Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 16
124
HEIMILISBLAÐIÐ
r.
ir þrír eða fleiri sálmar. Þá bænt sig lengi,
síðan signdi hver sig í nafni þrenningarinnar.
Þar á eftir voru enn lesnar bænir, þulur og
vers. Loks ávarpaði lesarinn fólkið með þess-
um orðum: „Guð gefi oss góðar stundir og
gleðilega hátíð“. Var lionum þá þakkað fyr-
ir lesturinn með handabandi, og svo tókust
allir í liendur og sögðu: „Guð gefi þér góð-
ar stundir“. — Sumt fólk, einkum eldra fólk,
þakkaði fyrir lesturinn með kossi og bauð
góðar stundir með kossi.
Eftir lesturinn var fólkið þögult og spakt
nokkra stund, þar til húsfreyja gekk frarn 1
búr og fór að skammta, og vinnukona eða
bóndadóttir báru fólkinu hátíðamatinn. —
Hverjum var skammtað á einum diski, ein-
um sér. Menn liöfðu diskinn á knjám sér,
meðan þeir borðuðu og snæddu með vasa-
hníf eða tálguhníf. Sumir lásu borðsálm og
borðbæn, en aðrir létu nægja að signa sig
og biðja Guð að blessa sér matinn.
Meðan fólkið var að borða, var talað um
ýmislegt, en þó með spekt og fjálgleika. Gam-
alt fólk talaði mest um fæðingu frelsarans og
gamla presta, sem það þekkti og því þótti
vænt um. Þegar búið var að borða, kom kaff-
ið í allri sinni sykur-, rjóma- og brauðdýrð.
Þegar áti og drykkju var lokið, fóru þeir,
sem pössuðu fjósið, að gefa kúnum og mjólka
þær. Sumir sögðu, að þær töluðu mannamál
á jólanóttina, en aðrir sögðu, að þær töluðu
á nýársdagsnóttina. Menn vildu ekki forvitn-
ast um samtal kúnna, því að það var álitið
ólánsmerki.
Menn vöktu oft alla jólanóttina við lest-
ur og leiki. Sumir skruppu til næstu bæja.
En ljótt þótti að spila á spil á sjálfa jóla-
nóttina. Þó gerðu sumir það. Á jóladagskvöld-
ið var spilað spil, sem hét „púkk“. Glerbrot
voru höfð í stað peninga. „Kapítalið“, sem
hver fékk til að byrja með, var sextíu. Ef
einhvem þraut það, var það kallað „að fara
á hreppinn“. Venjulega fór margt fólk til
kirkju á jóladaginn og annan í jólum, ef ekki
var iðulaust stórhríðarveður. Jólin voru móð-
urhátíð annarra hátíða, en siðir og veitingar
vora þær sömu. Vín var sjaldan haft um hönd
á stórhátíðum.
1 veizlum og boðum voru aðalskemmtanir
samtal, ræður, minni í ljóðum (einkum brúð-
kaupsvísur, erfiljóð og afmælisvísur), dane
spil og söngur. Stundum kváðust góðir kvaéða-
menn á. Þeir kváðu sem sé sína vísuna hvor,
stundum í spöndum (þ. e. eftir stöfum).
1 brúðkaupsveizlum þótti fangarýrt, ef all-
ir drykkjumenn urðu ekki fullir. Sumir flug'
ust á, aðrir sofnuðu, en sumum varð flökurt.
Mest var víninu lialdið að prestinum, enda
urðu þeir oft góðglaðir — blessaðir — °p
lentu stundum í áflogum. Þau áflog voru
meira talin til skemmtunar en til lýta
voru aldrei erfð til langframa. Það bar við,
að einn af veizlugestunum druknaði á heiiu-
leið, eða datt af baki og meiddi sig nieira
eða minna. Yfirleitt skemmtu menn sér niæta
vel og einlæglega og áttu margar endurnuu11'
ingar frá þessari og hinni veizlunni.
DAGLEG STÖRF.
Hversdagsleg störf voru ekki margbreytt-
Keldhverfingar lifðu þá eingöngu á fjárrœkt-
1 uppsveitinni er skart um engjar, en uti-
gangur mikill. I niðursveitinni eru engjar
miklar og góðar, en útigangur lítill í hörð-
um vetrum. Á sumrum var aflað eins mik'
illa heyja og föng voru á og tíð leyfði. En
á vetrum stunduðu menn fjárgeymslu, upp'
sveitungar úti í liaga, en niðursveitungar uuu
í húsum. Hinir síðarnefndu áttu því niein
tíma í húsum meðal bæjarmanna en hinir, er
stóðu á gaddinum frá morgni til kvölds, elir’
ir sér og aðskildir mönnum nema yfir hla'
nóttina.
Neðri sveitin er þéttbyggðari og mannfleirl’
þar af leiðandi umbrotameiri í daglegu lífi-
Uppsveitungar voru hæggerðir í fyrstu °r
ekki málskarfsmenn fyrr en þeir þurftu í al'
vöru á að taka.
1 þá daga var lítið um félagsskap. Bænd-
ur fóru flestir á hreppamót haust og vor a
telja fé sitt til tíundar og á manntalsþing 0
vorin. Helztu mannamót voru því þegar me1111
mættust í veizlum og kirkjuferðuin.
VORANNIR.
Þegar snjóa leysti á vorin, var sauðfé slepp1
þangað til ær fóru að bera. Vallarvinna byrj-
aði, þegar fénu var sleppt. Fyrst var byrjaö
að bera vallgang á tún, þann, er að haustuiu