Heimilisblaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 22
22
HEIMILISBLAÐIÐ
Skyndilega rcfnaði þögnin við ógurlegt ösk-
ur neðan úr undirdjúpum.
Shadrach sagði, að þetta væri um þær
mundir, sem Fungar gæfu sínum helgu
ljónum, sem þeir halda á botni goðalík-
neskis síns.
Nú fór að skyggja af kvöldi í Harmac-
d,alnum og þá vissum við að sólin færi að
petjast bak við fjöllin. Hefði ekki varpað
kynlegu ljósi frá skýi í austri, myndi svart-
myrkur hafa legið yfir undirdjúpunum.
En nú kom einhver í ljós á hinu tröll-
aukna höfði goðsins og bar við himin
greinilega, þótt lítill sýndisit vexti og tók
að syngja. Þegar ég heyrði þessa rödd í
fjarskanum, þá lá mér við svima cg hefði
dottið, ef Kvik hefði ekki gripið mig.
»Hvað er þetta, Adams?« spurði Orme
og leit upp. Þau Maqueda, höfðu setið og
pískrað saman; en Jósúa virti þau fyrir
sér allt annað en blíðum augum. »Er það
Higgs, sem við sjáum þarna?«
»Nei«, svaraði ég, »en Guði sé lof, að
sonur minn er enn á lífi. Það er röddin
hans, siem við heyrura. Ö, ef okkur gæti
tekist að bjarga hoinum!«
Nú. varð mikið uppnám. Einhver stakk
veiðikíki í bönd mér; en hvort sem ég hefi
stillt hann vitlaust eða ég verið svo óstyrk-
■uf í taugum, að ég gat ekki notað hann;
vís.t er það, að ég sá ekkert með honum.
Þá tók Kvik við ho.num og hann flutti
þessa fregn: »Grannur maður í hvítri kápu;
andlitið get ég ekki greint í svo mikilli
fjarlægð. Við gætum máske kallað til hans,
en þá kæmum við upp um. okkur. Ö, nú
er sálmurinn sunginn og hann er horfinn.
Það er eins og hann hafi stokkið niður í
einhverja klettaskoruna og það sýnir, að
hann er í fullu fjöri. Verið því uppleitur,
doktor«.
Þegar sálmurinn var búinn c.g sonur
minn horfinn, komu þrír Funga-hermenn
í ljós á ljónsbakinu, laglegir piltar, klædd-
ir síðum kápum og girtir spjótum. Að baki
þeim fór lúðurþeytari, sem bar horn eða
holaða fílstönn. Þessir fjórir gengu nú upp
og piður á baki goðsins, milli hnakka og
hala, augsýnilega til að njósna. Auðvitað
sáu þeir ckkur ekki, svo vel sem við vorum.
faldir á bak við runnana á litla pallinum.
Og er þeir urðu einskis vísari|, blés lúður-
þeytarinn hvellu hljóði úr horninu cg áð-
ur en bergmálið dó út, hvarf hann og fé-
lagar hans.
»Þetta er sólseturs-eftirlitið. Ég hefi séð
eitthvað svipað áður í Gíb«, sagði Kvik.
»En — »Kötturinn« hefir samt ekki logið
— það er hann!« Hann benti á mann, sem
skynd-ilega kom upp á svarta standdrang-
ann, það er: bakið á goðinu, nákvæmlega
á þeim sama s.tao, sem vörðurinn hvarf
niður.
Það var Higgs — ljóslifandi með slitinn,
hvítan stráhatt og með svörtu gleraugun
sín, reykjandi merskúmspípuna sína, önn-
um kafinn að rita athuganir sínar í vasa-
bókina sína, jafn rólegur, eins og hann
væri heima í Lundúnum. Ég gapti af undr-
un, því að ég hafði í rauninni aldrei bú-
is.t við að ég myndi sjá hann. En Orme
rétti sig upp og sagði ósköp rólega: »Já,
það er hann, það er alveg áreiðanlegt. Gott
og vel, þá verðum við að fara. Þú Shad-
rach, varpa þú stiganum þínum yfir ljóns-
halann og far þú sivo fyrstur upp, svo að
ég geti fengið vissu fyrir því, að þú sért
ekki að leika á mig«.
»Nei, þann hund skaltu ekki láta fara
á undan«, sagði Maqueda af ákefð mikilli.
»Hann kemur aldrei aftur þaðan, því að
hann á sína vini meoal Funga. En þú, mað-
ur«, sagði. hún og vatt sér að Jafet, sem
hún hafði heitið jörðinni, eins og áður er
sagt, »far þú fyrst og haltu í enda stig-
ans, meðan þessi herra, gengur upp. Og'
komi hann heill á húfi til baka, gef ég
þér hálfu stærri landspildu«.
Jafet kastaði kveðju á þau Maquedu og
fór og sptti upp stigann og festi hann á
bergnös í hala ljónsins. Fjallgöngumaður-
inn nam þá lítið eitt staðar og leit til him-
ins auðsjáanlega í bæn. Síðan bað hann
félaga sína að halda við hinn enda stig-