Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 12

Heimilisblaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 12
í návist einhvers, er nóg. Fólk gleður oft sjúkan mann meira með því að lesa upphátt fyrir hann, heldur en að sitja og tala við hann. Einn kimningi minn er afar fámáll. Þegar hann heimsækir einn af sameiginleg- um kimningjum okkar, sem liggur í sjúkra- húsi og sem er heldur ekki sérlega ræðinn, hefur hann meðferðis spil eða manntafl. Þeir, sem koma í heimsókn til sjúkra, geta haft slík áhrif á bata þeirra, að ame- rískur spítali einn hefur blátt áfram hafið námskeið fyrir þá, sem heimsækja þá, sem liggja langdvölum í sjúkrahúsi. Þeim er sagt, hvernig þeir eigi að forðast að koma tauga- sjúkling í hugaræsing, hvaða gjafir eru heppilegastar og hvað þeir eigi að segja eða gera til að hughreysta hinn sjúka. Þeim, sem fara í heimsókn, er ráðlagt að fara ein- um eða í mesta lagi í fylgd með öðrum. Sjúk móðir hefur meira yndi af að tala við einn úr fjölskyldunni, heldur en allan skarann i einu. Ef nýr maður kemur í heimsókn, eiga þeir, sem fyrir eru, að nota tækifærið og kveðja. Viðkomendum er einnig sagt, að þeir eigi að hagræða stól sínum þannig, að sjúklingurinn sjái þá, án þess að þurfa að snúa til höfðinu, þeir eigi að tala látlaust og eðlilega, hvorki að hvísla né tala hátíð- lega — þetta er þó engin jarðarför, sem þeir eru við. Þeir eiga líka að gæta þess að ýta ekki til sænginni — sem raunar er sjálf- sagður hlutur, en margir hugsa ekki út í það. Það er skynsamlegt að hugsa örlítið um umræðuefnið, áður en farið er í sjúkraheim- sókn. Munið, að sjúklingurinn kærir sig ekki um að tala um það sama allan tímann. Hann vill gjarnan heyra eitthvað nýtt tilheyrandi starfssviði sínu, fjölskyldu, vinum eða áhugaefni sínu. ,,Ég get ekki þolað þessar sífelldu spurningar,, sem fólk ber upp við mig,“ sagði einn sjúklingur æstur. ,,Ég vil mikið frekar, að fólk segi mér eitthvað í fréttum.“ Annar sjúklingur, sem hafði stór- slasazt í járnbrautarslysi, kærði sig ekki um að heyra ,,að það væri ekkert á honum að sjá“, þegar hann vissi hið gagnstæða. Hann sagði hreint út við þá, sem komu í heim- sókn, að hann vildi í fyrsta lagi hvorki heyra talað um slysið né heyra um eftirlætissjúk- dóma gesta sinna, í öðru lagi væri hann þakklátur fyrir nokkra góða brandara eða skemmtileg atvik og í þriðja lagi vildi ha gjarnan ræða daglegt mál. Þegar við veljum gjafir fyrir sjúkm^ eigum við að nota hugmyndaflug okkar^ að finna upp á einhverju, sem getur s að því að leiða hugann frá sjúkdómi11'1 ’ og ef til vill minnt hann á, að hann eig1 bara að liggja um stundarsakir. Látið yk detta eitthvað í hug, t. d. fallega P1^' nokkra góða vindla (sem má reykja sem11^ — gjafir, sem minna hann á, að ýims bíði hans, þegar hann nær aftur heilsu- Það er betra að gefa litlar gjafir en ar. Hafið þið aldrei séð heila körfu eða P0^ með ávöxtum, sem eru orðnir skem111 ^ löngu áður en sjúklingurinn hefur *°r^s þeim? Kona ein kom daglega í sjúkra með eina appelsínu handa manni sm Hún hafði tekið börkinn af og pakkað he° inn í smjörpappír, alveg eins og hun var vön að gera, þegar hún útbjó nestisp9 hans í vinnuna. Það er líka mikið auðvel ara að koma litlum blómavendi fyrirj,3 sjúkrastofu en stórum — og hann er v ódýrari. Þið getið komið oftar með f°r^ blóm. Hjúkrunarkonurnar geta sagr ^ sjúklingum, sem fengu í upphafi legu sin ,, heilt blómahaf, en eftir nokkrar vikur í06 aði heimsóknunm og enginn kom með 0 . og svipur einmanakenndar og þrekle> færðist yfir þá. gjj Blómasalar segja, að allt of margir ^ um: ,,að senda bara rósavönd“, burtse ^ því, að tilbreyting er í að senda aðrar bl°n ^ tegundir, og þá þær sem eru fallegasta1. hverri árstíð. Krystalsglas með einu fa blómi, sem getur staðið á borði sjúklinÉ?, . er áreiðanlega betri hugmynd en heilt 0 ^ af löngum rósum, sem verða að standa í horni á stofunni. Margir sjúklingar, sem eru á bata’1 hafa ánægju af að fá bréfsefni eða póstkort — en gleymið ekki frímerkJ ^ 'ív X 0[ Það er skemmtilegt fyrir hinn sjúka a<-> e sent vinum sínum kveðju. Börn myndabækur. Þær getið þið auðveldleg3 ið til með því að klippa myndir út úr n° um gömlum myndablöðum og líma þ001 j, Kona, sem hafði mikinn áhuga á fornn11, um fékk þannig úrklippubók, fulla af 111 skreyttum greinum um fornmuni, ÞeSa^^i lá í sjúkrahúsi. Þjónustustúlka hennar 10 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.