Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Page 10

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Page 10
Grundvallarmismunui1 P ^ göngu þeirra kemur ekki fyrir. Reikistjör ilurnar ganga í kringum sólina eftir næm pVj hringmynduðum braut- um, líkt og stem n svífur kringum hönd okkar, ef við binduiTi utan um hann teygjuband og sveiflum ho’num í hring. Halastjörnurnar haga sér einnig, mjög líkt þessu. Þær verða einnig að hlíta. náttúrulögmálunum og ganga hring- inn í kringum sólina. Þó eru brautir þeirra sporöskjulagaðri. en brautir reikistjarnanna, og getum við hugsað okkur þær sem hring, er teygður hefur verið í gagnstæðar áttir, og er svo sólin í öðrum brennipunkti sporbaugsins. Allmikill munur er á þeim tíma, sem það tekur halastjörnurnar að ganga kringum sól- ina. Til dæmis má nefna, að hin kunna hala- stjarna, sem nefnd hefur verið „Wilson-Harr- ington“, er aðeins 2,3 ár að ganga heilan hring eftir sporbaug sínum, en „Delevan" kemst ekki af með minna en 24 milljónir á.ra til þess að leysa sína hringferð af hendi. Hin fræga Hall- eys-halastjarna, sem vakti svo mikla athygli 1910, er hún kom næst sólinni, verður aftur sjáanleg frá jörðinni árið 1985. Við vitum með jafn mikilli vissu, að það muni ske og það, að árstíðaskipti verða á jörðinni., Skammt er síðan menn héldu, að þei'r vissu þegar góð skil á byggingu halastjarnanna,, skini þeirra og orsökum halans. En nýrri athuganir hafa fært mönnum nýja þekkingu. „Hausar“ halastjarnanna eru myndaðir af föstum kjarna. eða fastri steinþyrpingu. Þegar þessi kjarni nálgast sólina, hitnar yzta borð hans og; fer að gufa upp. Uppgufun þessi fer mestmegnis fram með sprengingum, og eru' aðalefni henn- ar vatnsgufa, ammóníak, methan og kolsýra.. Segja má, að sólin „blási burt“ efniseindum uppgufunarinnar, svo að þær mynda utan um kjarna halastjörnunnar gufuhjúp, sem teygist; út frá henni og verður oft geysistór. Hvort- tveggja er lýsandi, halinn og kjarninn, og því sjáanlegt. En hver eru þau öfl, sem sveigja þennan gufuhjúp halastjörnunnar í vissa átt og teygja hann eins og hala, milljónir kílómetra út í geim- inn? Hali halastjörnunnar vísar að minnsta kosti alltaf burt frá sólu. Hann myndast að- eins, þegar halastjarnan er nálægt sólu, og hverfur síðan aftur. Hann hlýtur að luta o r um lögmálum en gufuhalinn, sem kembir af eimreiðinni, þegar járnbrautarlest er a ier Loftið heldur eftir vatnsgufu eimreiðarinnaL og eimreiðin brunar burtu frá henni. Sá ,,hah vísar alltaf í öfuga átt við stefnu eimreiðarino ar, ef hvass hliðarvindur feykir honum ekki ur leið. Þótt við sleppum því, að fyrir utan gu^u hvolf jarðarinnar er ekkert ,,loft“ fyrir hendi, sem haldið gæti eftir gufuhala halastjörnun11 ar, verður okkur það ljóst, að hali hennar ur öðrum lögmálum. Auðveldast væri að dt skýra stefnu hans þannig, að hvass „hliðar vindur“ blási á hann frá sólinni og feyki 111 sér efniseindunum með síauknum hraða. skýring var þá nærtæk, að þessi „vindur' v®r' ekkert annað en sólargeislarnir sjálfir, þvl a ljósið þrýstir á alla hluti, rétt eins og efni, selU er á hreyfingu. En þegar mönnum hafði teki að reikna út þrýsting Ijósgeislanna, neydd þeir til að varpa þeirri tilgátu fyrir borð, Þar sem því fer víðs fjarri, að þrýstingur ljóssiuS nægi til þess að feykja efniseindum uppgu^uU arinnar áfram með hraða, sem skiptir nokkur hundruð þúsund kílómetrum á sekúndu, elIlS og þó á sér stað í hala halastjömunnar. MelU1 urðu því að hefja leit að einhverjum öðrulU ,,hliðarvindi“. Það hefur lengi verið vitað, að skin ha^ stjarnanna eykst ekki jafnt og þétt eftir Þv sem þær nálgast sólina, heldur verða nokkr®1 sveiflur á skini þeirra. Það vakti ekki neiua sérlega undrun manna fyrr en þeir komust því, að skinsveiflur þessar standa í samba11 við sólblettina. Þegar margir og sterkir bie ir sjást á sólinni, er skin halastjarnanna bja __ ara. Þegar minna er um sólbletti, dregur_ skini halastjarnanna. Nú vitum við, að S°ÚU varpar ekki aðeins frá sér með geysilegu a ljósi og hita, heldur einnig rafeindum og frUlU eindum. Þessir frumeindastraumar eru sérsta lega sterkir, þegar mikið er um sólbletti. vitum meira að segja, að blettirnir eru s] uppsprettulind frumeindanna. Þær dynja kjarna halastjörnunnar eins og skothríð 0 koma sennilega af stað uppgufuninni og Þa uU leið hinum lýsandi þokuhjúp. Allar halastjörnur tilheyra sólkerfinu, ein* HEIMILISBLAÐIÐ 98

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.