Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1956, Page 2

Heimilisblaðið - 01.03.1956, Page 2
í kosningabaráttunni. Maður einn, sem verið hafði flokksbróðir Churchills í íhalds- flokknum og persónulegur vinur hans árum saman, skipti allt í einu um skoðun og bauð sig fram fyrir Verkamannaflokkinn við þýðingar- miklar kosningar. Churchill varð svo gramur yfir þessu háttalagi mannsins, að hann bauð sig fram á móti honum og hóf fyrstu ræðu sína á fjölmennum kosningafundi í kjördæminu með þessum orðum: „Heiðruðu tilheyrendur! Þetta er í fyrsta skiptið, sem ég hef heyrt get- ið um rottu, er syndir út í sökkv- andi skip . . . .“ Leyndarmál úlfaldans. Hvernig stendur á því, að úlfald- inn getur iifað án þess að drekka vikum saman — og að þetta stóra og sterka dýr drekkur aðeins fjórð- ung af því, sem hestur þarf að drekka ? — Leyndarmál úlfaldans er í því fólgið, að innan í maga hans er fjöldinn allur af smáum „vatns- geymum“, sem vöðvar ýmist opna eða loka. Þegar úlfaldinn drekkur, fyllast hólf þessi og lokast siðan af sjálfu sér, og í þeim geymist vatn- ið, þangað til dýrið þarf á því að halda. Móðganir. Ungur blaðamaður í Frakklandi hafði kallað greifafrú eina apa í blaði sínu — og var dreginn fyrir lög og dóm og fékk háa sekt. ,,Ég lofa yður því, herra dómari. að kalla greifafrú aldrei framar apa,“ sagði blaðamaðurinn, er dóm- urinn hafði verið uppkveðinn. „En það er vonandi ekki refsivert, þótt ég kalli apa greifafrú ?“ ,,Nei, auðvitað ekki,“ svaraði dómarinn. Um leið sneri biaðamað- urinn sér að andstæðingi sínum og sagði: „Verið þér sælar, greifafrú!" Bezti grímubúningurinn. A grímudansleik einum í New Orleans voru fyrstu verðlaun veitt þátttakanda, sem hafði búið sig sem górillaapa. Eftir alllanga stund upp- lýstist það, að sá, sem verðlaunin hlaut, var í raun og veru górillaapi, sem gamansamur náungi hafði feng- ið lánaðan í dýragarði, til þess að fara með á dansleikinn. ★ Frá því árið 1939 hafa fast að því 10.000 nýjar tegundir lyfja komið á markaðinn. ★ Frú Larsson í Málmey skildi ný- lega við manninn sinn. Þegar þau kvöddust, gaf hann henni hálsfesti, sem búin var til úr 224 tölum, sem hún hafði neitað að festa á fötin hans. ★ Tíu smálesta götuþjappari hvarf nýlega í Vestur-Berlín. Lögreglan leitaði að honum árangurslaust í tvær vikur, en þá komst það upp, að verkamaður einn, Siegfred Beck- er, hafði stolið honum, hlutað hann niður með logsuðutæki og selt hin- um og þessum hlutana. Vísa. Gufi, mér gefSu sumar, gef mér kœrleiksyl. Öllum veittu yndi, sem eitthvað finna til. Þórarinn Kristjánsson. WeitniitiblaÍtf Útgefandi: Prentsmiðja Jóns Helgasonar. Blaðið kemur út annan hvern mánuð, tvö tbl. saman, 44 bls- Verð árgangsins er kr. 50,00. í lausasölu kostar hvert blað kr. 10,00. Gjalddagi er 14. apr. Utanáskrift: Heimilisblaðið, Bergstaðastr. 27, pósthólf 304, Rvík. Sími 4200- Prentað í Prentsmiðju Jóns Helgasonar- Vori fagnaö. Vanga strýkur varmur þeyr< vetri halla gerir köldutn■ Loftið hlýnar, dimman deýr> dagar langir sitja að völdutn- Froðu þeytir fossinn air, fiðlu vorsins hljóma strengtr< lœkir hjala, lindin lilœr, leirug elfa klakann sprengtf- Blána tindar, hœð og hól hlýir fingur sólar gylla'- Gróa tún og grœnka skjól, ■ glaðir söngvar loftið fylla- Hér má sjá und hlíðar rót hjarðir frjálsar gróður kroPV11' Lömhin smáu fimiim fót frá og létt um grundir hopPa' íYú er engum lífið leitt, Ijós og varma flestir prísa■ lilómin skœru, eitt og eitt, upp af vetrar svefni rísa. Glöð og trii sitt vinna verk vor og sól um haf og lendur< unz í grænum sumarserk sjáleg fósturjörð vor stenduf Öllum stundin er mi góð — anga blóm um tún og haga sem að elska lag og Ijóð, Ijós og heita sumardaga. Nú er engum þörf að þjást> þrána Ijósið endurnterir, gleði, fegurð, æsku og ást öllu blessað vorið færtr. ^ Gjalddagi blaðsins er 15. apríl. — Verðið er 50 kr.

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.