Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 5
HEIMILISBLAÐIÐ
5
Bolivar varð að berjast við marga spæn-
ska hershöfðingja. Einn þeirra, er Boves
hét, reyndist einna harðleiknastur. Menn
Bolivars, sem félluí hendur Spánverjum,
urðu að þola ólýsanlegar kvalir. Bolivar
tók því það ráð að hafa liandtekna Spán-
verja í fylkingarbrjósti, þegar lagt var til
atlögu. Spánverjar tóku brátt upp sörnu
baráttuaðferð. Boves hafði rnargt reynt
og lifað. f æsku' hafði hann verið sjó-
ræningi. Hermenn hans voru llestir æfin-
týramenn, sem höfðu yndi af ránum og
gripdeildum. Hvatti Boves þá frekar en
latti í þessum efnum. Hann lét fanga þá,
er féllu í hendur honum, vera nakta í
brennandi sólskininu. Hann lét berja þá,
svo að líkamir þeirra urðu flakandi í
sárum, er flugurnar settust í. Það var
yndi hans að kvelja menn með eigin
hendi. Einu sinni bjóst hann til að háls-
höggva varnarlausan og saklausan öldung.
Sonur öldungsins féll honum þá til.fóta
og bað föður sínum griða. Boves spurði
hann, hvort hann væri fús á að láta
skera af sér nef og eyru, til þess að frelsa
líf föðursins. Sonurinn gekk að þessum
afarkostum. Hermdarverkið var síðan
framkvæmt. Síðan lét Boves taka þá
feðga báða af lífi.
Barátta Bolivars gegn Boves og hinum
villta her hans varð brátt vonlaus, oghann
neyddist til að flýja land að lokum.
Þegar hér var komið sögu hafði Boli-
var eigi hlotið neina þjálfun í hernaði.
Persónuleiki hans var einnig í mótun.
En nú hafði honum hlotnazt hagkvæm
reynsla. Honum varð það ljóst, að frels-
stríð þjóðar hans myndi aldrei verða til
lykta leitt með sigurvænlegum hætti, ef
foringjar þess væru sundraðir og ósáttir,
Hann gerði sér einnig glögga grein fyrir
því, hversu hrýn nauðsyn var á skjótum
og djarflegum aðgerðum. Hann tók nú að
skipuleggja her sinn að nýju. Hann safn-
aði til sín öllum þeim, sem áður höfðu
barizt með honum og til varð náð. Einn-
ig lagði hann ríka áherslu á að fá
brezka hermenn í lið með sér. Tókst
honum að fá lið sitt skipað mörgum hæf-
um Englendingum. Jafnframt rak liann
víðtæka og margþætta áróðursstarfsemi.
Þannig varð hann smám saman hinn
raunverulegi foringi frelsisbaráttu þjóðar
sinnar.
í desembermánuði 1816 steig hann á
land á norðurströnd Suður-Ameríku. Nú
hófst hin fræga frelsisbarátta hans, sem
hafði gerst örugg og markviss.
Fyrst beindi hann sókn sinni til lág-
lendisins og vatnahéraðanna í suðri og
austri. Þar var honum ekkert viðnám
veitt, og þar gat hann gætt fyllstu var-
færni. Síðan hóf hann sókn 1 þeim lands-
hlutum þar sem átökin urðu harðari.
Tókst honum að vinna stóra sigra og
leggja undir sig víðlendur miklar. Að
lokum kvaddi hann saman ráðstefnu, er
skyldi gefa landinu stjórnarskrá. Eigi að
síður var hann hinn rauverulegi stjórn-
andi og gerði allar eigur Spánverja upp-
tækar í þeim hluta landsins, er hann
hafði yfir að ráða.
Hann hélt styrjöldinni jafnan áfram
en gætti fyllstu varúðar í hvívetna. Hon-
um var það ljóst, að úrslitaorustan við
Spánverjana var enn óháð. Hann gekk
þess sízt dulinn, að úrslitin voru tvísýn,
enda við mikinn liðsmun að etja.
Að lokum hafði honum auðnast að sækja
fram alt til Cordillfjalla. Þau voru ill-
fær yfirferðar með gróðurlausum og köld-
um hásléttum. Handan þeirra lá Nýja-
Granada. Höfuðhorg hennar nefndist Bo-
gota. En eina leiðin þangað var á valdi
Spánverja. Bolivar ákvað að fara yfir
Cordillfjöllin og koma óvinunum í opna
skjöldu. Yar þessi ákvörðun þó í and-
stöðu við vilja og ráð samstarfsmanna
hans. En fyrir þetta afrek hefir hann
getið sér ódauðlegan orðstír. Þessari
dáð Bolivers hefir meira að segja oft ver-
ið líkt við för Hannibals og Napoleons
yfir Alpafjöllin.
Förin yfir Cordillfjöllin var margþætt-