Heimilisblaðið - 01.01.1941, Qupperneq 15
HEIMILISBLAÐIÐ
15
an hósta. Það var Kvik, sem var að koma
inn að oss óvörum.
»Þér megið ekki, doktor, álasa höfuðs-
rnanni fyrir það, þó' að hann muni þetta
ekki. Annað eins áfall og það, sem hann
fékk eftir sprenginguna, eyðileggur minnið
meira en nckkuð annað. Ég sá það oft í
Búastríðinu eftir það er sjDrengikúlurnar
sprungu allt í kringum okkur. Hraustustu
hermenn gátu þá alveg gleymt því, að það
var skylda þeirra að standa kyrrir. Þeir
runnu á flótta sem hérar. Já, vissulega
kom, það líka fyrir mig sjálfan«.
Ég fór að hlæja. Oliver sagði eitthvað,
sem ég heyrði ekki, en Kvik hélt áfram aö
rausa, eins og ekkert væri.
»Rétt á að vera rétt. Og hafi höfuðsmað-
ur gleymt þessu,, þá er því m'eiri ástæða
til að minna hann á það. Það var eitt kvöld-
ið heima í Lundúnum, er við vorum hja
prófessoirnum, að þér, doktor, gáfuð hon-
um þessa viðvörun, og þá svaraði hann
því, að þér þyrftuð ekki að ómaka yður
með það að masa um yndisleika svartrar
konu •—«
»Svartrar konu«, hrópaði Orme upp.
»Það orð hefi ég aldrei nctað og hefir aldr-
ei komið mér í hug. — Og' þér eruð svo
ósvífinn þrjótur, að saka mig um það!
Svört kona! Guð minn góður, en sú van-
helgunk
»Já, það er satt, höfuðsmaður, mér þyk-
ir leitt, að mér skjátlaðist. Það var »svört
kona«, sem þér nefnduð, en ekki »s,vert-
ingjakona«. Og ég bað yður að vera ekki
of hreykinn, því að fyrir gæti það komið,
að við sannreyndum, að þér félluð á kné
fyrir henni og svo kæmi ég sjálfur á eítir
skríðandi á maganum. Alveg rétt, já, og
nú erum. við einmitt komnir að þessu marki.
Yður þykir að vísu of mikið sagt með þessu,
því að er ég máske ekki sjálfur nákvæm-
lega í sömu sporum? En auðvitað dreg ég
mig aftur úr og drattast á eftir í þessu
efni, eins og ég sagði«.
»Það er þó víst ekki meining yðar, að
þér séuð skotinn í niðja konunganna?«
hrópaði Oliver og einblíndi á Kvik.
»Fyrirgefið, höfuðsmaður, en það er nú
einmitt það, sem ég er. Hafi köttur leyfi
til að glápa á drottninguna, þá hefir mað-
ur líklega leyfi til að elska hana? En það
er ekki sennilegt, að ás.t mín á henni komi
í bága við ástir yðar á henni. Við mig mun
fljótt verða sagt: Varðmaður, á vörð með
þig! Og svo væri máske hnífur rekinn í
maga mér á eftir. En þér, við sáum hvað
yður gafst síðdegis. Til hvers þetta allt
muni leiða, vitum vér reyndar ekki. En
samt sem áður segi ég, höfuosmaður, upp
með seglin og látið skeika að sköpuðu,
jafnvel þótt skútan sökkvi í sæ eftir á, því
að þessi hefðarkona er, þótt hún sé hálf-
gyðingur, og mér hefir aldrei geðjast að
Gyðingum — já, hún er hin inndælasta,
mest heillandi og hraustasta kona, sem.
nokkurn tíma hefir verið á ferð á Guos
grænni jörðu!«
Og er hann sagði þetta tók Oliver í hönd
houum og þrýsti hana af öllum lífsins
kröftum. Og mér er grunur á, að eitthvað
af þessari lýsingu Kviks á Maquedu hafi
borizt henni til eyrna. Víst er það, aó
minnsta kasti, að upp frá þessum degi
veitti Maqueda Kvik hina »völdustu at-
hygli«, eins, og Frakkar segja.
En ég, sem ekki var ástfanginn af henni,
fékk enga viðurkenningu, og gekk því á
burt og lét þeim einurn eftir að ræða
dyggðir og yndisleik Maqedu. Ég gekk til
rekkju fullur af skuggalegum hugboðum..
Því verður ekki neitað, að Maqueda var
alveg óvenjulega hugfangandi. Auk henn-
ar frábæru fegurðar, var hún undursam-
lega töfrandi og svo hafði hún hið mesta
sálarþrek. Aðstaða hennar hlaut líka að
vekja hvers manns. meðaumkvun, svo ein-
stæð sem hún var meðal þessarar voluðu
þjóðar, sem hún var að reyna að bjarga,
þó að það reyndist árangurslaust. Og
hvernig gat hún komist hjá að farast með
þjóð sinni, þar sem hún var dæmd til þeirra
hörmulegu örlaga að verða. hlekkjuð við