Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.03.1956, Page 27

Heimilisblaðið - 01.03.1956, Page 27
ekkert sagt, tæplega dregið andann. Lóksins stundi hún upp skjálfandi röddu: — Ég — ég þarf — ekki að spyrja þig. Mér er nóg að sjá þig — að sjá, hve þú — skamm- ast þín fyrir að koma hingað. Eftir stutta þögn hélt hún áfram: ~~~ En ég vil heyra það allt — allt. Ég hef gert boð eftir prestinum, svo að hér gætu orðið n°kkurs konar skriftir hjá þér. Þú skilur, við kvað ég á. Eosalie rak upp krampakennd óp. Hún hélt 0lldunum ennþá fyrir andlitinu. ^aróninn, sem orðinn var uppstökkur, tók utan um handleggi stúlkunnar, kippti þeim frá andliti hennar og hrópaði: Talaðu, reyndu að svara! Rosalie hné niður á gólfið og huldi andlitið a ný í höndum sér. ■^á talaði presturinn til hennar: ' Heyrðu, stúlka mín. Hlustaðu nú á það, aern sagt er við þig, og svaraðu skilmerkilega. i® ætlum ekki að gera þér neitt illt. En við viljum heyra sannleikann. denný hallaði sér yfir rúmstokkinn og starði a Idónustustúlku sína. T Er það ekki satt, að þú hafir verið í rúmi lens, þegar ég kom þar að ykkur? ~~ Jú, frú, sagði Rosalie með fingurna fyrir munninum. aronsfrúin brast í krampakenndan grát. denný horfði hvasst á þjónustustúlkuna og sPurði: ~~~ Hvað hefur samband ykkar staðið lengi? ~~ Erá því hann kom hingað, stundi Rosalie Upp. Jenný áttaði sig ekki á því í fyrstu, við hvað hutl setti. Erá því hann kom hingað, endurtók hún, það er síðan í vor? ~~~ Já, frú. ~~~ Síðan hann kom fyrst í þetta hús? ~~~ Já, frú. IJargar spurningar komu fram á varir Jenný- En hvernig atvikaðist það ? Hvernig hegð- hann sér? Hvað sagði hann við þig? Hve- r skeði það? Og hvernig gaztu gefizt honum a vald? u fók Rosalie hendurnar frá andlitinu. Hún var allt í einu gripin ákafri löngun til þess að leysa frá skjóðunni, og hún svaraði: — Hvernig get ég vitað það? Það skeði dag- inn, sem hann borðaði hér fyrst. Hann heimsótti mig upp í herbergi mitt. Hann hafði falið sig í hlöðunni. Ég þorði ekki að æpa af ótta við að gera hávaða. Hann varð hjá mér. Ég hugsaði ekkert út í það, hvað ég gerði, og svo fékk hann vilja sinn. Ég sagði ekkert, af því að mér fannst hann svo fallegur! Þá hrópaði Jenný upp: — En barnið þitt — er hann faðirinn? Rosalie snökti. — Já, frú. Svo þögðu þær. Rosalie og barónsfrúin grétu. Jenný réði ekki heldur við tilfinningar sínar. Augu hennar fylltust tárum, sem runnu niður kinnar hennar. Barn þjónustustúlkunnar átti sama föður og hennar eigið barn! Hún var ekki lengur reið. Hún fann aðeins til ólýsanlegrar þjáningar og takmarkalausrar örvæntingar. Loks tók hún aftur til máls með breyttum málhreim. Nú var rödd hennar þýð, eins og rödd konu, sem grætur: — Byrjaði hann svo aftur, þegar við komum heim úr ferðalaginu? — Já, fyrsta kvöldið, sem hann kom heim, stundi stúlkan á gólfinu. Jenný fannst eins og rýtingi væri stungið henni í hjartastað við hvert einasta orð. Um kvöldið, þegar þau komu heim til Asparlundar, hafði hann yfirgefið hana vegna þessarar stúlku. Það var þess vegna, sem hann hafði krafizt tveggja svefnherbergja. Nú vissi hún nóg. Hún kærði sig ekki um að heyra meira. Hún hrópaði: — Burtu, burtu með þig! En Rosalie hreyfði sig ekki þaðan sem hún lá, gjörsamlega yfirbuguð á sál og líkama. Jenný kallaði þá til föður síns: — Farðu með hana út, dragðu hana burtu! En prestinum, sem hingað til hafði þagað, fannst nú vera kominn tími til þess að flytja svolitla hugvekju. — Þú hefur hegðað þér mjög illa, stúlka mín, sagði hann, — og góður Guð fyrirgefur þér ekki strax. Hugsaðu um helvíti, sem bíður 71 HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.