Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Blaðsíða 30
162 HEIMILISBLAÐIÐ Kristur og mannleg þjáning. Mennirni.r ámæla Guði fyrir það, að hann hefir skapað veröld, þar sem mætt getur synd og þjáning. En jafnframt því að vér hugleiðum, hversu það þjáir oss að lifa og starfa í slíkum heimi, skulum vér ekki gleyma því, hvað það þjáir Giið, og hefir þjáð hofnn. Ef Guð hefði skapað veröld, þar sem engir niöguleikar voru fyri.r synd og þjáningu, þá hefðu mennirnir ekki ver- ið valfrjálsar verur, með hæfileika til að kjósa og hafna. Vér hefðum orðið leikbrúð- ur en ekki, persónulegar verur, vélar en ekki manneskjur. Þess vegna valdi Guð hina stórkostlegu áhættu, að skapa siðferði- legar verur, með möguleika til ills og góðs. Og kærleikanum var ekki annað ætlandi. Mannlegir foreldrar leiða börn inn í heim- inn, enda þó þa;u eigi það á hættu, að börn- in villist í veröldinni og leiði sorg og þján- ing yfir hjórtu þeirra, jafnvel sprengi þan. En engu að síður: foreldrarnir taka á sig þessa áhættu. Astin getur ekki annað. Þannig hefir Guð tekið á sig áhættuna ad skapa veröldina, til þess, á sama augna- bliki, skyldi hjarta hans springa. Um þetta er kross Krists hið talandi vitni. Við sköp- unina, tók Guð á sig áhættuna, og á kross- inum viðurkenndi, hann það og tók á sig ábyrgðina. Hann vildi taka á sig 'fali mannsættarinnar. Sköpunin átti að verða að endursköpun. Á bak við sársauka og þjánirig mannlífsins slær voldugt og kær- leiksríkt hjarta. (Or bók Stanley Jones: Kristur og mann- leg þjáning). Uppeldi barna. Hreinskilm. Ef börnum verður eitthvað á, eru þau oft hrædd og hikandi við að ;segja sannleikann (sbr. söguna um öxina hans Georgs litla Washington og perutré föður hans). Foreldrar og fræðarar verða um fram allt að stappa stálinu í börnin •að vera hreinskilin, og börnunum verður •að skiljast það, að þei.r, sem eru að ala þau upp, vilja þeim eingóngu það bezta. Menn verða ætíð að krefjast þess að börn- in viðurkenni sérhverja yfirsjón og skilji í hverju hún liggur — en láta þau ekki komast upp með að fegra hana. með ósönn- um eða hálfum afsökunum (eins og Eva gerði með eplið). Og þegar börnin haf a vió- urkennt og skilið yfirsjónina, fljótræðið, vanmáttinn o. á frv., ber að sýna þeim mildi, samúð og skilning og væga refsingu. Smátt og smátt má svo t-aka þéttara í - taumana. En það má heldur ekki kref jast meira af börnum, en efni standa til, að öðrum kosti verður afléiðingin sú, að börn- in leita uppi alla hugsanlega felustaði og fíkjuviðarblöð, til þess að skýla sér fyrir ósanngirni og hörku, og á þann hátt hafa næsta mörg börn verið flæmd inn á hin- ar villugjörnu krókaleiðir lyginnar og óhreinskilninnar. Taktu barnið í faðm þér (eins og faðir litlá. Georgs og í'aðir glataða sonarins, og vinur ræningjans á krossinum) þegar það játar hreinskilnislega yfirsjón sína. — Gleymdu yfirsjónum þess, þegar það fer að þrá siðferðilega lífsvenjubreytingu, og hjálpaðu. því ti.l að verða gott barn, hrein- skilið og göfugt. Stirð í hnjánum. Eiginkona manns nokkurs, sem bjó í nánd við Stokkhólm, heyrði hann eitt sinn vera, að tala um það, að allt sem þau ættu, yrði nú að selja á nauðungauppboði, af því að hann hefði gengið í ábyrgð fyrir allstórri fjárupphæð fyrir einn kunningja sinn, án hennar vitundar. Konan varð svo ofsareið, er hún heyrði þetta, að hún yfirgaf mann sinn og heim- ili og rauk af stað til Stokkhólms. Fyrir handleiðslu Drottins kom hún um kvöldið þangað1, sem verið var að halda samkomu til styrktar og gleði fátæku fólki. Var hún þá bæði orðin sárhungruð og að fram komin af þreytu. Henni var tekio þarna með kostum og kynjum, og þegar

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.