Heimilisblaðið - 01.01.1954, Qupperneq 18
v r
RANNVEIG K. G. SIGBJÖRNSSON
mmursisi
HAFIÐ, bylgjandi sléttum,
bungubreiðum öldunum,
var umhverfis teinæringinn.
Iðilmjúk undiraldan klappaði
skipinu, alda af öldu, mjúkt,
hægt, vaggandi. Lyfti því
dreymandi á brjósti sér, hálf
hossaði því, en fór að engu
óðslega. Það grængolaði í sjó-
inn, þenna iðandi, kvika, auða
mar. Sjávarlyktina lagði fyrir
vitin á mönnunum. Fjöllin ægi-
legu, Ritur og Núpur, voru að
fjarlægjast. Tröllkonan mikla,
Stigahlíð, sem ýmist hefur
reynzt flagð til manndrápa eða
tryggðatröll til skjóls við ham-
förum storms og sjávar, eygði
enn kaldri, risavaxinni ásjónu
fleyið, sem í samanburði við
þetta hrikalega eyðifjall og út-
hafið mikla var aðeins lítill
depill, sem ein rísandi alda
hafsins eða stormhviða yfir
gnípur þeirra tröllslegu fjalla,
sem voru að smáhverfa sjón-
um manna, gæti kollvarpað*á
augabragði.
Isólfur á Gili var að fara í
hákarlalegu við tíunda mann.
Hann átti skipið. Mennirnir,
skinnklæddir með suðvesti á
höfði, sátu á þóftunum, tveir
á hverri og tóku bakföllin í
takt, seint, hægt, ákveðið og
sterklega. Þeir spyrntu fótun-
um í rangirnar og difu árunum
með ákveðnu lagi nógu djúpt
í sjóinn,til þessað hin geysilega
höfuðskepna spyrnti á móti.
Það fór titringur um skipið við
kraftaleg átök mannanna og
því kraftameiri ítök sjávarins,
er hann tók töfratökum á ár-
unum,svo skipið hentist áfram.
Skipið varð sem lifandi vera,
svo nákomið virtist það mönn-
unum, er í því voru. Það hent-
ist áfram við hvert áratog og
hló sigri hrósandi, því þannig
mátti þýða niðinn, sem fór um
hverja fjöl þess við átökin milli
manns og sjávar, yfir því, að
ekki lægi leið þess um sjávar-
botn nú, heldur á fleti marar
við farsæld í ljósi dags og blíð-
viðris.
Mennirnir voru rennsveittir í
róðrinum, og það virtist svo
sem hver einasti vöðvi í líkama
þeirra væri reyndur til þrautar.
Hendur og handleggir teygðust
[14]
og toguðust, æðarnar um en^
og gagnaugu, hendur og han
leggi tútnuðu og urðu kolbla
ar, skinnið skaraði um beimn
höndunum, og rauðir flek^
skipuðu sér hér og þar urn 8X1
litin, svo sem blóðið vildi l°sn
lík'
úr þessum heljarátökum
amans. i
Átta af mönnunum voru
fulltíða og meira og ,
kraftalegir. Tveir, þeir
inn á Vatni og Andrés fra
móðu, voru yngstu menn Þarn •
Þórarinn var að tvennu ^
betur á sig kominn. Hann
eldri og ekki sjóveikur. Án
var aftur á móti linastur 8
á árinni, bæði var hann
þroskaður, sextán ára SaIfí ^
til þess að lenda í slíkri ma
raun, svo varð hann að .
upp árina alltaf annað s *
r irc var°
til þess að kasta upp. Lok
hann svo þjakaður, að
gat hvorki róið né kastað n ^
en engdist sundur og sa ^
af kvölum og lá aðgerða^.g
fram á ár sína.
hringsnerist fyrir augum ,
þjáningafull ógleði fór um
heimilisbI<aP