Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 8

Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 8
8 HElMILISBLAÐIÐ B Æ NIINI ®g var að byrja nám í Kaupmannahöfn fyrir röskum aldarfjórðungi. Pað hafði dregist miklu lengur en mér líkaði, að komast á þanm áfanga,, og hafði reynst ákaflega miklum erfiðleikum bunaiö. En þegar ég var búinn ao sigrast á þeim, og þegar runnin var af mér sigurvíman, sótti að mér óværð og kvíði, sem ég gat eigin- lega'ekki gert mér grein fyrir. Það reiö svo mikið á því, að mér yrdi sem mest gagn að náminu, tímanum og peningunum yrði ekki kastað á glæ, — að ég reyndist vel, færi vel með hvorttveggja cg léti ekk- ert trufla mig. En líklega hefir þao verið vegna þess, hve mikilli andúð og gagnrýni þetta tiltæki mitt hafði mætt hjá þeim, ,sem vildu mér annars bezt, að það lá við að ég yrði skelkaour, þegar ég loksins gat ýtt frá lanai og átti að fara að »sigla minn sjó«. Þessi kvíðakend og óværðar hafði grip- ið mig alveg fyrirvaralaust og tilefnislaust, og var oft sivo mögnuð, að ég naut mín ekki. Þá var það eitt kvöld, að ég greip í hugs- unarleysi bók, sem lá á bcrði hjá fólkinu, sem ég bjó hjá„ og hafði með mér inn í svefnherbergi mitt. Þegar ég var háttað- ur, fór ég að blaða, í bókinni, — »Ung- dom,sliv« eftir séra Olfert Ricard, en ekk- ert las ég, fyrr en ég kom að síðasta kafl- anum, »Um bænina«. Þá var sem hugur minn kæmist í höfn friðar og öryggis. Það var eins og verið væri aö benda mér á, að mér hefði sést yfir ákaflega mikils- vert atriði, sem mér mætti þó verða að mikill styrkur, en það var fyrirbæn for- eldra minna. En það vissi ég, að þau myndu vera óþreytandi í því að biðja fyrir mér. Og þarna, í þessari ritgerð Olfert Ricards, var lýst mætti bænarinnar og tilfærð dæmi um bænheyrslu. Þetta voru skilaboð til mín persónulega, eoa þannig tók ég því. — og þessi skilaboð höfðu þau áhrif, að ég varð aftur glaður og rólegur, — öllum kvíða var sem feykt í burtu. En svo er ekki meira um þetta að segja. Þetta voru fyrstu kynni mín af Olfert Ricard. Síðar kyntist ég honum persónu- lega Oig naut mikillar blessunar af þeirri viðkynningu, árin„ sem ég dvaldi í Kaup- mannahöfn. Ég sá hann í fyrsta sinn sunnudaginn næsta eftir þetta kvöld, sem ég hafði fengið »skilaboðin« um mátt bæn- arinnar. Það vildi líka til meðslíkum hætti, að mér fanst eins og ég væri leiddur af ósýnilegum æora krafti. Ég hafði verið á gangi úti með tveim kunningjum minum. Sólskin hafði verið um. daginn, logn og mcilluhiti. En alt í einu skall á úrhellisrigning. Við vorum yfir- hafnalausir og vissum ekki hvað vio átt- um af okkur að gera. Ég tók þá eftir því, að við vorum þarna rétt hjá kirkju einni, og var fólk að þyrpast í kirkjuna. Við höfðum ekki ætlað okkur í kirkju, en nú var ekkert betra hægt að geraþ en að fara í kirkjuna. Og þegar kunningjar mínir sögðu mér, að þetta væri Jóhannesar-kirkj- an, þar sem, séra Olfert Ricard væri prest- ur, varð ég glaður við, því að mjög lang- aði mig til að sjá þann góða mann og heyra til hans. Og við fórum í kirkjuna. Ekkert man ég nú um þá messugerð annað en þao, að ég varð stórhrifinn af prestinum, og ég man eftir því, að þá strax datt mér í hug, að það væri engin furða þó að ung- lingarnir elskuðu hann, t— en Ricard var - um langt skeið elskaður og virtui' foringi K. F. U. M., — á svipaðan hátt og Frið:rik okkar Friðriksson er elskaður og virtur foringi hér hjá okkur. Og nú er ekki meira um þetta. En nú vík ég aftur að ritgerðinni um bæinina. Eitt af dæmunum, um mátt bænarinn- ar, sem Olfert Ricard tilfærir, snertir séra Fr. Friðriksson. Ég býst við, að séra Friðrik muni hafa sagt vinum sínum hér frá því atviki, s,vo að ýmsir kannast við það. Eh Ricard. segir frá því á þessa leið;

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.