Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Side 26

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Side 26
134 heimilisblaðið stend við dyrnar og kný á“, og í livert siun, er hann heyrði þessi orð eftir þetta, kom lionum Anna allt af í hug. Loks varð Níels Pétur að fara og er hann var kominn til dyra og Lars stóð þar hjá hon- um og hélt í liendina á honum, og gaf hon- um enn eina áminningu, datt honum í hug allt í einu, að hann gæti vel farið fram á að kveðja húsmóðurina og önnu. „Já, já“, sagði Lars, „það ætti þér að vera velkomið, en Anna er því miður ekki heima, en konan mín er allt af lieima eins og þú veizt og henni mun þykja vænt um að kveðja þig“- Níels Pétur reyndi að dylja vonhrigði sín, yfir að Anna var ekki heima, sem bezt hann gat, en Lars duldust þau þó ekki og sagði ástúðlega: „Ég skal áreiðanlega bera önnu kveðju frá þér“. En kveðjustundin inni hjá sjúku konunni varð, ef til vill, bezta minningin, sem Nícls Pétur hafði með sér að lieiman frá æskustöðv- unum. Eftir hálfs dags ferðalag kom Níels Pétur svo til nýja dvalarstaðarins; var dagur þá kominn að kvöldi. Þetta var allstór búgarður í einkar fögru umhverfi og hét „Tygesminni“. Eins og gefur að skilja var margt vinnandi fólk á bænum, en mestur hluti þess voru daglaunamenn, sem ekki áttu þar heimili. Tygesen bóndi og kona hans tóku frábær- lega vel á móti Níels Pétri og liann komst brátt að raun um, að allur annar bragur ríkti þar en á bernskuheimili hans. Á meðan hann sat að góðri máltíð, sem hann hafði sannarlega þörf fyrir, sat bóndi hjá honum, honum til skemmtunar, og ræddi við hann um bernskuheimili lians. Furðaði Níels Pétur þetta mjög, því að aldrei hafði faðir hans tekið þannig á mól.i neinum vinnu- manni sínum. Þegar Níels Pétur hafði lokið máltíðinni og ætlaði að standa upp frá borðinu, bað bóndi Iiann að hinkra ögn við enn, því að hann þyrfti að segja honum nokkuð. Níels Pétur settist aftur og horfði með eftirvænt- ingu á húsbónda sinn. „Það, sem ég ætla að segja þér, Níels Pét- ur, er það, að okkur hérna langar til að lifa eins og Guðs börnum ber hér á heimilinu, það reynum við að kappkosta að sýna í dag- legu lífi okkar, en við erutn nú hreyskir menn, eins og gengur, svo að við erum livergi nærri gallalaus“. Níels Pétur horfði stórum, undrandi aug- um á húsbónda sinn og liafði jafnframt pa tilfinningu, eins og liann væri kominn í ein- livers konar klennnu. En þegar liann þagði hélt húsbóndi lians áfram máli sínu: „Okkur langaði líka til, að því væri eins farið með þig, og ef að þú ert ekki þegar orðinn Guðs barn, að þú þá yroir það hérna“. „En — en — er-uð þið þá „missiónsk“ eða livað?“ spurði Níels Pétur hálf stamandi. „Já, svo erum við víst kölluð hér, þó að við, því miður, berum nafnið allt of lítið með réttu. Líkar þér það miður?“ „Já, og hefði ég vitað um þetta, þá . • • ■ „Hefðir þxi ekki tekið vistina“, tók bóndi fram í. „Nei, en nú er ég koiniun liingað“. „Já, og þá er líklega bezt fyrir þig að vera kyrr. Þú getur þá líka fengið leyfi til að fara, ef þér leiðist hér“. „Meira get ég heldur ekki krafist“. „Það virðist mér þú lxeldur ekki geta. En lxefur þú aldrei hugsað um það, Níels Pétur, hve hræðilegt það muni vera, að glatast, ' eða enda líf sitt í eilífri glötun?“ Níels Pétur svaraði þessu engu. „Hugsaðu um það, Níels Pétur, hve ægi- legt ástand það er og leitaðxt til Jesú Krists, sem kom til jarðar vorrar til að frelsa os6 frá synd vorri og eilífri glöfcun“. Þegar Níels Pétur var seztur að inni í her- bergi sínu, skömmu seinna, fann hann að vísu, að það var ágætt að vera hérna, haía svona ljómandi gott herbergi og ágæta hus- bændur, ef að þau væru bara ekki „missi- ónsk“. Hann gat enga skynsamlega grein gert ser fyrir því, er hann fór að hugsa um það, að jafn umsvifamikill og hygginu bóndi og Tygc- sen skyldi vera „missiónskur“, það var hon- um blátt áfram óskiljanlegt. Hann hafði alh af heyrt, að það væru einungis þeir fátækustu og fávísustu, — þeir 6em einskis voru metu- ir af öllum. sem væru áhaugendur „missicn- arinar“. Svo fór hann að liugsa um Önnu. Skyldi hún líka vera „missiónsk“? Já, sumir köil-

x

Heimilisblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.