Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 13

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 13
HEIMILISBLAÐIÐ 145 fenglegt hetjukvæði,™út af sögnum hennar, og þýska skáldið Richard Wagner, sem notaði kvæðin sem efni í hinn fræga þríleik Der Nibelungen Ring. Það hefur verið heldur hljótt um Eddu-kvæðin í flokki fræðimanna undan- farin ár*). Eri ef spá májnokkru, þá er það spá mín að áhuginn á Eddu-kvæðun- um eigi sér langa framtíð fyrir höndum. Af öðrum bindunum í safni Ejnars Munks- gaard, sem j þarna eru, skal aðeins jtninnst á hina merku safnsbók Halldórs Her- mannssonar af skrautrituðum (lýstum) stöfum og myndum úr íslenskum handritum; (Icelandic illuminated manucripts of the middle ages, Corpus Codicum Islandorum medii Œvi VII.). Er iþetta rit aðalheimild að skrautlist hinna gömlu skrifara, og prýða sýnishorn úr henni veggina upp yfir sýningarkössunum með bókunum, Margt ^er^fállegra gripa og merkilegra á sýningunni, sem vert væri að minn- ast að nokkiu,'' en" eg 'verð að ganga fram bjá þeim að mestu vegna þess að eg skrifa'þetta ekki á sjálfum staðnum með gripina við hendina. Þó get eg ekki stilt mig^um, að minnast á'fallega hornspæni eftir Ríkarð Jónsson með höfðaletri. Eg gat ekki fundið neitt að^þeim nema verðið, sem var of hátt í samanburði við verð á gripum annara þjóða. Af öðrum gripum eftir Ríkarð tók eg eftir fallegu drykkj- arhorni uppi á lofti, völundarsmíð. Uppi á lofti bar líka mikið á leirkerum Guð- mundar Einarssonar, sem vera mun hið eina leirskáld, er landinu er sómi að. Auk leirkeranna hefur hann mótað aðra gripi úr leir, sá eg fallegan fálka af honum gerðan inni á skrifstofu sýningarvarðanna. Meðal höggmyndanna, sem settar eru uppi á loft sá eg gamla kunningja: eftirmyndina "af Sæmundi á selnum eftir Ásmund Sveinsson og Ingólfsstyttuna eftir Einar Jónsson. Auk þess var þar ef eg man rétt nýrri mynd eftir hann: Glíman. Af hannyrðum er einkum vert að minnast á ljómandi fallega útsaumsmynd af íslenskri*baðstofu. Nokkuð var á sýningunni af íslenskum raálverkum, en ekki hef eg vit á að meta þau að verðleikum, enda hafa þau ekki fest í minni mér, og það hygg eg að mörg merkari verk hafi heima setið, enda sagði Jón Þorleifsson mér, að valið hefði meir farið eftir því hvað til var, en hinu hve merkar myndirnar voru. Ann- ars væri skemtilegt, \ef jlslendingar kæmu því til leiðar að senda hingað farand- sýningu'Já málverkum^sínum og þaðjekki eingöngu þeim, sem gerð eru fyrir listina eina, heldur líka þeim, sem gerð eru™af£ást á efninu: svo menn geti kynst hinni einkennilegu íslensku náttúru^í túlkun hinna bestu málara. Þótt freistandi væri að dvelja eitthvað við fallegar hannyrðir og prýðilega gripi úr gulli og silfri upp á loftinu, þá skal það ekki gert, heldur farið ofan af lofti og staðnæmst á miðju gólfi sýningarskálans. Þar er borð eitt lítið eða hirsla, og á hana raðað dósum með íslensku fiskmeti: síld í ýmsum gerðum í mis-stórum dósum, síld íjolíu, reykt síld, fiskibollur, sjó-lax í olíu, — en hver þremillinn er þessi sjó-lax? Hans hef eg aldrei heyrt getið fyr. Á einhverri dós sé eg að hann er litaður rauður, þá man eg, að mér hefur verið sagt, að Islendingar veiði upsa, liti hann rauðan og selji sem lax í Þýskalandi. Kannske er þetta ráðning gátunnar. En hvað sem um það er, þá er þetta sá hluti sýningarinnar, þótt lítið fari fyrir honum, sem mér þykir mjög girnilegur til fróðleiks, því eg hef verið mikill síld- ar mats maður, síðan Ólafía Hákonardóttir gaf okkur síld og kartöflur, fyrsta kvöld- *) Jan de Vries merkur Hollenskur frasðimaður hefur nýlega gefið út mjög merka og fallega þýð- ingu á JvMu,

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.