Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.11.1940, Page 14

Heimilisblaðið - 01.11.1940, Page 14
182 HEIMILISBLAÐIÐ Úr heimi áfengisins. I ársskýrslum erlends fangahúss má lesa eftirfylgjandi dæmi um sambandið á milli áfengis og glæpa. Gamlir foreldrar skrifá syni sínum.: »Þú varst svo góður, þú varst von okkar og gleði — og sómi okkar ag skjöldur — og nú? Það er áfengið, sem h.efir eyðilagt þig og okkur. Þú situr í fangelsi og foreldrar þínir þrá gröfina. Ö, hvað við heíðum öll getað verið gæfusöm. En þú fylgdir drykkjufísn þinni og með því leiddir þú smánina og ógæfuna yfir hin gráu hár foreldra þinna«. -— »Elsku hjartans maðurinn minn, ó, hvernig er nú komið fyrir okkur?« skrifar kona nokkur manni sínum, sem er í betr- unarhúsinu. »Ö, hvað við vorum hamingju- söm, og hvað við hlökkuðum, til, ég og börn- in, þegar þú komst heim frá vinnu þinni á kvöldin. Nú er hamingja okkar horfin og flúin, og velgengni okkar eins og lesin saga. Við erum orðin að ölmusumanneskj- um. Þú ert í hegningarhúsinu — og ég og blessuð börnin okkar dveljum á þurfa- mannahæli — og þegar þú sleppur úr hegn- ingarhúsinu, eigum við ekkert heimili, ekk- ert rúm og ekki nokkurn matarbita. 0, Guð minn góður. Það var flaskan, sem. gerði þig svona örvita. Áðui’ varstu góður við mig og börnin. En eftir að þú fórst að drekka hlustaðir þú ekki á mig og börn- in og hirtir ekkert um okkur. Og þegar ég grét og barmaði mér af því að ég átti enga aura til þess að kaupa fyrir mat til að seðja hungur okkar -— þá larndir þú mig. Og þegar þú komst blindfullur heim á kvöldin, og þér geðjaðist ekki maturinn, sem ég hafði sveitzt blóðinu til að búa til sem beztan handa þér, þá trylltistu og fleyg'ðir matnum, bölvandi og ragnandi á gólfið. Börnin flýðu, hrædd og grátandi frá þér, en þú fórs,t aftur á svínastíuna, en konan þín og börnin urðu að fara grát- andi í rúmið. Guð miskunni sig' yfir okk- ur! Hvílíkar nætur og hvílíkt líf. Ö, elsku- legu, litlu börnin okkar«. — Maður nokkur, sem hafði aldrei fyrr tekið út hegningu, en var nú dæmdur til betrunarhússvistar fyrir stórkostlegan inn- brotsþjófnað, gat í fyrstu ómögulega unað þessu. Hann varð yfirkominn og mannfæl- inn og talaði varla orð. Nokkru síðar skrif- aði ég prestinum í fæðingarsókn hans, og bað hann að gefa mér upplýsingar um h.ann. Yfir höfuð að tala fékk maður þessi hinn bezta vitnisburð. Líferni hans hafði verið óaðfinnanlegt. En nú leit svo út, að þessi duglegi og starfsaml maður hefði h.neigst til drykkju — og á síðari árum hafði fjárhag hans og siðferði tekið að hraka. Veslings maðurinn segir sjálfur þannig frá: »Ég hafði alla tíð verið iðinn og áhuga- samur starfsmaður, og aldrei drukkið mig fullan. Ég lifði í hamingjusömu hjóna’bandi m.eð elskulegri kcnu og efni okkar blómg- uðust. Ég hafði stöðuga. atvinnuk af því að ég var ábyggilegur og trúr í störfum mín- um. Ég bragðaði aldrei áfengi við vinnu mína, en kona mín lét mig ætíð hafa kaffi- flösku með mér, og ég var ánægður með það. En samverkamenn mínir hæddu mig og smáðu daglega í tilefni af þessu. Bara að ég hefði getað þolað þetta, og látið sem ekkert væri. Því þarna var gcð atvinna, og þetta var skammt frá heimili okkar. Konan þurfti einu sinni ekki að færa mér miðdegisverðinn, ég gat gengið heim tii að borða. En mér var farið að sárna háðið og spottið í samverkamönnum mínum, sem létu það stöðugt klingja að ég væri læpa og vesalingur —: enginn maðui’ með mönn- um — heldur bara »m.ömmu,-barn«. Það fór því svo að ég tók að kaupa áfengi og drekka með þeim — og frá þeim degi byrjaði óhamingja mín. Og nú snaraðist allt um. Þeir, sem. áður höfðu hætt mig og smánað, tóku nú að hæla mér á hvert reipi, og sögðu að ég væri karl í krapinu, sem ekki léti konuna sína bjóða sér kaffi- gutl á flösku, til þess að styrkja taugarij-

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.