Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.05.1956, Page 32

Heimilisblaðið - 01.05.1956, Page 32
sumir hverjir nálguðust að vera hlægilegir í augum ókunnugra: „Pabbi er kvefaður. Hort- ence barnfóstra hefur brennt sig á fingri. Kött- urinn er dauður. Furutréð til hægri hjá hlið- inu hefur verið fellt. Mamma týndi sálmabók- inni sinni á leið frá kirkju á sunnudaginn. Hún heldur, að henni hafi verið stolið.“ Það var einnig minnst á fólk, sem Jenný þekkti ekki, en nöfnunum skaut upp í endur- minningum hennar frá bernskuárunum. Hún hrærðist yfir þessum smáatburðum. Þetta líktist dularfullri afhjúpun. Allt í einu fékk hún innsýn inn í liðna tíð, horfna tíma, sem móðir hennar hafði hrærzt og lifað í. Hún horfði á líkið, og allt í einu fór hún að lesa upphátt, lesa fyrir látna móður sína til að stytta henni stundir og hugga hana. Henni fannst hamingjusamt bros færast yfir stirðnað andlit líksins. Þegar hún hafði lesið bréfin, lagði hún þau til fóta í rúmið. Henni datt í hug, að eiginlega ætti að leggja þau með í kistuna, eins og þegar látin eru blóm. Hún opnaði nýjan bunka. Á þeim bréfum var önnur skrift. Fyrsta bréfið byrjaði þannig: ,,Ég get ekki lengur verið án ástar þinnar. Ég elska þig af öllu hjarta." Bréfið var ekki lengra og engin undirskrift. Hún skildi þetta ekki og snéri bréfinu. Heim- ilisfangið var rétt: „Barónsfrú Le Perthuis des Vauds“. Hún opnaði næsta bréf: „Komdu í kvöld, strax og hann er farinn. Þá getum við verið ein. Ég tilbið þig.“ Og í öðru bréfi stóð þetta: „í nótt þráði ég þig ósegjanlega heitt. Ég ímyndaði mér, að þú værir í örmum mínum. Ég fann snertingu vara þinna og horfði í eld augna þinna. Mér lá við sturlun, þegar ég hugsaði til þess, að einmitt á þessari stundu hvíldir þú við hlið hans og varst á hans valdi------.“ Jenný var sem bergnumin. Hún skildi þetta ekki. Hverskonar bréf voru þetta eiginlega? Hún hélt áfram að lesa, unz hún fann eld- heita ástarjátningu, tiltekinn stað um stefnu- mót, fyrirmæli um að fara varlega og í lok bréfsins þessi fimm orð: „Fyrir alla muni brenndu bréfinu.“ Að lokum opnaði hún lítið umslag, er hafði að geyma þakklæti fyrir miðdegisverðarboð. Hér var sama rithöndin og á ástarbréfunum, og undirskriftin var: „Paul d’Ennemarex Þetta var sá maður, sem baróninn kallaði kser an, gamlan vin. Kona hans hafði verið bezta vinkona barónsfrúarinnar. Hræðilegan grun setti að Jenný, grun, á augabragði varð að vissu. Móðir hennar hai átt elskhuga. Hún henti þessum svívirðilegu pappírssnep um langt frá sér, eins og um eiturslöngu vasr| að ræða. Hún hljóp út að glugganum og braS, í aumkunarlegan grát. Hún hné örmagna a gólfið, huldi andlitið í gluggatjöldunum, til ÞesS að stunur hennar heyrðust ekki. Þannig mun hún hafa legið og grátið alla nóttina, ef knn hefði ekki stokkið á fætur við að heyra um gang í næsta herbergi. Ef til vill var þetta faðir hennar. Bréfin lágu dreifð um rúmið og gólfið! Ef hann opnaði eitt þeirra, vissi hann allt. Hún sópaði saman þessum gulnuðu pappirs blöðum og lét þau í arininn. Pakkarnir, seIíl eftir voru, fóru sömu leiðina. Síðan tók hun annað kertið á náttborðinu og kveikti í papPirS hrúgunni. Skær logi blossaði upp og lýsti upp ker bergið, rúmið og líkið. Þegar eldurinn var dauður og ekki annað eftir í arninum en ösku hrúga, gekk Jenný að opnum glugganum settist. Það var eins og hún þyrði ekki að vera lengur hjá líkinu. Hún huldi andlitið í hön ^ um sér og grét hljóðlega. Veik andvörp bar frá vörum hennar: „0, mamma, mamma- Henni datt í hug hræðileg hugsim. Ef mó ir hennar væri alls ekki dáin, heldur lægi í dva ’ risi allt í einu upp og færi að tala! Mimdi P^ ekki vitneskjan um þetta hræðilega leynd0^ mál afmá þá dótturlegu ást, er hún bar hennar? Mundi hún geta kysst hana af jaI mikilli blíðu og áður? Mvmdi hún geta . sýnt henni sömu ást og sömu virðingu? ~ j það var útilokað. Sú fullvissa jók á sorg 0 trega Jennýar. Nóttin leið. Blik stjarnanna hvarf. Það be ^ aði verðandi morgunn. Yfir tunglið f*r perlumóða. Dagur var í nánd. ,»• Jenný minntist næturinnar, sem hún ua verið við gluggann fyrsta kvöldið, þegar n kom aftur til Asparlundar. En hve langt v síðan og allt orðið breytt. Og nú blasti fraU1 tíðin fyrir henni í allt öðru ljósi. Rauðum bjarma sló á himininn, yndisle^ , rósrauðum bjarma. Hún horfði heinu um HEIMILISBLAÐIÐ 120 i

x

Heimilisblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.