Heimilisblaðið


Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 18

Heimilisblaðið - 01.12.1958, Blaðsíða 18
LITLI GUÐINN HLO Er ég var fjörutíu og fjögra ára, á þeim erfiða aldri, byrjaði ég af hreinni tilviljun alveg nýtt líf. Það eina, sem ég átti í fórum mínum frá fortíð minni, var nokkur lífs- reynsla og lítill, útskorinn, kínverskur stein- hestur. En þessi litli hestur hafði kostað mig allt, sem ég hafði áunnið á mörgum erfiðum árum. Fyrir „endurfæðingu" mína hafði ég haft þann vana að nema staðar hvern morgun fyrir framan glugga lítillar fornminjaverzl- unar, sem var á horni hliðargötu í námunda við skrifstofu mína. Það var líka einmitt þar, sem ég kom fyrst auga á þennan græna steinhest. Ég hafði og hef heldur ekki nú til að bera nokkra þekkingu á forngripum, þar sem ég hafði aldrei safnað neinu nema umslögum undan vikukaupi mínu. Ég gat reyndar getið mér þess til, að hesturinn væri kínverskur, en ég hafði ekki minnstu hugmynd um, hvers virði hann var. Ég vissi bara, að hann hafði eitthvað einkennilegt aðdráttarafl á mig. I matarhléi mínu gekk ég inn í verzlunina og spurði, hvort ég mætti athuga hann nán- ar. Það var einkennileg tilfinning að fara höndum um hann. Hann var alls ekki kaldur viðkomu, heldur heitur og silkimjúkur. Verðið var hins vegar alltof hátt fyrir mig — fjögur pund! Og þó ég gæti nú séð af fjórum pundum, var alveg útilokað, að ég þyrði að kaupa hann. Ég átti auðvitað fjögur pund. Ég var meira að segja, eftir hæfilegum mælikvarða, á góðum vegi með að verða velstæður mað- ur. Ég átti þá einbýlishús í úthverfi — næst- um því skuldlaust. Ég átti þvottavél, ísskáp og sjónvarp — allt svo til fullgreitt. En ég átti líka konu. María var reyndar nærri fullkomin. Eng- inn skynsamur maður gæti óskað sér betri konu. Hún bjó til bezta mat og hélt heim- ilinu svo hreinu, að hægt var að sýna það hvenær sem væri sem ,,hið fullkomna heim- ili“. En hún myndi aldrei falla fyrir stein- hestinum, svo mikið var víst. Hvað ætlarðu eiginlega að gera við hann? myndi hún strax spyrja. Hvaða gagn getum við svo sem haft af honum? Ég gat auðvitað svarað því til, að hann væri algjörlega gagns- laus, og að ég vildi ekkert sérstakt með hann — að ég blátt áfram bara gjarnan vildi eiga hann. En það hefði hún aldrei getað skiliá- Væri það viðvíkjandi tómstundaiðju, hefði hún fallizt á það, jafnvel þó að það vseri dýrt. En að borga fjögur pund fyrir lítinn, grænan stein, sem yrði ekki einu sinni til stofuprýði á arinhillunni, það var alveg uti" lokað. Ég gat auðvitað keypt hestinn án þess að láta hana vita. En ég hef aldrei getað þagað yfir leyndarmáli. Og mig langaði til að njóta hans — en ekki að þurfa að skammast miu fyrir hann. Sem sagt hafði ég þrátt íyvVC þvottavélina og sjónvarpið — eða kannsk1 einmitt vegna þeirra — engan möguleika a því að eyða pundum, án þess að María viss1- Eftir ERIC ALLEN En dag nokkurn áskotnuðust mér óvsenf peningar: fyrirtækið greiddi mér fimm pund í ómakslaun. Mér datt fyrst í hug að leyna þessari góðu frétt. Þá gæti ég keypt ®er hestinn og sagt Maríu seinna, að ég hefð1 fengið hann á hlutaveltu fyrir nokkra shill' inga. En þegar ég kom heim um kvöldið v® það fyrsta sem ég gerði að segja Maríu fra þessum óvæntu ómakslaunum mínum. En ég keypti samt sem áður hestinn- Nokkrum dögum síðar gekk ég um morgun inn í fornminjaverzlunina, og fimm mínut- um síðar gekk ég út með hestinn í vasa mm' um. Ég var eins hreykinn og ég hefði gengið á Mount Everest. Og peningarnir — já, eg myndi sannarlega spara þá aftur saman a einn eða annan hátt. Ég gat t. d. minnkað 230 — HEIMILISBLAÐIÐ

x

Heimilisblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heimilisblaðið
https://timarit.is/publication/431

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.