Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 17

Heimilisblaðið - 01.01.1954, Blaðsíða 17
|jóma í eyrum hans, barna- Vlriarirts mesta, svo og önnur 6*nföld Qg innileg bænaljóð, ®em við eigum svo mikið af. Guði sé lof. af því fyrsta, sem ótal Ulaiður hafa kennt börnum, eru 111 fögru bænaljóð Hallgríms etur. ssonar: ^ertu Guð faðir, faðir minn 1 helsarans Jesú nafni. hönd þín leiði mig út og inn Sv° allri synd ég hafni. . Ua eru þau gott veganesti Ut r Hfið. Og það hygg ég, að j^rgur maður mæli þetta fal- ega fyL vers og hin, sem á eftir ^a. oft fyrir munni sér, þeg- ^hann gengur frá rekkju sinni ^agstarfinu. Og við ýmis j^CÍfseri> jafnvel þótt hugur og °Uci séu bundin við annir og Uftlsyif daglega lífsins. Það ^aSUr nemur, aldinn sér tem- r- Öll erum vér börn. öll eig- . Vef sama föðurinn. Barna- rettU; all; rinn er það bezta, já, það ra bezta, sem vér eigum. Að með barnslegu trausti há ^ ^aðir vor! á himnum. Og ’ fyrst vér erum börn, þá 11111 vðr °B erfingjar. Erfingj- öuðs og samarfar Krists, ^stur hans og bræður, blessuð j,. h°num um tíma og eilífð. ^'Sendur með honum að hinni /^tu arfleifð, dýrustu perl- Ul’ sem til er. 1 honum og ^eð g ... uonum eigum ver von s lífs. Von ævarandi dýrð- j^Veru í ríki hans. . frelsarans Jesú nafni sam- g 111 Ver nú hugi vora á heil- jj . 111 stað, ásamt öðrum vift nUrn bræðrum Qg systrum ^r S VeSar um landið, og i fullu vUUsfi til náðar Guðs berum . fram af hug og hjarta bæn- Vorar. Amen. H g, MlblSBLAÐIÐ Á HÁLUM fS Skömmu fyrir hvítasunnu gengu tveir kvenmenn eftir ís á Skutuls- fjarðarpolli, bar önnur barn sitt, þriggja missira gamalt. Duttu þær ofan um ísinn, en gift kona frá Stakkanesi sá ófarir þeirra, hljóp út á ísinn til að bjarga þeim, en féll sjálf ofan í, festi þó um leið hökuna á ísskörinni, náði síðan til báðum höndum, hélt sér þar dauðahaldi og kreppti fæturna upp undir ísinn, en önnur, sem sokkin var, náði í pils hennar og hélt sér þar við. Kaup- maður Hinrik Kristján Paus, er hafði veturinn áður bjargað tveimur mönnum í líkum kringumstæðum, og síðan látið búa til verkfæri til að ná mönnum með, sem í slíka hættu kynnu að rata, leit áfall þetta, og fékk með nálægum mönnum heppilega bjargað þessum þrem kvenmönnum, en barnið fundu þeir eigi. Annáll nítjándu aldar 1801. HVALREKI Hval rak í Málmey á Skagafirði í vikunni fyrir páska, er menn nefndu hafurkitti, var hann sagð- ur 40 álna langur. Innan í honum var vænn kálfur. Af þessum hval hafði almenningur samt lítið gagn, því bóndinn í Málmey, Sigfús Jóns- son, dró leynd á hann fram undir hvítasunnu og lagði vinnumönnum sínum, er hann sendi tvisvar eða þrisvar sinnum í land á þeim tíma, fyrir blátt bann að segja frá hvaln- um; en sagt var, að hann hefði á laun sent orð þremur eða fjórum vinum sínum í Fljótum að sækja til sín hval. Þetta kvisaðist síðan, en allt um seinan. Gat þá Þorsteinn Árnason bóndi á Höfða loks veitt það upp úr vinnumanni Sigfúsar eitt sinn, er hann kom í land, með því að gera hann ölvaðan, að hval hefði rekið í eynni. Þegar þetta var komið upp, voru menn sendir frá Hólastól, [13] er eyjan og hvalurinn tilheyrði, að veita því umsjá og selja það er eftir var af hvalnum. Var þá Sigfús bú- inn að skera og nýta sér það bezta, en dysja sem þjófur það er hann komst eigi yfir, hingað og þangað um eyna. Eigi er þess getið, að Jónas sýslumaður gerði nokkurn rekstur úr þessu, en flæmast hlaut Sigfús úr Málmey. Annáll nitjándu aldar 1802. KIRKJURÁN Um haustið var stolið meir en 1000 rd. (nokkrir segja 1800) úr Vallaneskirkju, mestu frá þarver- andi sóknarpresti, Jóni Stefánssyni. Sökudólgarnir, Einar Þórðarson og Steinmóður Oddsson, urðu að vísu handsamaðir skömmu seinna í Reyð- arfjarðarkaupstað og margvíslega yfirheyrðir, fyrst af kaupmönnum þar og síðan, með því að sýslumað- ur var fjarverandi, af umboðsmanni hans, og meðkenndu þeir; en fjórði hluti peninganna kom aldrei til skila, kváðust þeir hafa fengið þá manni þeim, er til þessa verks hafði fyrst ráðið. Reis af þessu krókótt og langvinnt málavafstur um nokk- ur ár, og telur Magnús Stephensen í Minnisverðum tíðindum óþarft frekar frá því að skýra og einhverra orsaka vegna getur hann eigi um, hver grunaður var upphafsmaður þess. En síðar kom upp, að Þorsteinn Melsteð snikkari, sonur Jóns Ketils- sonar í Kiðey, hefði haft afskipti nokkur og umsýslu um peningahvarf þetta, og sumir sögðu, að Þórður Thorlacius sýslumaður mundi hafa verið í vitorði, en varla er það lík- legt, eða að Mála-Davíð hafi brugð- ið*honum um það í kveðskap sínum. Annáll nítjándu aldar 1803. Manntal var á íslandi 1801 47.852, í Reykjavík 307; 1802 47.772; 1803 46.994.

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.