega skrifað. Þó er handritið tvímælalaust frægasta bók, sem á Islandi hefur verið skrifuð, og sú bók íslensk sem mest áhrif^hefur haft á heimsbókmentirnar. Er ástæðan til þess sú, að í fornkvæðum hennar hafa allar germanskar þjóðir fundið andblæ frá sínum eigin uppruna, og margar þeirra þykjast jafnvel hafa fundið þar leifar kvæða, sem upprunalega hafi ort verið í þeirra eigin löndum. Það eitt stendur fast, að þessi litla bók er rituð á bókfellið einhverntíma nálægt miðju eða fyrir miðja 13. öld á íslandi. Hvergi er að finna neinar upplýs- ingar um höfunda eða heimilisfang kvæðanna"nema eitt:"] Atlamál*en grœnlensku. Þannig geymir bókin hið eina Eddu-kvæði sem menn vita til að ort hafi verið í Vesturálfu jarðar! En annarsgtogast öll germönsk lönd á um kvæðin. Allir fræði- menn eru á einu máli um það, að yngstu hetjukvæðin"og sum af hinum yngri goðakvæðum sé ort á íslandi. Aðrir, eins og Islendingurinn Guðbrandur Vigfússon og Norðmaðurinn Sophus Bugge, töldu kvæðin flest ort fyrir vestan haf í nýlend- um Norðmanna á Bretlandseyjum. En aðrirjf eins og Finnur Jónsson töldu þau mestmegnis norsk. Sænskir fræðimenn hafa fundið líkur til þess að sum kvæðin, hetjukvæðin og jafnvel Völuspá ættu rætur sínar að^rekja til Svíþjóðar. Þá hefur flestum3 fræðimönnuml komiðJ'saman|]nm það*að|Helgakviðurnar væri"danskar að stofni, og enginn hefur ,,'efast um suðrænan (þýskan) uppruna kvæðabálksins um Sigurð Fáfnisbana, Brynhildi og Guðrúnu Gjúkadóttur. Loks kemur mönnum saman"um að*?efnið í Hamðis málum sé af gotneskum uppruna, sagnir um hinn volduga Jörmunrekk konung. Hvað efni snertir er þetta*ómótmælanlegt,^en hitt er erfitt vafa-atriði hvernig sagnir eða kvæði hafi sunnan^borist til Norðurlanda og hvar kvæðin í sinni núverandi mynd sé ort. En alþýða manna lætur sig þetta engu skifta. Þjóðverjum, Dönum, Svíum, Norðmönnum og íslendingum er það öll- um nóg, að finna í bókinni meira og minna,"sem þeir geta kallað sitt, og sem þeir finna hvergi annarsstaðar. Eftir að hafa geynist í íslenskum fórum svoöldum skiftir,'hefur þessi litla bók vakið meiri athygli fræðimanna og skálda, og haft víðtækari áhrif á nútíðar- bókmentir en nokkur önnur íslensk bók. Á öldinni sem leið fóru tvö stórskáld í efnisliet til hennar og Vöhungasögu, sem gerð er eftir hetjukvæðunum í Eddu. Þetta voru skádin William Morris Englandi sem orti Sigurd the Volsung, stór-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.