Heimilisblaðið - 01.03.1956, Síða 30
eftir því að barnið fæddist, án allrar tilhlökk-
unar. Það var eins og hún byggist við áfram-
haldandi andstreymi og óláni á komandi dög-
um.
Vorið var komið. Trén voru ennþá ber og
nakin, en í giljum og lautum, þar sem rotnandi
gras og trjáblöð lágu í haugum, voru byrjaðir að
springa út gulir maríuvendir. Örlitlar, grænar
spírur stungu upp kollinum úr brúnum gras-
sverðinum og ljómuðu í sólarljósinu.
Digur og útlimastór kona hafði tekið við
starfi Rosalie. Hún studdi barónsfrúna á göngu-
ferðum hennar, þar sem hún staulaðist fót fyrir
fót alltaf sömu leiðina eftir trjágöngunum.
Baróninn leiddi Jenný, er stöðugt varð þyngri
á sér. Lísa frænka hélt undir hinn handlegg
hennar. Hún var með allan hugann við hina
leyndardómsfullu fæðingu, sem Jenný átti í
vændum, en hún sjálf mundi aldrei fá að
kynnast.
Þannig leið tíminn hjá þeim, án þess að
margt væri talað. Á meðan þeyttist Julien um
héraðið á hestbaki. Hann var allt í einu orð-
inn svo mikill hestamaður.
Tíminn leið. Baróninn, frúin og greifinn fóru
aðeins einu sinni í heimsókn til Fourville-fjöl-
skyldunnar, sem Julien var allt í einu orðin
svo hjartfólgin, án þess að nokkur sýnileg á-
stæða væri fyrir því. Önnur kurteisisheimsókn
var farin til Brisevillefjölskyldunnar, sem ein-
angraði sig algjörlega í kastala sínum.
Dag nokkurn um fjögurleytið sáust maður
og kona koma ríðandi að Asparlundi. Julien
hljóp inn í herbergið til Jennýar og sagði más-
andi:
— Flýttu þér niður! Fourville-hjónin eru
komin í heimsókn! Þau vita um ástand þitt og
eru komin til þess að heilsa upp á þig. Segðu
þeim, að ég hafi gengið út, en komi mjög fljót-
lega. Ég ætla aðeins að snyrta mig ögn til.
Jenný gekk undrandi niður. Falleg, ung, en
dálítið föl kona með þunglyndislegt andlit, blá
augu og ljóst hár, kynnti rólega manninn sinn,
reglulegan risa með rautt yfirvararskegg. Síð-
an bætti hún við:
— Við höfum nokkrum sinnum hitt herra
de Lamare greifa. Við vitum, hvernig ástatt er
fyrir yður, frú, og ætlum þess vegna ekki að
tefja lengi, en okkur langaði til þess að heim-
sækja yður án hefðbundinna formsatriða. Fynr
nokkru sýndu móðir yðar og faðir okkur þa
ánægju að heimsækja okkur.
Hún talaði svo frjálsmannlega og glaðlega>
að Jenný varð strax töfruð af framkomu henn-
ar. — Hér er kannske vinkona við mitt hsefi>
hugsaði hún.
de Fourville greifi líktist aftur á móti birni,
sem hefur villst frá heimkynnum sínum. Þeg'
ar honum var boðið sæti, setti hann hattinn
sinn á næsta stól við hlið sér, hugsaði sig sV°'
lítið um, hvað hann ætti að gera við hendurn-
ar, setti þær fyrst á hnén, síðan á arma stóls
ins og að lokum krosslagði hann þær á brjósti
sér, eins og hann væri að biðjast fyrir.
Allt í einu gekk Julien inn. Jenný varð furðn
lostin. Hún ætlaði ekki að þekkja hann aftur-
Hann hafði rakað sig. Hann var fallegur, frjáls
mannlegur og töfrandi, eins og í tilhugalíf1
þeirra. Hann þrýsti loðinn hramm greifans °S
kyssti á hönd greifafrúarinnar. Það lifnaði ogn
yfir greifanum við komu Juliens, ög það hlj°P
ofurlítill roði í marmarahvítar kinnar greif3
frúarinnar og augnahvarmar hennar titruðu
andartak.
Hann talaði. Hann var elskulegur, eins
í gamla daga. Stór augu hans ljómuðu glettn
islega og hár hans, sem nýlega hafði verið
laust og þurrt, var nú mjúkt og glansandi.
Þegar greifahjónin bjuggust til brottferðar>
sneri greifafrúin sér að Julien og sagði:
---Viljið þér, kæri greifi, koma í reiðtúr a
f immtudaginn ?
Julien hneigði sig og tautaði:
— Já, með ánægju, frú.
En greifafrúin greip hönd Jennýar og sagð1
með vingjarnlegu brosi:
— Þegar þér eruð orðin frísk, skulum V1
öll fara á harðastökki um héraðið. Haldið þ°r
ekki, að það verði skemmtilegt?
Með frjálslegri og tígulegri hreyfingu hent1
hún slóðanum á reiðkjólnum sínum yfir han
legg sér og hoppaði síðan létt eins og álfur UPP
í söðulinn, á meðan maður hennar kvad 1
kauðalega og klofaðist þyngslalega á bak hest1
sínum.
Þegar þau voru komin út um hliðið,
Julien, sem virtist ljóma allur af aðdáun:
HEIMILISBLAÐIÐ
74