Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 27

Heimilisblaðið - 01.07.1944, Blaðsíða 27
heimilisblaðið 135 U^u hana „lieilaga“, og það var sennilega eitl °g hið sama. Svona sat hann lengi og hugsaði um Önnu. Skyldi liún nokkurntíma verða konan hans? ö, nei, hún var víst of góð lianda lionum, þrátt fyrir allt; hann var hennar ekki verð- l,r- En liann vildi verða það. Og líversu erfilt 6er>i það svo reyndist, einsetti hann sér að Vera kyrr í vistinni út allan ráðningartímann. Og þegar liann svo kæmi lieim aftur sem fullgildur og dugandi maður, ætlaði hann að biðja Önnu sér til handa. En hvað skyldu þau, pabbi hans og fiiamma, segja við því? «Ó“, sagði hann og spratt upp, „mér er alveg sama um allar bændadætur, — ef ég hana önnu litlu. Þú skalt verða mín, Anna litla“, söng í honum. Eftir það háttaði liann °g tók á sig náðir. Heimilisbragurinn á „Tygesminni“ vai Uæsta ólíkur því, sem Níels Pétur hafði vanisi a heimili sínu, og hann varð að kannast við, að honum féll betur við hann á „Tygesminni“. þó var það eitt, sem hann saknaði dálítið ^yrst í stað, og það var félagslífið með jafu- óldrunum. Heima hafði hann verið foring- lllu, en hér var ekkert samkomuhús til þess að vera foringi í né ungmennafélag til að vera formaður fyrir. En þessi söknuður hvarf smám saman jafn- °tt og hann vandist heimilisháttunum. Það var fagurt heimilislífið á „Tyges- Ullnni“. Þegar dagsverkunum var lokið á hvöldin safnaðist heimilisfólkið allt saman í 8l°ru dagstofunni og söng og dóttir liúsbænd- auua lék undir á slaghörpuna. Stundum var Jl"ka lesið hátt úr kristilegum og fræðandi hókum. Níels Pétur fór heim til sín um jólin og ðvaldi þar tvo dagana. Ekki tókst honum þá, Hennir en síðast að hitta Önnu að máli. Hún Var í heimsókn í kaupstaðnum eins og þeg- ar hann fór að heiman síðast. Aokkru eftir að hann var kominn aftur a^ «Tygesminni“ var haldin fjölsótt æsku- yðssamkoma í kirkjunni. Níels Pétur var þar lika. Ræðutexti prestsins var: „Sjá, ég stend við yruar og kný á“. Sömu orðin, sem I.ars Samli las honum að skilnaði. Það var einkennileg tilviljun, að svona skyldi hittast á, fannst Níels Pétri, — einmilt sömu orðin. — Hann íhugaði þetta um stund og leiddi það liuga lians að dyrunum úr búð- inni inn í stofu skósmiðsins, sem hann þóttist fullviss um að Anna væri inni í. Hann fann til vonbrigðanna yfir því, að hún var þar ekki, og að hann gat alls ekki kvatt hana. Hvernig skyldi henni líða núna? Ætti hann að reyna að skrifa henni?--------Nei. — Hann var hrifinn út úr þessum hugleiðing- um með því að liann heyrði unga prestinn segja allt í einu: „Eru dyr lijarta þíns lok- aðar fyrir Jesú?“ Við þetta skipti um hugsanaferil hjá Níels Pétri. Hann fór að hugleiða þessa spumingu, livort að hjartadyr hans væru lokaðar fyrir Jesú, og með því að hlusta á það, sem prest- urinn sagði ennfremur um þetta efni, komsl liann að þeirri niðurstöðu, að dyrnar voru lokaðar og það, meira að segja, liarðlokaðar. Þegar liann var kominn að þeirri sjálfsvið- urkenningu, var liann orðinn undirbúinn ao heyra hverjar afleiðingar það nmndi hafa fyrir liann. Hann varð nú ósjálfrátt og óviðráðanlega svo gagntekinn af umhugsuninni um þetta, að hann gleymdi bæði stað og stundu ger- samlega og öllum öðriun, sem viðstaddir vom. Hann varð því forviða þegar farið var að syngja, því að liann hafði ekki veitt því eft- irtekt, er presturinn fór úr ræðustólnuin. Næstu daga var Níels Pétur mjög hugsandi að sjá og liann las mikið í Biblíunni sinni, þegar hann hélt að enginn sæi til sín, því að hann var einn þeirra manua, sem var ófús á að kynna öðrum hvað í sálunni bjó. En hús- bóndi hans var nægilega mikill mannþekkj- ari til þess að skilja, að hér mætti ekki róta við sæðinu of snemma, enda var það ávalll regla lians. Hann leit svo á, að mikið tjón væri unnið með ótímabærri sálgæzlu af mörg- um, sem ættu meira af óhyggilegu vandlæti, en andlegum skilningi á sálarlífinu. En alvörusvipurinn á Níelsi Pétri óx mcð degi hverjum. Það vottaði ekki fyrir hinum minnsta brosdrætti á andliti hans, sem ávalit var þó glaðlegt þegar það var eins' og það átti að sér að vera, og einn morguninn, þegar liann kom inn til að drekka kaífið, þá lcit liann helzt vit eins og undin þurrka. Þá hugs- aði Tygesen með sér, að nú væri tíminn kom-

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.