Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1954, Qupperneq 20

Heimilisblaðið - 01.01.1954, Qupperneq 20
— Já, en það er óyggjandi meðal við sjósóttinni, sagði Reginald. Athygli flestra hafði beinzt að þeim Hergli og Andrési, þegar hljóð kom frá ísólfi. — Hvern andskotann ertu að gera við strákinn, Hergill? kallaði hann. Hergill lét Andrés drekka nokkra sopa í viðbót, áður en hann anzaði formanninum eða sleppti bráð sinni. Svo fleygði hann austurtroginu í austur- rúmið og svaraði glottandi: — Ég var að lækna hann af sjósóttinni. Þú líklega þekkir þetta, Isólfur. Andrés laut áfram og byrj- aði enn að selja upp. Hergill lét austurtrogið undir og deif í sjóinn á ný, til að blanda sam- an uppsölunni og sjónum. Bar enn að vörum drengsins, til þess að hann skyldi drekka meira. — Þetta læknar þig, stráksi. ÞHsvar sinnum skaltu drekka, bá fæ”ðu aldrei sjósótt framar, sa^ði Þórir. En Andrés rak upp org mik- ið. er Hergill tók í hnakkagróf hans í annað sinn, með austur- trogið við varir hans. ósjálf- rátt stöðvuðu allir róðurinn. — Hvaða helvítis læti eru í bér við drenginn ? sagði Jakob í Dal og lagði unp árina. I sama vetfangi þýtur ísólfur sem kólfi væri skotið úr sæti sínu og fram til þeirra Hergils og hend- ir honum endilöngum í austur- rúmið. — Láttu drenginn kyrran. Þegar hann er í skiprúmi hjá mér, þá er ég húsbóndi hans. Og ég læt ekki níðast á mönn- um mínum, mælti hann af móði. Hergils ranghvolfdi augun- um og staulaðist á fætur. — Ég skal launa þér þetta einhvern tíma, Isólfur, sagði hann, hvít- ur af bræði, og talaði lágt og titraði af heift. — Takið allir til áranna, sagði Isólfur, og hann settist' undir sína og tók að róa með endurnýjuðum krafti, svo menn hans urðu enn á ný að taka á öllu, sem þeir áttu til. Andrés skalf og titraði af áreynslu alls þess, er yfir hann hafði gengið, en hann reyndi að róa, þótt sá róður væri bara það,sem kallað er,,aml“, í sam- anburði við víkinga Isólfs, þá hina sterku og fulltíða. Hon- um lá við gráti, en hann hark- aði af sér. Þá fóru honum að blæða nasir. — Stráknum er að blæða af kvenmannsleysi, sagði Þórir og hló við. Jóhann reif horn af rauða vasaklútnum sínum, vætti í sjónum og rétti Andrési. — Hérna, Andi. Stingdu þessu upp í nefið á þér, skinnið mitt, og reyndu nú að vera eins og maður. Hvort sem það var ofþensla á taugum Andrésar, er olli því, eða,,lækningin“og máskehvort tveggja, þá er víst, að honum létti sú kvöl, sem nefnist sjó- sótt. Þrisvar sinnum átti hinn sjóveiki maður að drekka, hver sem hann var, að sjó- manns dómi og frásögn, upp- sölu sína og sjó saman við. Við höfum nú séð, hvernig önnur tilraunin endaði að þessu sinni, enda óvíst, að Andrés hefði komizt óskaddaður í gegnum slíkar endurtekningar á móti vilja sínum. Honum leið illa enn, og honum fannst allur [16] líkami sinn vera áð slitna 1 sundur af veikindum áreynslu. En um frekari hlu* tekningu var nú ekki að rseéa- Og Andrés reyndi að hang® 3 árinni, þótt af veikum m^1 væri. Innan stundar kom noks nýtt fyrir. Tröllkonan Stigah^ hafði verið að smáhverfa sjóu um manna. Síðast leit huíl sínum geigvænlegu augum eiriS og yfir öxl Ægis, svo len^ sem stærð hennar leyfði- ®n þegar hún hafði horfið sjeI1 Q0 um manna fyrir nokkru, þessi litli depill, teinæringur inn, hafði haldið þannig áfua,r í faðmi hafs og himins, rel nýtt undur úr sæ. — Landsýn! kallaði forma^ ur. Leggjum nú stjórann. Mennirnir litu upp undran Klakaklæddir fjallatopP9 risu úr hafinu í fjarska. Gífur legir jöklar. — Það er Grænland, sa& Jakob í Dal. Fleiri, sem lan^ höfðu farið í sjóferðum Þarnjj könnuðust við, að svo myn vera. ^ Mennirnir horfðu allii" ^ undrun og lotningu á ÞeS^ tröllauknu jökla, ískl®d ^ hafsverðina, sem gseg^u^ þarna eins og nátttröll upP _ hafinu. Andrés gleymdi sl° veikinni, Hergli og austurtr0? inu, blóðnösunum og öHuríl þeim þjáningum, sem ^an _ hafði nýskeð gengið í ge^ um, og horfði hugfangiuu undrandi á þessi nýju hiu1111^ gnæfandi landamerki. Grsen land. Eyðiland — land ingia. — Land, sem seudi ^ frá sér þessar ógurlegu ísUre^ ur, sem náðu heim að str°n um hans eigin lands og s^°^ HEIMILISBLAP,P

x

Heimilisblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.