Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Side 2

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Side 2
170 HEIMILISBLAÐIÐ Skuggsjá. Árið 1899 fundust beinagrindur af Dicod u- c o s. a u r u s, frumtíma-ugl.u, 1 ca 2200 m. húum fjöllum í Utha-rlkinu. Menn héldu, að fundur þessi vœri tilviljun ein, en þegar fannst, tiu ár- um síðar, á sama stað, beinagrind af 30 m. langri Apaitosaurus, var hafin skipulegur grcftur, sem baa- mikinn árangur — kirkjugarður frum- tíma-uglanna var fundinn! Fram að þessu hafa fundist 400 tonn af beinum, sem eru af rúmlega 300 teg. frumtlmadýra, allt frá risauglum til kanina, sem voru á stærð við rottur nútímans. 1 Evrópu liggur Svissland hæst yfir sjávarflöt, þar næst Spánn og Portúgal, en á eftir þeim Balkanlöndin, Austurriki, italía^ Noregur og Sví- þjóð. Því næst Frakkland, Island, England, Pýzka- land, Rússland og Belgía. Lægst liggja Holland og Danmörk. Skýrslur sýna, að næstum helmingur þess gulls, sem hefir verið unnið síðastliðin 500 ár, hefir glatast. Verðmæti þess eru talin vera; um. 45 milljarðar króna, og þá vaknar spurningin um það, hvernig slíkt geti átt sér stað. Iðnaður og list gleypir gull, en þó litið; þegar gullstengur eru sendar glatast nokkuð af gulli á þann hátt, að utan úr liinum dýrmæta málmi mylst fínt ryk, en það er þó lítið. Aftur á móti safna nirfl- ar miklu gulli, sem glatast að þeim látnum, og mörgum fyigir það I gröfina annað hvort s.em hringir og aðrir skrautmunir eða sem tannfyll- ing. Á þennan hátt eru grafnar í Bandarikjunum einum rúmar 10 milljónir króna árlega. Olían, sem unnin er úr Spermacethvalnum, heffr svo fegrandi áhrif á h,úðina, að sjómenn- irnir, sem vinna á hvalvinnslu.skipunum hafa snjó- hvítar hendur — sem er mjög sjaldan hægt að segja um »harða og brúna hnefa« sjómannsins. »Talandi« bréf-sjálfsali er til mikilla þæginda fyrir þá, sem latir eru að skrifa bréf. Sjálfsölum þessum er komið fyrir viða á póststofum í Pýzka- landi og Hollandi. Peningur er lagður i sjálfsal- ann og talað. í hljóðnema. Að nokkrum minútum liðnum fellur niður grammófónplata í snyrtileg- um umbúðum, tilbúin sem venjulegt frímerkt bréf. Grammófónplötuna getur móttakandi leikið á hvaða grammófón sem er. Þegar Stalin ferðast í eimreið ekur kona, aö nafni Sinad.da Troizkaia, eimreið hans. Hann ber meirai traust til hennar en nokkurs manns. Silkisokkar eru ekki neitt nýtt. — Katrín mikla keisaradrottning í Rússlandi gekk í þeim! En þeir hafa eflaust ekki verið jafn fínir og þeir, sem fyrirlæki eitt í London hefir nýlega selt á markaa- inn: Þeir eru ætlaðir til að vera i á sandölum, og því hafa verið málaðar raiuðar táneglur á þá! Konur hafa. synt á styttri tíma yfij' Ermasund en karlmenn, sé reiknað i h.eild. Séu samþykkt met lögð til grundvallar er meða.ltími 11 karl- manna 17 klst. og 39 mín., en meðaltími 7 kvenna er 15 klst. og 57 mí.n. Smáa,r kóngulær hafa fundizt í Himalaya-fjöll- unum, í næstum 8 km. hæð, þar sem þær iiía milli steinanna í ís, og snjó, fleiri kilómetrum ofar en dýra og plöntulíf er til. i Asíu eru énn til þjóðflokkar, þar sem börnin eru hvort öðru heitin áður þau fæðast — tvær fjölskyldur verða sammálai um, að fyrsti dreng- urinn sem fæðist í annari ættinni skuli giftast fyrsta stúlkubarninu, sem fæðist í hinni ættinni. Hér um bil 1500 af þeim hjúskaparleyfum, sem gefin eru á viku hverri í Bandarikjunum, eru aldrei notuð. Fyrir 4000 árum siðan notuðu Egiptar alkoho! fyrir deyfingarmeðal við uppskurði. Sagan segir, að nafnið alkohol sé komi,ð af arabiska, orðinu el-kohl, svart duft, sem uppleyst i alkoholi er notað a,f konum til að lita augnahjh'. Fæða sú, sem dýr með heitu blóði þurfa, fer eftjr rúmmáli þeirra, en ekki þyngd. T. d. þurfa 5000 hagamýs 17 sinnum meiri fæðu en maður, sem vegur 68 kg., þótt þær vegi ekki meira en hann, vegna þess að rúmmál þeirra er 17 sinn- um meira. 1 Chioin-musterinu, í japanska, bænum Kioto, þar sem geymdir eru margir dýrgripir, er auð- vitað þjófa-bjalla. En hún er svo hugvitssamlega gerð, að h,ún framleiðir aðeins tóna, sem líkjast nákvæmlega söng næturgalans. Ef þjófar eða hjálparmenn þeirra heyra í henni, eru þeir ekki aðvaraðir, og meiri líkur eru til þess að standa þjófana að verki. Píanó-snillingurinn heimsfrægi, Paderewski, kunni að leika, á píanó þriggja ára gamall. Með hjálp fingramálsins getur mállaus. maður, sem hefir náð góðri leikni í því, talað 43 orð á mínútu.

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.