Heimilisblaðið - 01.03.1956, Síða 20
Hann vaknaði ekki fyrr en sólin var komin á
loft. Þá gekk hann út úr kofa sínum, fékk sér
morgunbita og beið síðan gestsins, sem hann
taldi sig eiga von á. Þeir hlutu að koma til hans;
það var ekki virðingu þess manns samboðið,
sem átti riffil, að fara sjálfur á fund annarra
manna.
Innan skamms sá Pepe, hvar tveir menn,
Júan Aría og bróðir hans, komu gangandi eftir
einum af stígunum, sem lágu um þorpið. Fólk
horfði forvitnislega á eftir þeim, en aðrir komu
ekki, því að þeir höfðu engan grip misst. Þeir
höfðu enga löngun til að borga eða taka þátt í
að borga veiðimanni.
Pepe beið, þangað til mennirnir nálguðust
hann, og sagði svo: — Góðan daginn.
— Góðan daginn, svöruðu þeir.
Þeir settust hjá honum, þarna úti í sólskin-
inu, og horfðu ekki á neitt sérstakt, og þeir
voru ekki lengur hræddir, því að á daginn var
aldrei neitt að óttast. Það var mjög sjaldgæft,
að jagúarinn réðist á geiturnar þeirra eða kýrn-
ar að deginum.
Eftir hæfilega stund sagði Júan Aría: — Ég
rak geiturnar mínar inn í þorpið í gærkvöld og
hélt, að þeim væri óhætt þar.
— En reyndist það ekki vera?
— Það reyndist ekki vera. Eitthvað kom og
drap eina þeirra, ágæta geit, hvít- og svart-
flekkótta, uppáhaldsgeitina mína. Þegar það fór
burt aftur, hvarf geitin líka. Ég á ekki eftir
að sjá hana lifandi framar.
— Hvað var það, sem drap geitina þína?
spurði Pepe.
— Illur andi, en í morgun sá ég aðeins slóð
eftir jagúar.
— Heyrðirðu hann koma?
— Já, ég heyrði til hans.
— En hvers vegna varðir þú þá ekki geiturn-
ar þínar?
Júan Aría baðaði út höndunum. — Það væri
óðs manns æði að ráðast á illan anda eða jagúar
með sveðju eina að vopni.
— Það er satt, sagði Pepe. Við skulum vona,
að hann drepi ekki aðra geit, þegar hann verður
svangur næst, þessi illi andi eða jagúar.
— En það gerir hann.
Pepe varð rórra, því að samningahorfur hans
bötnuðu stórum við þessa viðurkenningu Júans
Aría. Það var líka rétt, að þegar jagúarinn haf 1
einu sinni gengið úr skugga um það, hversu
auðvelt var að verða sér úti um bráð í þorpinU'
mundi hann koma aftur. Hann mundi e
hætta ránsferðum sínum í þorpið, fyrr en hann
væri drepinn, og þar sem hann vissi, hvar Jn£*n
Aría geymdi geiturnar sínar, mundi hann ha
áfram að ofsækja þær.
— Það er slæmt, sagði Pepe, því að menn
missa oft margar geitur í jagúarinn.
— Nema veiðimaður drepi hann, sagði Jnan
Aría.
— Nema veiðimaður drepi hann, endu* 0
Pepe.
— Þess vegna er ég kominn til þín, PeP®'
sagði Júan Aría. Áhyggjusvipur breiddist
andlit hans. Ég vona, að þú sért fáanlegnr ,
að elta þennan jagúar uppi og drepa hann, Þv
að þú ert eini maðurinn, sem getur það. ^ ^
— Mér mundi vera sönn ánægja að ÞV1
drepa hann, en ég get ekki unnið fyrir ekk
— Ég ætlast heldur ekki til þess. Enginn etn
heila geit í einu, ekki einu sinni jagúar, °S v.
hlýtur að finna leifarnar af uppáhaldsgeit11111
minni. Þú skalt fá það að launum, sem jaguar
inn hefur ekki étið.
Pepe reiddist. — Ætlast þú til þess, a^ e
fari að leggja erfiða vinnu á mig og riffiÞ0'
minn fyrir hræ, sem jagúar er genginn fra'
— Nei, nei! sagði Júan Aría. Ég skal íe
þér lifandi geit í viðbót!
— Þrjár geitur. ^
— Ég er fátækur maður! kveinaði hmn-
mundir setja mig á höfuðið með því!
— Sá maður getur ekki kallazt fátækufi se .
á tuttugu og níu geitur, enda þótt hann k1111^
að verða það, ef jagúar drepur nógu of*’
hjörðinni hans, sagði Pepe.
— Ég skal gefa þér eina geit og tvo kiðhn^
— Tvær geitur og einn kiðling. ,.
— Þú ert harðdrægur í samningum, sUe
Júan Aría, en ég get ekki hafnað tilboði ÞlP
fyrst svona stendur á. Dreptu jagúarinn.
* •
Pepe gerði sér upp kæruleysissvip, svo ^
þeim manni sómdi, sem átti riffil, er hann
riffilinn upp af fallegu ábreiðunni, sem n .
geymdi hann á, þegar hann hafði hann e ^
með sér. Hann skoðaði púðurhomið sitt
HEIMILISBLAÐIÐ
64