Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 20

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 20
152 HEIMILISBLAÐIÐ NVERJAR Af> FJALLABAKI Chictng Kai Shek-hjðnin. Eftir því sem Jápanir sækja meira og víðar á, í innrás sinni i Kína, eyðileggja fleiri, stórborgir og loka höfnum með her- skipaflota sínum á allri austurströnd lands- ins, þeim mun lengra fara Kínverjar á undanhaldi sínu vestur á bóginn, yfir fjöll og firnindi, og hafa þar þannig á síðustu tveimur árum stórkostlegri, fólksflutningar átt sér stað, en ef til vill nokkru sinni fyrr í sögu heimsins. Hundruð þúsunda eða öllu Stœrð Kína (18 fylki) er 3.704000 ferkm. Fólksfjöldi er um 450.000.000. Kortið sýnir hvernig tbúarnir skiftust á héruðin fyrir stríðið. Hver maður táknar fimm millj. íbúa og hálfur maður táknar tvcer og hálfa millj. heldur milljónir manna flæmast þannig burtu frá fornum stöðvum sínum og atofna til nýs landnáms vestan f jalla og búa þar um sig, ákveðnir í því að verjast ágangi, Japana og yfirráðum, hvað sem tautar, og sannfærðir um, að þeir muni að lokum geta rekið óvinina af höndum sér, enda segir kinverskur prófessor og stjórnmála- maður, sem um þessar mundir er á ferð í Kanada og Bandaríkjunum, að þeir hafi aldrei, síðan stríðið byrjaði, staðið betur að vígi en nú, að þeir hafi eina milljón manna undir vopnum og margar þúsundir annara, er til megi grípa þegar við þurfi. Eins og kunnugt er, hefir hið afar-víð- lenda, og fólksmarga Kínaveldi verið háð voldugum flokksfor- ingjum og yfirgangs- seggjum, sem farið hafa um hin ýmsu fylki landsins með fylgifigkum sínum og ruplað og rænt eins og foi naldar-víkingar — á síðari árum i anda kommúnista, að

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.