Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 25

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 25
HEIMILISBLAÐID 157 Jóladagar á Hnetubúsprestssetri Eftir NiKolaj 18 ára (Próf. HcnriK Sliarling) Þegár við komum heim, fórum við inn í lestrarstofu prestsins með fátækra- reikni,ngana og sátum þar, það sem eftir var fyrripartsins og nokkurn hluta seinni partsíns líka. I fyrstu leiddist mcr þetta starf, en eftir því sem ég vann lengur, sætti ég mig betur við það; það dreifði hugsunum mínum frá þessu ei,na.; og áður en ég v'ssi af, var komið myrkur. Ég fór yfir í dagstofuna. Þar sátu þær Emma og Andrea Margrct og voru að bínda borðalykkjur, sem nota átti við dans- inn um kvöldið. Ég ætlaði að setjast hjá. þeim, e.n þá stóðu þær báðar upp. »Hvers vegna farið þið í burtu, þegar ég kem inn?« spurði ég. »Nú — ætlist þér til að við dönsum í þessum fötum?« spurði Andrea Margrét aftur á móti. »Nei, en það er víst nægur tími til stef nu — klukkan er tæplega orðin hálffjögur«. »Og gestirnir eiga að koma klukkan fbnm, svo þér sjáið, að okkur er ekki til setu boðið«. »Hvað er þetta? Klukkan fimm; og svo megum við dansa til klukkan fimm í fyrra- málið — dansa í tólf klukkutíma, — það er dæmalaust!« »Ne.i, því er nú ekki alveg þannig varið. Klukkan á mínútunni tólf hættir daiísjnn og hver heldur heim til sín«. »Klukkan tólf! Nú hefi ég aldrei heyrt annað eins! Þá erum við nú vanir að byrja dansinn í Kaupmannahöfn; en þá á hann eins hvað stríðið áhrærir, heldur, að því loknu, einnig við þjóðernislega endurreisn og á stjórnmálasviðinu. Slíkar eru afleið- ingar og þýðing hinna miklu fólksflutninga í Kína nú — ekki aðeins fyrir þá þjóö sjálfa, heldur og fyrir allan heiminn. »Lögberg«. að hætta, hérna. Þetta kalla ég nú að snúa hlutunum við«. »Og ég skal .segja yður, að cg varð að berjast eins og ljón, til þess aö fá að halda svona Iengi. áfram. Pabbi vildi endilega, að við hættum klukkan tíu«. »Það er 6mögulegt«. »Jú, það er eins og cg sagöi yður. Hann sagðist ekki vilja. heyra nefnt nokkurt næt- urgöltur; og ef við ætluðumst til að fá aó dansa, þá yrðum við að sætta okkur vio, að hætta á hæfilegum tíma. Loks;ns lét hann þó undan, þegar ég sagði honum, aö það væri, þá bezt að hætta við allt saman. því að ef dansinn mætti ekki standa leng- ur en til klukkan tíu, þá yrðum við til spotts og hláturs fyrir öllum, sem um það fengi að heyra«. Þegar ég var búinn að fá vitneskju um. að gestirnir kæmu klukkan fimm, ákvao ég, að fara að tygja mig til. Það myndi taka ærinn tíma, því að nú ætlaði ég að vanda mig. Snöggvast datt mér í hug, að fara að raka mig, en hætti þó víð það aft- ur, því að ég hafði aldrei gert það áður, og ég var hræddur um, að ég kynni að skera mig, en ég myndi lítið fríkka við það. En. aftur lagði ég nú mesta áherzlu á hárið. Það er af og frá, að gömlu Spart- verjarnir hafi vandað eins mikið sína hár- greiðslu, á undan orustunni við Þermopyle, eins og ég vanclaði nú mína hárgreiðslu. Ég ætlaði líka að hefja orustu — og ég vonaði, með betri árangri en Spartverjarn- ir. Næst á eftir hárinu, kom hvíta háls- bindið. Og ég lagði mikla áherzlu á, að það færi prýðilega. Því miður hafði ég ekki haft með mér nema þrjú bindi, og ég var búinn að nota þau öli. I mestum vanda var ég ,með kjólinn minn. Hann hafði allur krympast í koffortinu mínu. Ég skvetti a hann vatni og teygði hann og togaði á all- ar lundir. en þó náði ég ekki nærri þvj

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.