Heimilisblaðið - 01.03.1956, Side 28
þín, ef þú ekki snýrð frá villu þíns vegar. Þar
sem þú ert orðin móðir, verðurðu að hegða þér
skynsamlega. Barónsfrúin mun sjálfsagt hjálpa
þér, og við munum reyna að útvega þér eigin-
mann!
Hann mundi hafa haldið áfram að tala, ef
baróninn hefði ekki tekið utan um herðar Rosa-
lie, reist hana upp, dregið hana að dyrunum og
kastað henni eins og böggli fram á gang.
Þegar baróninn kom aftur inn, var hann föl-
ari en dóttir hans. Presturinn hóf aftur ræðu
sína:
— Já, hvað skal segja? Þeir eru allir eins
hér í héraðinu. Það er hörmulegt til þess að
vita, en ekkert við því að gera. Maður verður
að auðsýna umburðarlyndi, því að mannskepn-
an er nú einu sinni svona. Hér giftast þær
aldrei án þess að vera barnshafandi, nei, aldrei,
frú. Og hann bætti brosandi við: — Maður
skyldi næstum því halda, að annað eins væri
siður hér í sveit. Síðan mælti hann í ergilegum
tón: — Hálfgerð börn leiðast meira að segja út
í slíkan saurlifnað. Tali maður um það við for-
eldrana, segja þau bara: — Hvað getum við
gert við þessu, prestur? Við kennum ekki börn-
um okkar annað eins og þetta, en við getum
ekki komið í veg fyrir það. — Gott fólk, þjón-
ustustúlkan ykkar hefur hagað sér eins-------
Gremjan sauð niðri í baróninum, og hann
greip fram í:
— Hún, hvað kemur hún okkur við? Það er
Julien, sem ég er reiður við. Hann hefur komið
hneykslanlega fram, og ég tek dóttur mína með
mér.
Hann gekk aftur og fram um gólfið og varð
stöðugt æstari og æstari.
— Það er svívirðilegt af honum að táldraga
þannig dóttur mína. Hann er asni, óþokki og
ræfill, og ég skal segja honum það upp í opið
geðið. Ég skal gefa honum vel útilátin kjafts-
högg, ég skal slá hann í rot með stafnum mín-
um!
En prestur var hinn rólegasti og hressti sig
á tóbaki. Hann sat við hliðina á barónsfrúnni,
sem grét stöðugt. Þegar baróninn þagnaði,
mælti hann:
— Jæja, herra barón. Okkar á milli sagt
hefur hann aðeins gert það, sem allir aðrir
gera. Þekkið þér kannske marga eiginmenn,
sem eru trúir konum sínum? Svo bætti hann
við, dálítið illkvittnislega: — Ég þori að veðja,
að jafnvel þér hafið lagt út net yðar. Nú, hönd
ina á hjartastað. Er það kannske ekki satt?
Baróninn nam staðar, öldungis klumsa yf*1
orðum prestsins. En presturinn hélt áfram máh
Jú, víst er það satt. Þér hafið verið
smu:
eins og allir aðrir. Hver er kominn til að segJa>
að þér hafið ekki komið yður í mjúkinn hja
laglegri þjónustustúlku, eins og Rosalie er? Ég
fullyrði, að allir karlmenn séu breyskir. Hefm
kona yðar kannske verið vansælli fyrir þvl>
enda þótt þér hafið hegðað yður eins og aðru •
Baróninn stóð eins og steingervingur.
Presturinn fór sannarlega ekki með neina
lygi. Hann hafði gert nákvæmlega það sama
og aðrir. Já, hann hafði hagnýtt sér öll ÞaU
tækifæri, er honum buðust. Hann hafði ekk1
tekið hjónabandseiðinn of hátíðlega. Hann
hafði ekki hugsað sig um tvisvar, þegar honum
gazt að þjónustustúlkum konu hans. Var hann
kannske þrjótur fyrir því? Hvaða rétt hafð'
hann til þess að vera strangur dómari gagnvart
Julien?
Enda þótt barónsfrúin væri ennþá volan<h>
brá fyrir brosi á vörum hennar, þegar henn1
varð hugsað til æskubreka mannsins síns.
Jenný lá á bakinu með starandi augu, sokkm
niður í angurværar hugsanir. Ein af setning^m
þeim, er Rosalie hafði sagt, þrengdi sér inn 1
huga hennar: — Ég sa'gði ekkert, af því að me1
fannst hann svo fallegur!
Já, í þessu lá einmitt yfirsjónin! Einnig henn1
hafði fundizt hann fallegur. Og það var ein
göngu þess vegna, sem hún hafði gefizt honum,
bundizt honum allt sitt líf. Það var þess vegna>
sem hún hafði afsalað sér öllu öðru, öllum Þin
um fögru framtíðarvonum, öllu hinu óþekktm
sem morgundagurinn ber í skauti sér. Hún haf^1
dottið í þetta hjónaband, án þess að megna a^
krafsa sig út úr því aftur. Og þetta var allt ÞV1
að kenna, að henni hafði fundizt hann fallegur’
eins og Rosalie!
Allt í einu var hurðinni hrundið harkalega
upp. Julien kom inn, hamstola af reiði. Hanu
hafði séð Rosalie vola í stiganum og var uU
kominn til þess að fá útskýringu á því, hvernig
málin stæðu. Hann þóttist vita, að eitthva^
væri í bígerð, að minnsta kosti hafði stúlkan
HEIMILISBLAÐIÐ
72