Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 14

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 14
146 HEIMILISBLAÐIÐ ið sem við stúdentar átum í okkar eigin húsakynnum á Mensa academica nú fyrir rúmum fimtán, sextán árum a. m. k. Og ekki aðeins vegna þess, heldur líka vegna hins að eg sé í hendi minni að á þessu sviði eiga Islendingar að geta aflað sér góðs og fremur fljóttekins markaðar um Ameríkn þvera og endilanga, eða að m. k. í stórborgunum, Því framleiðsla Svía og Norðmanna á þessum sviðum er þekt hér og vel metin, virðist því engin ástæða til þess að samskonar íslensk vara selj- ist ekki, ef hún annars er samkeppnisfœr. Mér er meir en lítil forvitni á að smakka þessa spánnýju íslands síld, eg fer því til upplýsingar-stúlkunnar og fæ að vita hver hefur umboðssölu á henni. Og nú þegar eg skrifa þetta hef eg fengið slatta af síldinní og get borið um að mér þótti hún góður matur. Óska eg hinu unga fyrirtæki allra heilla og happa. En ef eg mætti biðja þá einhvers fyrir sjálfan mig, þá væri það flakaður reyktur rauðmagi í olíu. Fg veit ekki hvort nokkrir fram- leiða þá vöru, en þunnu laxflökurnar sem Japanir selja mikið af hér í Ameríku minna mig dálítið á rauðmagann. Upplýsingar um fiskinn fann eg á síðustu síðu smáritsins lceland, sem af- greiðslustúlkurnar í íslendingaskálanum gefa hverjum sem hafa vill. Er það snot- urt kver með fallegum myndum af Geysi, Þorfinni karlsefni, Reykjavík, Mývatni, Laugarvatni o. fl. Eru þar í stuttar og laggóðar*) upplýsingar um land og þjóð, og auk þess auglýsingar frá ýmsum merkum fyrirtækjum og verslunum á Islandi. Er lítill vafi á því að kver þetta fái meiri útbreiðslu en flest önnur rit, sem um Is- land hafa verið skráð; því aðsóknin að skálanum mun skifta hundruðum þúsunda ef ekki miljónum áður en lýkur. Eru allir fúsir að fá sér kverið, þótt fæstir vilji leggja meir í kostnað, nema helst frímerkjasafnarar, sem altaf kaupa meira og minna af frímerkjum. Það er mjög ánægjulegt að renna huganum í anda til íslensku sýningarinn- ar og íslensku hátíðahaldanna 17. júní. Maður gleðst ekki aðeins yfir því hve mynd- arlega hefur tekist að auglýsa landið og þjóðina, hve margt fallegt er að sjá á sýn- ingarskálanum. Miklu fremur gleðst maður yfir þeirri atorku og þeirri djörfu framsóknar-þrá, sem liggur bak við sýninguna og sem er einkenni Islendinga nútímans. Mér er að vísu vel kunnugt um það, að ekki er alt sem sýnist á sýningu þessari; eg skal rétt aðeins minna á hinn innantóma skrokk þjóðleikhússins, sem hér sést aðeins að utan. Mér dylst ekki, að margt fer meir en aflaga í voru góða landi, Islandi. Og þegar mér hefur orðið hugsað til skuldabyrði landsins og til- rauna landsmanna til að draga sig upp úr því feni, hefur mér oftar en einu sinni hvarflað í hug Munchausen gamli, sem dró sjálfan sig ásamt hesti og her- klæðum upp úr dýi á sínu eigin hári! En síst ferst mér, sem stend utan leiksins að lá þeim sem stríða í ströngu. Og á hinn bóginn er það ótvíræður sögulegur sannleikur, að ytri aðstæður, heimspólitík og óhagstæð utanríkisverslun hefur skap- að mikið af örðugleikum vorum, þótt margt því miður, sé sjálfskaparvíti. En — þrátt fyrir alt brask og braml eru Islendingar framsóknarmenn. Sjálf- stæðistrúin hefur beint þeim hátt, svo hátt að til mannrauna horfir. Þessar mann- *) l'ví miður hefur þjóðernisístin á tveim stöðum hlaupið með heiðraða höfunda í gönur, sem þeir mega illa Iryfn sér, ef þeir vilja sitja að Leifi heppna lem íslendingi. Fyrst telja þeir Eirík rauða íslenakan, en hann var fasddnr i Noregi. Þar næst telja þeir að hvorki Hamlet né Nieblungenlied hefðu orðið til án íilendinga, en þetta »proud statement* er rangt, þó góðir menn sé fyrir bornir.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.