Heimilisblaðið - 01.11.1940, Qupperneq 29
HEIMILISBLAÐIÐ
197
leitt. Hún hóf upp lampann sinn móti þeim
og sagði: »Lítið á þetta!«
Það sem við þá sáum var tröllaukinn
klettastóll; í honum lágu dyngjur af
mannabeinum, bæði á sætinu og undir því.
Þar á meðal voru höfuðskeljar prýddar
gullkrónum með undarlegum hætti; en milli
beinanna lágu önnur djásn og dýrgripir,
svo sem veldissprotar, hringar, hálsbönd,
vopn og herklæði. E'n þetta var nú ekki
allt og sumt, því að kringum stólinn lágu
aðrar beinagrindur, fimmtíu eða fleiri í
víðum hring, c.g þar á meðal yoru djásn,
sem eigendur þeirra höfðu borið. Og fyrir
framan hverja beinagrind stóð borð; sáum
við síðar, að það var úr silfri eða eir, og'
á þeim lágu alls konar dýrindi, eins og'
skálar úr gulli, snyrtitæki og alls konar
skartgripir, settir dýrum steinum. Þar að
auki voru þar heilar hrúgur af hringmynd-
uðum peningum eða baugum og hundruð
annara hluta, sem mennirnir hafa, haft
mætur á frá upphafi þjóðmenningarinnar.
»Þið skiljið það«, mælti Maqueda. c.g
starði undrandi á þessa dýrð, »það var
konungur, sem í stólnum sat. Þeir, sem
í kringum hann voru, voru lífvörður hans,
herforingjar og konur. Þegar hann var
jax-ðsettur, þá var allt skyldulið hans og
þjónar grafið með honum. Þeir báru með
sér alla fjársjóðu hans og var raðað allt
í kringum, hann, síðan var allt drepið. Sóp-
ið burtu í-ykinu o.g þá munuð þér enn sjá
blóðblettina á berginu fyrir neðan þá, og
sömuleiðis merkin eftir sverðin á höfuð-
skeljum þeirra og hnakkabeinum.
»Mér þykir reglulega vænt um að ég
er ekki í þjónustu gömlu konunganna í
Múr«, sagði Kvik.
Síðan héldum. við áfram göngu vorri, og
er við höfðum geng'ið eitth.vað tuttugu
skref, hittum við annan jöfur, sitjanda á
stóli og heilan hring af beinagrindum
kringum hann, af öllum þeim, sem. dæmd-
ir höfðu verið til að fylgja honum á dán-
arförinni. Og fyrir framan þá alla var
skemill og á hvei-jum þeirra jarðneskir
Kernur út einu sinni í mánuði, 20 siður.
Árgangurinn kostar 5 krónur. — Gjalddagi
er 1. júní.
Sölulaun eru 15% af 5—14 eint. og 20%
af 15 eint. og þar yfir.
Afgreiðsla;: Bergstaðastræti 27, Reykjavik.
Sími 4200.
Utanáskrift: Heimilisblaðlð, Pósthólf 304,
Reykjavík.
Prentsmiðja Jóns Helgasonar, Bergst.str. 27.
dýrgripir úr gulli eða óæðra málmi. Fyrir
framan þenna, konungsstól lá líka beina-
grind af hundi með hálsbandi úr gimstein-
um.
Og enn bar okkur að grafreit. Þar benti
Maqueda Oikkur á beinagrind, og borð fyr-
ir framan. hana; var það alskipað af lyfja-
flöskum og verkfærum, er þeirra tíma
læknar hafa s.ennilega notaðt
»Segið þér mér, doktor Adams«, sagði
Maqueda brosandi, »vilduð þér ekki hafa
verið líflæknir foirnkonunganna í Múr?«
»Ekki held ég nú það«, svaraði ég, »en
gjarna vildi ég skoða þessi tæki, með yð-
ar leyfi«. Og er hún skundaði áfram, þá
laut ég niður og fyllti alla m.ína vasa.
Hér verð ég að skjóta því inn í, að mörg
af þessum læknistækjum reyndust við ran-
sóknir mínar vera nákvæmlega hin sömu
eins og þau, sem notuð eru enn, þó að þau
séu frá ómunatíð. En um það hafa lærðir
menn óspart deilt.,
En um þetta kynlega og ægilega graf-
hýsi, er nú senn ekki meira að segja. Við
þoikuðumst áfram frá einum konunginum
til annars, þangað til við vorum að lokum
orðnir dauðleiðir á að horfa á mannabein
og gull. Kvik var meira að segja orðinn
þungur í spori, hann hafði varið öllum
æskuárum sínum, til að hjálpa föður sín-
um grafaranum, og skorti því ekki þekk-