Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Síða 9

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Síða 9
HEIM I LISBLAÐIÐ 177 JÓLIN OG II l' \ MAMMA »Það liggur við, að ég iðrist nú eftir því, þegar til kemur, að vera búinn að ákveða, að fara ekki sjálfur út með dallinn, eins og þú, — og eins og ég er vanur«. »Ég er nú hræddur um, að ég myndi líta öðru vísi á það, ef ég væri í þínum spor- um, — þú, sem átt góða og fallega konu, góð og falleg börn og gott og fallegt heim- ili. Nei, — og jafnvel þó að ég væri annar eins dugnaðarjálkur og harðjaxl og þú, myndi mer sennilega þykja vænt um að geta verið heima, einmitt þennan túr og vegna þess, hvernig ástandið er. Ekki þó sjálfs mín vegna, heldur þeirra, s,em heima sitja og eru með allan hugann hjá vinun- um á sjónum.. Því að ég er viss um það, að margri konunni, s.em eiginmann sinn á í Englandstúr um þetta leyti, er meira en lítið órótt. Eg segi: ef ég væri í þínum sporum! En nú er allt öðru máli að gegna um mig. Ég á h,ér engan að, — »Trausti« gamli er mitt heimili cg »karlarnir« mitt heimafólk. Það fer þess vegna bezt á því, að ég haldi jólin hér um borð með þeim, hvort heldur sem það kann nú að verða í Fleetwood eða í hafi á heimleiðinni. —------ Mennirnir, sem voru að tala sam.an voru tveir tcigaraskipstjórar, Hjörleifur á »Trausta« og Kolbeinn á »Öfeigi«. Þeir sátu niðri í notalegri káetukitrunni á »Trausta« og höfðu verið að ráða ráðum sínum um hitt og annað viðvíkjandi Eng- landstúrnum næsta. Skipin lágu bæði vio hafnargarðinn á Skaganum og vc.ru að taka í sig bátafisk. Ætluðu báðir að taka enn úr einum róðri bátanna, daginn eftir, Voru að öðru leyti tilbúnir að leggja í haf að því loknu. Kolbeinn ætlaði að vera »í landi« þennan túr, og halda jólin heima hjá sér, —- en nú var tæpur hálfur mán- uður til jóla, — en Hjörleifur hafði viljað láta stýrimanninn sinn vera heima, að þessu sinni, hjá konu og börnum. Sjálfur var Hjörleifur ókvæntur. — — — Þeir þögðu um stund, og Hjörleifur kveikti í pípunni á meðan. »En hvers vegna ertu annars að iðrast eftir því, að þú ert búinn að ákveða að vera í landi? Fáir hafa nú öllu ábyggilegri stýrimann en þú. »Öfeigi« er óhætt í hans umsjá, — nema fyrir kafbátunum, tund- urduflunum og flugvélunum. En það er nú eins og að Þjóðverjinn sé að hlífa okkur rslendingunum, eða að eitthvert sérstakt lán sé yfir íslenzku skipunum. »Það er satt. En hvað lengi verður okk- ur hlíft? Hvað lengi endist okkur lánið? Það er eins cg að létt sé af manni fargi eftir hvern túr. Vel var þetta sloppið, segir ir maður við sjálfan sig, þegar heim, undir land er komið. En hvernig fer s.vo næst? Við segjum þetta bara við sjálfa okkur, — og þetta eru engar æðrur. Þú þekkir þetta ein,s og ég, cig betur jafnvel, því að litlu munaði víst með ykkur í októberferð- inni, þegar koladallurinn var rétt búinn að kaffæra ykkur ljóslausa fyrir utan Fleetwood. Og það er einmitt eitt af þvi, sem ég set fyrir m.ig, að það er eiginlega sjálfsagt, aö vera attt af sjálfur með sitt skip á þessum hættutímum. En annars er nú búið að þvæla svo. mikið um þessa land- legu mína að ég er orðinn hundleiður á öllu því skrafi«. »Nú?« »Já, — útgerðin vill hafa mig heima, til þess. að láta mig vera með í einhverj- um nýjum. ráðagerðum, Þórólfur stýrimað- ur vill láta mig vera h.eima, —- til þess. að hvíla á mér lappirnar, segir hann. Eg hefði nú haldið að það yrði hvíld, að1 þramma á milli búðanna með konunni frá morgni til kvölds á Reykjavíkurgotonum, dagana fyrir jólin! Og konan og krakkarnir vilja hafa mig heima. Ég hefi bókstaflega ekki haft nokkurn stundlegan frið siðan á þetta var minnst fyrst. En ég hefði nú farið

x

Heimilisblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.