Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 30

Heimilisblaðið - 01.01.1958, Blaðsíða 30
Það var ljós niðri og þeir heyrðu menn tala saman. Þeir heyrðu bæði muldur og hlátur. Mansel læddist niður káetustigann og Tómas á hælum hans. Stiginn lá næstum beint niður í lítinn sal. Þar var ekkert ljós, en þeir sáu vel skil, því að það var ljós einhvers staðar að baki þeirra. Hjartað hamaðist í brjósti Tómasar, en Mansel var algjörlega rólegur og öruggur. Það var eins og hann vissi mæta vel, hvern- ig var um hnútana búið, og vissi, að það var ekkert að óttast. Það kom líka í ljós, að hann hafði rétt fyrir sér. Þeir voru komnir alveg niður stigann og sneru sér við, þannig að þeir sneru baki við dimma salnum. Fyrir framan þá voru tveir gangar, sinn hvorum megin við stigann. Fyrir hvorum ganginum voru dyr. Dyrnar til hægri voru lokaðar, en dyrnar til vinstri voru opnar og þaðan að innan kom ljósið. Þeir gægðust inn um dymar og sáu, að margar dyr voru hvorum megin, sennilega inn í káetur. Dyrnar á einni af þessum káet- um stóðu opnar, og þaðan heyrðust karl- mannsraddir. Mansel hvíslaði að Tómasi: „Við heyrum ekkert hér. Við verðum að fara nær. En við verðum að vera við því búnir að hverfa, ef einhver hreyfir sig. Á þeirri stundu, sem þér verðið varir við, að ég ýti við yður, verðið þér að skjótast aftur inn í salinn og þar út í horn. Þar mun enginn geta séð okkur.“ Hann læddist nær opnu dyrunum og Tómas á eftir. Nú heyrðu þeir raddirnar greinilega. „Það er þá Formósa," sagði einhver mað- ur, sem talaði með hreim, sem ekki var gott að átta sig á. „Það er lygi,“ sagði Júdas með þrótt- mikilli röddu, „það er stúlkubarn, sem heitir Valentin.“ „Það getur verið, að Valentin sé hið rétta nafn Formósu. Hún hefur tæplega verið skírð Formósa.“ „Það er ekki Formósa,“ sagði Júdas með áherzlu. „Formósa er hér hvergi nálæg, hún hefur lokað sig inni í lítilli höll og vill ekki koma út. Ég segi ekki, að við vildum ekki gjarnan ná henni — það vildum við mjög kki gjarnan, en við erum ekki það heimskn", reka hana út. Við slátrum ógjarnan Sn hænu, þær eru of dýrmætar til þess. „Samt sem áður hefur nú heyrzt, að Þa sé gert — þegar hænurnar hætta að verpa eggjum.“ „Hver segir, að hún sé hætt að hjájP, okkur? Hún er bálill út í foringjann, a^ PV1 að hann er að eltast við náunga, sem hun þekkir, en —“ .. „Þér segið nú, að það sé Formósa,1 sa® hinn maðurinn. Júdas andvarpaði. . * „Ég er margbúinn að segja þér, að er ekki hún,“ sagði hann. ,,Það skiptir e máli. Ef þú hefur löngun til að kalla han Formósu, þá máttu það gjarnan mín ve®n^ Þarna eru sex ljósmyndir af henni —' n og aldur stendur aftan á.“ „Heyrið mig nú,“ sagði hinn maðurin11 ræskti sig. „Mér er vel ljóst, hvað her ^ um að ræða, og ég veit það sem ég velt’kaj ég leik ekki með. Venjulegan varning s ^ ég taka á mína ábyrgð, en ég er ekki nje í að koma Formósu í gildru, það getið P reitt ykkur á.“ „Þú ert ekki klókur,“ sagði Júdas. ,,Hve vegna ekki, ef ég mætti spyrja?“ „Vegna þess að ég geri það ekki' sa ^ hinn maðurinn, „og ég er húsbóndi a n skipi.“ „Líttu á þetta andlit,“ sagði Júdas Við gætum grætt 10.000 franka á því.“ g. „Það er afar sennilegt,“ sagði hinn 1113 urinn- , l0ooo „Hefurðu ráð á að hafa af þer 1 franka?“ „Það kemur ekki málinu við.“ „2000 í viðbót,“ sagði Júdas. ^ „Þú getur sparað þér ómakið,“ sagð> maðurinn. „Ég geri það ekki.“ „Sjáum til,“ sagði Júdas hæglátlega- ^ Það varð nokkur þögn, þá var einhve hellt í glas. _ ,er „Það eru góðar horfur með vínupP^ ^ j una,“ sagði hinn maðurinn. „Bróðir m Bordeaux —“ „Já, einmitt það,“ sagði Júdas. „Hvel hefur Daisy það?“ . ^ „Ágætt“ sagði hinn. „Hún hefur a*vinr3 í San Francisco, og henni líkar vel að þar.“ 28 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.