Heimilisblaðið - 01.03.1956, Qupperneq 39
Kalli og Palli þurfa að veggfóðra dagstofuna. Þeir
^aupa sér hvítan pappír, breiða hann á jörðina og
^iðja svo storkinn að stíga ofan í svarta málningu
°B ganga síðan með gætni eftir pappírnum. Þetta
Verður allra fallegasta veggfóður og fer vel á veggj-
jfrmn. En þá vill Júmbó einnig láta veggfóðra dag-
stofuna sina og fær Kalla og Palla til að hjálpa sér
að búa til veggfóður. En fæturnir á Júmbó eru stór-
ir og klunnalegir, svo að veggfóðrið hans verður
ekki sérlega fallegt. Hin dýrin hlæja að því, en
Júmbó finnst það vera fallegasta veggfóðrið, sem
hann hefur nokkurntíma séð og er ánægður með það.
og Palli hafa fengið sér nýja hatta — mjög
‘aUega, en þá langar til að fá sér fallegar fjaðr-
lr ' þá, til að gera þá ennþá fallegri. Þeir fara
t*' strútsins og gera hann hræddan, því að hann
stmgur alltaf höfðinu niður í sandinn, þegar hann
verður hræddur, og á meðan hann stendur þannig,
geta þeir Kalli og Palli stolið sér fjöðrum úr stél-
inu á honum. En þegar strúturinn lítur upp og
sér fjaðrirnar sínar í höttunum á Kalla og Palla,
verður hann öskuvondur, nær sér í stóran kakt-
us og tekur á rás á eftir þeim, svo að þeir eiga
ekki von á góðu, ef hann nær þeim.
83
HEIMILISBLAÐIÐ