Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.08.1939, Qupperneq 15

Heimilisblaðið - 01.08.1939, Qupperneq 15
HEIMILISBLAÐIÐ 147 Hringur drottningarinnar af Saba Skáldsaga eftir H. Rider Haggard 2. kapítuli. Ráð Kviks undirforingja. Skyndilega heyrðist ógurlegur gaura- gangur úti fyrir. Götuhurðinni var hrundio upp og skelt aftur; vagn ók af stað með flughraöa; lögreglumaður þeytti lúður, og þungt fótatak heyrðist. Pví næat var kvatt til stefnu í »konungsins nafni«. Óðara var kallinu svarað: »Já, og í nafni, drottning- arinnar og alls hins konunglega húss! Og viljirðu endilega fá ráðningu, þá komdu, ræfils féflettarinn þi.nn með kjöthúfuna og ístrumagann«. Síðan varð hávaði, sem engin orð fá lýst, eins og digrir drumbar og menn yltu nið- ur þrepin með skelfingarópi, og reiðigóli. »Hver þremillinn er nú þetta?« spurði Higga. »Ég heyri ekki betur en að þetta sé róm- urinn hans Samúels, ég á við hans Kviks undirforingja«, svaraði, Orme höfuðsmað- ur, auðsjáanlega smeykur. »Hvaða erindi getur hann átt? Ó, nú veit ég það. Það er eitthvað viðkomandi þessum viðbjóðslega smurlingi, sem þú tókst upp í dag og baðst hann að koma hingað að loknum miðdegi,s- verði«. I þeim sömu svifum var hurðinni hrund- ið upp og hár rumur með hermannssvip staulaðist inn. Á örmum sér bar hann lík blæjum vafið og lagði það á borði.ð mitt á meðal glasanna. »Ég er hryggur til sálarbotns, höfuðs- maður«, sagði hann og veik sér að Orme, »en ég hefi orðið fyrir því tjóni að missa höfuðið af hinum framliðna. Ég hygg þao liggl neðst. í þrepunum hjá lögreglunni. Ég hafði sem sé ekkert annað til að verja mig með, er svo óvænt var á mig ráðist. En ég tók líkið jafnt fyrir því. Ég hélt að þaö myndi standast. áhlaupið; en höfuðið hrökk af, því miður, og nú er það í haldi hjá lög- reglunni«. Rétt í því er Kvik hafði haldið ræðu þessa, hrökk hurðin aftur upp og tveir lögregluþjónar komu fram með fáti miklu og hárið reis á höfðum þeiyra í allar áttir. Annar þeirra hélt á smurlipgshöfði, svo langt frá sér sem hann gat og tæpti aö eins yzt 1 löngu gráu hærurnar á því. »Má ég spyrja: hvað meinið þér með því, að brjótast inn í stofur mínar á þenna hátt?« spurði Higgs í bræði,. »Hvar er um- boð yðar?« »Þarna!« sagði annar lögregluþjónninn og benti á það, sem var línvoðinni á borð- inu. »Og hérna!« sagði hinn og hélt á lofti hinu, ógurlega höfði smurlipgsins. »Það er skylda vor að krefjast skýringar af manni þeim, sem flytur lík á laun um göturnar og ræðst þar að auki á oss með því sama líki«. Og fyrir árás þessa, tek ég hann fast- an, áður en rannsókn á líkinu er lokið. Jæja, herra landstjóri«, sag'ði hann og sneri. sér að Kvik, »viljið þér fara með oss með spekt; annars erum vér neyddir til að beita valdi«. Undirforinginn virtist vera. orðinn orð- inn orðlaus af tómri reiði, og réðst nú á raunir verða ekki leystar öðruvísi en með vaxandi viti, aukinni tækni á öllum sviðum hins flókna lífs nútímans. En þær verða heldur ekki ieystar, nema íslend- ingar sameini hetjuskap fornaldarinnar við seiglu miðaldanna. Frá því sjónarmiði er íslenska sýningin á grundvelli Flateyjar-bókar merkilegt tákn og góðs viti. Eg get ekki óskað íslendingum neins betra en að þeir leysi vandkvæði sín heimafyrir eins rösklega og þeir hafa leyst þau á Heimssýningunni.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.