Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Page 12

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Page 12
120 HEIMILISBLAÐIÐ Esekíel. SpámaSurinn liefur lilið engisprettufaraldur- inn tæta upp og rífa niður gróðurinn og þessa mynd hefur hann sett fram um dag Jahve í óglyemanlegu listaverki, sem rit lians er. Og sjáum við ekki þytinn í storminum, sem æðir yfir hári spámannsins? 5. Sákaría. Mynd Miclielangelos af Sakaría er mynd af gömlum virðulegum presti, sem blaðar í lielgri bók í kyrrð friðsams ævikvelds eftir stormasaman starfsdag. Sakaría stóð í þeim stórræðum fyrri hluta ævi sinnar að endurreisa helgidóm þjóðar sinnar, og hann þurfti ekki einungis að takast á við erlent vald, sem umfram allt vildi lialda þjóð lians sem aflminnstri og sundraðastri, heldur einn- ig tortryggni og viljaleysi sinna eigin sam= landa. En hann sigraði í þessari baráttu og lifði þá gleðistund, að musterið var vígt 516 f. Kr. og gegndi þar síðan prestþjónustu til dauðadags. Og kristnir menn vita varla af því, hve rnikið þeir eiga Sakaría að þakka, honum, sem skilaði guðstrúnni lireinni yfir það tímabil, sem henni var hættast að grugg- ast í deiglu austurlenzkra trúarhugmynda. 6. Jeremía. Spámaður sorgarinnar hefur hann verið nefndur. Og í raun og veru þurf- um við ekki að vita það, þegar við höfum séð mynd þessa eftir Michelangelo. Einna helzt gætum við haldið, að myndin væri tek- in á því augnabliki, sem sorglegast hlýtur a hafa verið í sögu spámannsins, þegar hann flytur Harmaljóðin úti fyrir dyrum Jerúsa - emsborgar. Á þeirri stundu, þegar ljóð l>ans fellur í dularfyllsta háttinn í skáldamáli ingaþjóðarinnar, harmhljóðaháttinn, þar setn síðari Ijóðlínan liættir í miðjum kliðum, eins og grátkökkur taki fyrir rödd og mál. f’®®81 ungi, viðkvæmi prestssonur, sem varð að hlý spámannsköllun. sinni, þótt þreki hans °f' kröftum væri mörgum sinnum ofboðið. Sja um við ekki í þessu andliti frá liendi Miche angelos langa og erfiða spámannsævi, þar sel11 barátta er liáð milli skyldu og skapgerðar- Og að lokum beið þessa góða sonar, sem a af var boðinn og húinn til að bera sannlei anum vitni, ömurlegur dauðdagi. Hann 'ar grýttur. 7. Esekíel. Hann var flogaveikur og æstur í skapi. Óliugnanlegustu kapítular í biblíun111 eru frá hans liendi. En samt hefur eng11111 honum fremur mótað stefnu gyðingdóms1118, Hann lenti með flóði herleiðingarinnar alist ur til Tel-Abib og settist þar að sem eins konar prestur hinna lierleiddu, enda var liann af prestaaðlinum í Jerúsalem. Spádoma sína boðaði Esekíel oft með táknrænum at liöfnum, t. d. braut liann sundur leirker Or sýndi þar með, hvernig Jerúsalem myndi lóg verða í rúst. Framan af — fram að eyðilege ingu Jerúsalem — var hann óheillaspan13^ ur, en eftir liana sneri liann við blaðinu. boð- aði huggun og hjálpræði og undirbjó s1^ 0 komandi tíma. Esekíel er fulltrúi endurgjal s kenningarinnar, liann lagði helgisiðastefnvu1111 lið og til hans er rakin opinberunarste na síðgyðingdómsins. Sjálfur sá liann sýnir flogaveikisköstunum og skynjaði guðdómler ar opinberanir. Ef til vill sýnir mynd MlC elangelos okkur hann, þegar hann sér lielU in í sandinum renna saman og anda trU hlása yfir — sýnina, sem skýrði fyrir honuW>» að Guð megnaði að rekja réttar hinna su» r uðu, dreifðu — kalla þá saman úr útlegði11111 og gera þá að voldugri þjóð.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.