Heimilisblaðið - 01.05.1956, Page 33
^orgunroðann og spurði sjálfa sig í huganum,
, vernig á því gæti staðið, að á þessari fögru
J°rð skyldi fólkið ekki vera glatt og hamingju-
samt?
Að eyrum hennar barst marr í hurð og hún
rökk í kút. Það var Julien.
»Þú ert orðin dauðþreytt, vina mín,“ mælti
oann.
»Nei,“ stundi hún upp, ánægð yfir að vera
e*ai lengur ein.
»Hvíldu þig nú,“ svaraði hann.
^ Hún kyssti móður sína með sársaukasvip.
Vl næst fór hún upp í herbergi sitt.
^ Hagurinn var langur og fólkið dapurt í
ragði. Baróninn kom undir kvöld. Hann grét.
^aginn eftir fór jarðarförin fram.
^ -^egar Jenný hafði búið um líkið og þrýst
°3si á enni þess, fór hún burt. Það var von
Sestunum á hverri stundu.
Gilberte kom fyrst. Hún henti sér grátandi
brjósti vinkonu sinnar.
, , t um gluggann sáust vagnarnir aka um
mið og háværar raddir heyrðust í anddyrinu.
Sorgarklæddar konur komu hver af annarri inn
í herbergið, konur, sem Jenný þekkti ekki. De
Coutelier markgreifafrú og de Briseville greifa-
frú kysstu hana.
Allt í einu varð hún þess vör, að Lísa frænka
faldi sig hrædd að baki hennar. Hún þrýsti
henni blíðlega að sér, svo að gamla konan
skalf af geðshræringu.
Julien kom inn í fullum skrúða. Hann var
hreykinn yfir því, að húsið skyldi vera fullt af
tignum gestum. Hann bað konu sína hvíslandi
um ráð við einu og öðru, og sagði í trúnaði:
„Allur aðall sveitarinnar er hér. Það er ekki
afleitt til afspurnar!“ Hann hélt áfram göngu
sinni og heilsaði konunum með hátíðlegum svip.
Eftir greftrunina voru Lísa frænka og Gil-
berte greifafrú einar eftir hjá Jenný. Greifa-
frúin kyssti hana öðru hvoru og endurtók í
sífellu:
„Vesalings Jenný, vesalings Jenný!“
Þegar de Fourville greifi kom til þess að
sækja konu sína, grét hann beisklega, eins og
hann væri að syrgja móður sína. Frh.